Rennsli orðið eðlilegt í Skógafossi Sylvía Hall skrifar 15. febrúar 2020 16:00 Hætta á flóði úr Skógá virðist vera liðin hjá að sögn Sigurðar Sigurbjörnssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Suðurlandi. Svæðið við Skógafoss var rýmt síðdegis í gær vegna mögulegrar krapastíflu fyrir ofan fossinn. Lögregla fékk í gær ábendingu um óvenju lítið rennsli í fossinum. Í kjölfarið voru aðstæður athugaðar og í ljós kom að rennslið var mun minna en vanalega. Því þótti líklegt að krapastífla hefði myndast fyrir ofan fossinn og hætta á að áin gæti skyndilega rutt sig og valdið flóði. Sjá einnig: Svæðið við Skógafoss rýmt vegna mögulegrar krapastíflu „Ég fór í morgun og kíkti á þetta og það er bara orðið eðlilegt vetrarrennsli,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Lögregla hafi þó ákveðið í gær að rýma bílastæðið og beðið ferðamenn á svæðinu að koma sér frá fossinum til þess að taka enga áhættu. „Sú hætta virðist vera liðin hjá.“ Í samtali við Vísi í gær sagði Sigurður að ekki væri staðfest að um krapastíflu væri að ræða en engin dæmi væru þó þekkt um það að stífla hefði brostið í ánni. Hann segir þó að það sé líklegasta orsökin fyrir því að rennslið hafi verið jafn lítið og raun bar vitni. „Við leiðum að því líkum að það hafi verið svoleiðis. Það er ekkert annað sem gæti hafa valdið þessu.“ Ferðamennska á Íslandi Óveður 14. febrúar 2020 Rangárþing eystra Veður Tengdar fréttir Svæðið við Skógafoss rýmt vegna mögulegrar krapastíflu Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var gripið til umræddra ráðstafana til að gæta fyllsta öryggis. 14. febrúar 2020 17:27 Ferðafólk hunsaði viðvaranir lögreglu um óveður á Sólheimasandi: Tóku fálega í upplýsingar um nýlegt banaslys Björgunarsveitarmenn hafa verið sendir til að smala fólkinu af sandinum svo það verði sér ekki að voða. 15. febrúar 2020 12:00 Björgunarsveitarfólk smalaði fólki af Sólheimasandi vegna veðurs Áður hafði lögregla farið á vettvang í því skyni að vara ferðamenn við því að fara að flugvélarflakinu á sandinum þar sem aðstæður væru slæmar. 15. febrúar 2020 14:15 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Hætta á flóði úr Skógá virðist vera liðin hjá að sögn Sigurðar Sigurbjörnssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Suðurlandi. Svæðið við Skógafoss var rýmt síðdegis í gær vegna mögulegrar krapastíflu fyrir ofan fossinn. Lögregla fékk í gær ábendingu um óvenju lítið rennsli í fossinum. Í kjölfarið voru aðstæður athugaðar og í ljós kom að rennslið var mun minna en vanalega. Því þótti líklegt að krapastífla hefði myndast fyrir ofan fossinn og hætta á að áin gæti skyndilega rutt sig og valdið flóði. Sjá einnig: Svæðið við Skógafoss rýmt vegna mögulegrar krapastíflu „Ég fór í morgun og kíkti á þetta og það er bara orðið eðlilegt vetrarrennsli,“ segir Sigurður í samtali við Vísi. Lögregla hafi þó ákveðið í gær að rýma bílastæðið og beðið ferðamenn á svæðinu að koma sér frá fossinum til þess að taka enga áhættu. „Sú hætta virðist vera liðin hjá.“ Í samtali við Vísi í gær sagði Sigurður að ekki væri staðfest að um krapastíflu væri að ræða en engin dæmi væru þó þekkt um það að stífla hefði brostið í ánni. Hann segir þó að það sé líklegasta orsökin fyrir því að rennslið hafi verið jafn lítið og raun bar vitni. „Við leiðum að því líkum að það hafi verið svoleiðis. Það er ekkert annað sem gæti hafa valdið þessu.“
Ferðamennska á Íslandi Óveður 14. febrúar 2020 Rangárþing eystra Veður Tengdar fréttir Svæðið við Skógafoss rýmt vegna mögulegrar krapastíflu Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var gripið til umræddra ráðstafana til að gæta fyllsta öryggis. 14. febrúar 2020 17:27 Ferðafólk hunsaði viðvaranir lögreglu um óveður á Sólheimasandi: Tóku fálega í upplýsingar um nýlegt banaslys Björgunarsveitarmenn hafa verið sendir til að smala fólkinu af sandinum svo það verði sér ekki að voða. 15. febrúar 2020 12:00 Björgunarsveitarfólk smalaði fólki af Sólheimasandi vegna veðurs Áður hafði lögregla farið á vettvang í því skyni að vara ferðamenn við því að fara að flugvélarflakinu á sandinum þar sem aðstæður væru slæmar. 15. febrúar 2020 14:15 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Fleiri fréttir Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Sjá meira
Svæðið við Skógafoss rýmt vegna mögulegrar krapastíflu Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var gripið til umræddra ráðstafana til að gæta fyllsta öryggis. 14. febrúar 2020 17:27
Ferðafólk hunsaði viðvaranir lögreglu um óveður á Sólheimasandi: Tóku fálega í upplýsingar um nýlegt banaslys Björgunarsveitarmenn hafa verið sendir til að smala fólkinu af sandinum svo það verði sér ekki að voða. 15. febrúar 2020 12:00
Björgunarsveitarfólk smalaði fólki af Sólheimasandi vegna veðurs Áður hafði lögregla farið á vettvang í því skyni að vara ferðamenn við því að fara að flugvélarflakinu á sandinum þar sem aðstæður væru slæmar. 15. febrúar 2020 14:15