Óvissa með framtíðarheimili mæðgnanna í Garði Birgir Olgeirsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 14. febrúar 2020 21:30 Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir býr ásamt fimmtán ára dóttur sinni í húsinu sem sést hér til hægri á mynd. Baldur/Jóhann Issi Hallgrímsson Mæðgur vöknuðu upp við vondan draum þegar hús þeirra í Garðinum var skyndilega í miðju hafi eftir að sjór hafði gengið á land. Mæðgurnar standa eftir heimilislausar en segja alla að vilja gerðir að hjálpa. Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir býr ásamt fimmtán ára dóttur sinni í einbýlishúsi að Gerðavegi 2. Ingibjörg hafði sofið illa sökum óveðursins. Hún hafði náð nokkurra tíma svefn þegar dóttir hennar vakti hana klukkan 10 í morgun. „Ég sé bara flæða inn um útidyrnar niðri og ég, dálítið vitlaus, opna og það flæðir inn. Ég næ að loka og það byrjar bara að flæða mjög hratt inn. Það er bara að ná í símann, fara í skó, finna einhverjar buxur og hlaupa upp því ég stóð í vatni í raun upp á miðja kálfa. Þegar ég átta mig á þessu hringi ég strax í slökkvilið og bið um dælubíl. Ég var ekki búin að kíkja út, ég vissi ekki að ég væri í miðju hafi.“ Björgunarsveitin í Garði segir þrjú til fjögur hús hafa orðið fyrir þessu flóði. Húsið hennar Ingibjargar var það eina sem þurfti að yfirgefa. Hún segir öldurnar sem gengu á land hafa náð þriggja til fjögurra metra hæð. Komið þið til með að búa þarna aftur? „Maður bara vonar það besta. Þetta er örugglega ónýtt allt þarna niðri. En það er líka spurning um hvenær fjarar frá þannig að sé hægt að gera eitthvað. Hvenær verður hægt að tæma og hvenær verður hægt að dæla. Þannig að nú er bara að sitja og bíða.“ Ingibjörg segir algjöra óvissu ríkja um það hvar mæðgurnar munu halda heimili næstu vikurnar. „Allir náttúrulega búnir að hringja og bjóða okkur allt. Koma og gista, fá föt. Ég er bara í fötunum sem ég er í og það væsir ekkert um okkur núna. En þetta er heimilið okkar þannig að það er búinn að vera dálítill taugatitringur, sérstaklega hjá barninu.“ Hún hrósar björgunarsveitarmönnunum sem björguðu þeim og köttunum þeirra fjórum. „Það var ekkert vesen, það var bara ekkert nema lausnir. Rólegheit og engin læti. Þeir voru að vaða þarna með kisurnar í boxi og ekkert mál. Við vorum í öruggum höndum.“ Óveður 14. febrúar 2020 Suðurnesjabær Veður Tengdar fréttir Allt á floti í Garði og íbúar aldrei séð annað eins Sjógangur í morgun hefur gert það að verkum að allt er á floti í Garðinum. Sjór gengur yfir bæinn og segist Garðsbúi til þrettán ára aldrei hafa séð annað eins. 14. febrúar 2020 11:43 Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24 Vaknaði við kall dótturinnar og húsið var á floti Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir, íbúi í Garðinum, er komin með fimmtán ára dóttur sína og kisur í öruggt skjól í Reykjanesbæ eftir að rýma þurfti hús hennar í Garði. 14. febrúar 2020 13:08 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fleiri fréttir Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Sjá meira
Mæðgur vöknuðu upp við vondan draum þegar hús þeirra í Garðinum var skyndilega í miðju hafi eftir að sjór hafði gengið á land. Mæðgurnar standa eftir heimilislausar en segja alla að vilja gerðir að hjálpa. Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir býr ásamt fimmtán ára dóttur sinni í einbýlishúsi að Gerðavegi 2. Ingibjörg hafði sofið illa sökum óveðursins. Hún hafði náð nokkurra tíma svefn þegar dóttir hennar vakti hana klukkan 10 í morgun. „Ég sé bara flæða inn um útidyrnar niðri og ég, dálítið vitlaus, opna og það flæðir inn. Ég næ að loka og það byrjar bara að flæða mjög hratt inn. Það er bara að ná í símann, fara í skó, finna einhverjar buxur og hlaupa upp því ég stóð í vatni í raun upp á miðja kálfa. Þegar ég átta mig á þessu hringi ég strax í slökkvilið og bið um dælubíl. Ég var ekki búin að kíkja út, ég vissi ekki að ég væri í miðju hafi.“ Björgunarsveitin í Garði segir þrjú til fjögur hús hafa orðið fyrir þessu flóði. Húsið hennar Ingibjargar var það eina sem þurfti að yfirgefa. Hún segir öldurnar sem gengu á land hafa náð þriggja til fjögurra metra hæð. Komið þið til með að búa þarna aftur? „Maður bara vonar það besta. Þetta er örugglega ónýtt allt þarna niðri. En það er líka spurning um hvenær fjarar frá þannig að sé hægt að gera eitthvað. Hvenær verður hægt að tæma og hvenær verður hægt að dæla. Þannig að nú er bara að sitja og bíða.“ Ingibjörg segir algjöra óvissu ríkja um það hvar mæðgurnar munu halda heimili næstu vikurnar. „Allir náttúrulega búnir að hringja og bjóða okkur allt. Koma og gista, fá föt. Ég er bara í fötunum sem ég er í og það væsir ekkert um okkur núna. En þetta er heimilið okkar þannig að það er búinn að vera dálítill taugatitringur, sérstaklega hjá barninu.“ Hún hrósar björgunarsveitarmönnunum sem björguðu þeim og köttunum þeirra fjórum. „Það var ekkert vesen, það var bara ekkert nema lausnir. Rólegheit og engin læti. Þeir voru að vaða þarna með kisurnar í boxi og ekkert mál. Við vorum í öruggum höndum.“
Óveður 14. febrúar 2020 Suðurnesjabær Veður Tengdar fréttir Allt á floti í Garði og íbúar aldrei séð annað eins Sjógangur í morgun hefur gert það að verkum að allt er á floti í Garðinum. Sjór gengur yfir bæinn og segist Garðsbúi til þrettán ára aldrei hafa séð annað eins. 14. febrúar 2020 11:43 Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24 Vaknaði við kall dótturinnar og húsið var á floti Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir, íbúi í Garðinum, er komin með fimmtán ára dóttur sína og kisur í öruggt skjól í Reykjanesbæ eftir að rýma þurfti hús hennar í Garði. 14. febrúar 2020 13:08 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fleiri fréttir Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Sjá meira
Allt á floti í Garði og íbúar aldrei séð annað eins Sjógangur í morgun hefur gert það að verkum að allt er á floti í Garðinum. Sjór gengur yfir bæinn og segist Garðsbúi til þrettán ára aldrei hafa séð annað eins. 14. febrúar 2020 11:43
Þakklæðningar fjúka á haf út á Kjalarnesi Nokkrir hópar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru að störfum á Kjalarnesi þar sem mikið hefur borist af tilkynningum um foktjón. 14. febrúar 2020 07:24
Vaknaði við kall dótturinnar og húsið var á floti Ingibjörg Hjördís Einarsdóttir, íbúi í Garðinum, er komin með fimmtán ára dóttur sína og kisur í öruggt skjól í Reykjanesbæ eftir að rýma þurfti hús hennar í Garði. 14. febrúar 2020 13:08