Maradona kleip Jónu í rassinn: „Hvurn djöfulinn heldur þú að þú sért að gera?“ Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2020 11:00 „Þeir voru snælduvitlausir,“ segir Jóna Fanney Friðriksdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri á Blönduósi, um kynni sín af Diego Maradona og félögum í argentínska landsliðinu sem hún hitti í Berlín á sínum tíma. Jóna Fanney ræddi óskemmtileg kynni sín af Maradona í viðtali við Felix Bergsson í þættinum Fram og til baka á Rás 2. Hún bjó á þeim tíma í Berlín og starfaði meðfram námi á Kempinski-hótelinu, sem líklega er þekktast fyrir að vera hótelið þar sem að Michael Jackson var þegar hann vippaði barni sínu yfir svalahandriði til að sýna fólki. Jóna Fanney hitti margt þekkt fólk á hótelinu þar sem hún þjónaði í einkasamkvæmum, og eitt kvöldið komu Maradona og félagar eftir að hafa tapað fyrir Vestur-Þýskalandi á fjögurra þjóða móti um páskana 1988. Jóna Fanney Friðriksson hafði engan húmor fyrir hegðun Argentínumannsins. „Þeir voru í einu herbergi þarna, og ég og vinkona mín vorum að þjóna til borðs. Þeir voru snælduvitlausir. Þetta var árið 1988 og þeir höfðu tapað leik gegn Vestur-Þjóðverjum, 1-0 held ég. Þegar ég kom inn í herbergið hugsaði ég með mér hvort ég væri á leikskóla eða hvað væri í gangi hérna. Þeir voru að kasta brauðmolum í hver annan, með lappirnar uppi á borðum, og allt í rústi þarna inni. Þetta var bara fáránlegt,“ sagði Jóna Fanney. Maradona, sem sumir telja besta knattspyrnumann allra tíma, virðist hafa hagað sér verst. „Maradona var þarna og fékk einhvern sérstakan áhuga á mér. Og það endaði með því að, já, gott fólk, hann kleip mig í rassinn,“ sagði Jóna Fanney, nokkuð létt í bragði þó að henni hafi alls ekki líkað athæfi Argentínumannsins, og grínaðist með Felix þegar hann spurði í glettni hvort hér væri komin fram ný metoo-saga: „Já, hér kemur bara metoo-saga og ég hef aldrei borið þess bætur. Nei... Ég tók hendina á honum og ýtti honum svona frá, og sagði „hvurn djöfulinn heldur þú að þú sért að gera drengur?“ Svo strunsaði ég út og sagðist ekki myndu fara inn í þetta herbergi meira,“ sagði Jóna Fanney, og bætti við: „Einhvern tímann löngu síðar var ég að tala um þetta við vinkonur mínar og þeim fannst þetta bara „vá, Maradona kleip Jónu í rassinn.“ Mér fannst þetta ekki fyndið og neitaði að „servera“ þá meira.“ Argentína MeToo Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
„Þeir voru snælduvitlausir,“ segir Jóna Fanney Friðriksdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri á Blönduósi, um kynni sín af Diego Maradona og félögum í argentínska landsliðinu sem hún hitti í Berlín á sínum tíma. Jóna Fanney ræddi óskemmtileg kynni sín af Maradona í viðtali við Felix Bergsson í þættinum Fram og til baka á Rás 2. Hún bjó á þeim tíma í Berlín og starfaði meðfram námi á Kempinski-hótelinu, sem líklega er þekktast fyrir að vera hótelið þar sem að Michael Jackson var þegar hann vippaði barni sínu yfir svalahandriði til að sýna fólki. Jóna Fanney hitti margt þekkt fólk á hótelinu þar sem hún þjónaði í einkasamkvæmum, og eitt kvöldið komu Maradona og félagar eftir að hafa tapað fyrir Vestur-Þýskalandi á fjögurra þjóða móti um páskana 1988. Jóna Fanney Friðriksson hafði engan húmor fyrir hegðun Argentínumannsins. „Þeir voru í einu herbergi þarna, og ég og vinkona mín vorum að þjóna til borðs. Þeir voru snælduvitlausir. Þetta var árið 1988 og þeir höfðu tapað leik gegn Vestur-Þjóðverjum, 1-0 held ég. Þegar ég kom inn í herbergið hugsaði ég með mér hvort ég væri á leikskóla eða hvað væri í gangi hérna. Þeir voru að kasta brauðmolum í hver annan, með lappirnar uppi á borðum, og allt í rústi þarna inni. Þetta var bara fáránlegt,“ sagði Jóna Fanney. Maradona, sem sumir telja besta knattspyrnumann allra tíma, virðist hafa hagað sér verst. „Maradona var þarna og fékk einhvern sérstakan áhuga á mér. Og það endaði með því að, já, gott fólk, hann kleip mig í rassinn,“ sagði Jóna Fanney, nokkuð létt í bragði þó að henni hafi alls ekki líkað athæfi Argentínumannsins, og grínaðist með Felix þegar hann spurði í glettni hvort hér væri komin fram ný metoo-saga: „Já, hér kemur bara metoo-saga og ég hef aldrei borið þess bætur. Nei... Ég tók hendina á honum og ýtti honum svona frá, og sagði „hvurn djöfulinn heldur þú að þú sért að gera drengur?“ Svo strunsaði ég út og sagðist ekki myndu fara inn í þetta herbergi meira,“ sagði Jóna Fanney, og bætti við: „Einhvern tímann löngu síðar var ég að tala um þetta við vinkonur mínar og þeim fannst þetta bara „vá, Maradona kleip Jónu í rassinn.“ Mér fannst þetta ekki fyndið og neitaði að „servera“ þá meira.“
Argentína MeToo Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira