Rio Tinto þarf að semja Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 16. febrúar 2020 09:00 Fréttir vikunnar hafa líklega ekki farið framhjá neinum. Rekstur hjá ISAL hefur verið í járnum á undanförnum áratug af ýmsum ástæðum. Nú er svo komið að eigendur fyrirtækisins telja sig knúna til að endurmeta starfsemina. Það er mikilvægt að halda því til haga í þessum hremmingum að launakostnaður vegna almenns starfsfólks verksmiðjunnar er ekki langt frá sögulegu lágmarki. Súrál, skaut og raforka eru kostnaðarliðir sem hafa mun meira að segja um rekstrarhæfni verksmiðjunnar heldur en launakostnaður. Það er líka mikilvægt að hafa það alveg á hreinu að þótt fyrirtækið eigi í rekstrarvanda vegna ýmiss konar kringumstæðna, að þá verður samt að semja við starfsfólkið um kaup og kjör. Það verður ekki hlaupið frá þeirri skyldu. Erfiðleikar ekki skýring Staðan er fordæmalaus. Samningsdrög liggja á borðinu og hafa gert það í nokkurn tíma. Samninganefndir beggja aðila eru sáttar við drögin. En undirskrift fæst hins vegar ekki. Við höfum ekki kynnst þessu áður á íslenskum vinnumarkaði. Vaninn er sá, að þegar að samningar hafa náðst er skrifað undir og stundum meira að segja bakaðar vöfflur. Nú fæst ekki undirskrift. Sú samninganefnd sem við í Rafiðnaðarsambandinu og fleiri félögum höfum átt í viðræðum við virðist ekki hafa haft umboð til að skrifa undir samninga, sem er auðvitað ákaflega sérstakt. Það er alveg skýrt, að ekki er hægt að tefla fram erfiðleikum í rekstri sem réttmætum skýringum á þessu hátterni. Þvert á móti hlýtur það að vera hagsmunamál fyrir Rio Tinto í rekstrarerfiðleikum sínum að eyða allri óvissu varðandi kjarasamninga sem fyrst — koma samningum í höfn — og fyrirbyggja þar með einnig réttmætar aðgerðir af hálfu starfsfólks sem geta vitaskuld verið fyrirtækinu erfiðar. Talað við vegg Við vonum að það komi ekki til átaka, en þolinmæðin er því miður á þrotum. Kjarasamningurinn við ISAL rann út þann 31.maí á síðasta ári. Sjö formlegir fundir voru haldnir hjá Ríkissáttasemjara og góður gangur var í viðræðunum á nýju ári. Samninganefndir náðu loksins saman um innihald og umfang samningstexta fyrir tæpum mánuði síðan. Þegar í ljós kom að umboð til að skrifa undir skorti voru bókaðar viðræður þann 28.janúar til þess að komast til botns í málinu. Þær viðræður voru árangurslausar og í raun mjög sérstakarFyrir lágu drög að tveimur samningum, samninganefnd fyrirtækisins var sátt við þau samningsdrög en viðsemjandi okkar vildi samt ekki skrifa undir.Líklega væri hægt að skrifa um svona kringumstæður hina athyglisverðustu skáldsögu. „Talað við vegg“ gæti hún heitið. Fulltrúar starfsfólks hafa nálgast þessar samningaviðræður af heilindum og talið sig sýna nægjanlegan sveigjanleika og skilning á erfiðum aðstæðum í rekstri ISAL, þótt ekki sé hægt að halda því fram á nokkurn hátt að starfsfólk fyrirtækisins eigi að bera ábyrgð á þeirri stöðu. Við trúum því ekki að eftir mjög vandasamar viðræður skuli fyrirtækið líta svo á að það sé einhvern hátt ábyrgt og farsælt að koma svona fram við starfsfólk fyrirtækisins. Nóg var að starfsfólk álversins þyrfti að þola samningsleysi í marga mánuði. Það er að bíta höfuðið af skömminni að skrifa svo ekki undir loksins þegar samningum er náð.Sem formanni Rafiðnaðarsambandsins ber mér að tilkynna að okkar félagsmenn hjá ISAL munu að sjálfsögðu grípa til réttmætra aðgerða verði ekki skrifað undir samning á næstu dögum. Þær aðgerðir yrðu alfarið á ábyrgð eiganda verksmiðjunnar, Rio Tinto.Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambandsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Kjaramál Orkumál Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fréttir vikunnar hafa líklega ekki farið framhjá neinum. Rekstur hjá ISAL hefur verið í járnum á undanförnum áratug af ýmsum ástæðum. Nú er svo komið að eigendur fyrirtækisins telja sig knúna til að endurmeta starfsemina. Það er mikilvægt að halda því til haga í þessum hremmingum að launakostnaður vegna almenns starfsfólks verksmiðjunnar er ekki langt frá sögulegu lágmarki. Súrál, skaut og raforka eru kostnaðarliðir sem hafa mun meira að segja um rekstrarhæfni verksmiðjunnar heldur en launakostnaður. Það er líka mikilvægt að hafa það alveg á hreinu að þótt fyrirtækið eigi í rekstrarvanda vegna ýmiss konar kringumstæðna, að þá verður samt að semja við starfsfólkið um kaup og kjör. Það verður ekki hlaupið frá þeirri skyldu. Erfiðleikar ekki skýring Staðan er fordæmalaus. Samningsdrög liggja á borðinu og hafa gert það í nokkurn tíma. Samninganefndir beggja aðila eru sáttar við drögin. En undirskrift fæst hins vegar ekki. Við höfum ekki kynnst þessu áður á íslenskum vinnumarkaði. Vaninn er sá, að þegar að samningar hafa náðst er skrifað undir og stundum meira að segja bakaðar vöfflur. Nú fæst ekki undirskrift. Sú samninganefnd sem við í Rafiðnaðarsambandinu og fleiri félögum höfum átt í viðræðum við virðist ekki hafa haft umboð til að skrifa undir samninga, sem er auðvitað ákaflega sérstakt. Það er alveg skýrt, að ekki er hægt að tefla fram erfiðleikum í rekstri sem réttmætum skýringum á þessu hátterni. Þvert á móti hlýtur það að vera hagsmunamál fyrir Rio Tinto í rekstrarerfiðleikum sínum að eyða allri óvissu varðandi kjarasamninga sem fyrst — koma samningum í höfn — og fyrirbyggja þar með einnig réttmætar aðgerðir af hálfu starfsfólks sem geta vitaskuld verið fyrirtækinu erfiðar. Talað við vegg Við vonum að það komi ekki til átaka, en þolinmæðin er því miður á þrotum. Kjarasamningurinn við ISAL rann út þann 31.maí á síðasta ári. Sjö formlegir fundir voru haldnir hjá Ríkissáttasemjara og góður gangur var í viðræðunum á nýju ári. Samninganefndir náðu loksins saman um innihald og umfang samningstexta fyrir tæpum mánuði síðan. Þegar í ljós kom að umboð til að skrifa undir skorti voru bókaðar viðræður þann 28.janúar til þess að komast til botns í málinu. Þær viðræður voru árangurslausar og í raun mjög sérstakarFyrir lágu drög að tveimur samningum, samninganefnd fyrirtækisins var sátt við þau samningsdrög en viðsemjandi okkar vildi samt ekki skrifa undir.Líklega væri hægt að skrifa um svona kringumstæður hina athyglisverðustu skáldsögu. „Talað við vegg“ gæti hún heitið. Fulltrúar starfsfólks hafa nálgast þessar samningaviðræður af heilindum og talið sig sýna nægjanlegan sveigjanleika og skilning á erfiðum aðstæðum í rekstri ISAL, þótt ekki sé hægt að halda því fram á nokkurn hátt að starfsfólk fyrirtækisins eigi að bera ábyrgð á þeirri stöðu. Við trúum því ekki að eftir mjög vandasamar viðræður skuli fyrirtækið líta svo á að það sé einhvern hátt ábyrgt og farsælt að koma svona fram við starfsfólk fyrirtækisins. Nóg var að starfsfólk álversins þyrfti að þola samningsleysi í marga mánuði. Það er að bíta höfuðið af skömminni að skrifa svo ekki undir loksins þegar samningum er náð.Sem formanni Rafiðnaðarsambandsins ber mér að tilkynna að okkar félagsmenn hjá ISAL munu að sjálfsögðu grípa til réttmætra aðgerða verði ekki skrifað undir samning á næstu dögum. Þær aðgerðir yrðu alfarið á ábyrgð eiganda verksmiðjunnar, Rio Tinto.Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambandsins.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun