Aldrei á ævinni verið svona hrædd Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2020 15:02 Eins og sjá má er hlaðan afar illa farin. Írena Írena Sif Kjartansdóttir sem rekur lítið gistiheimili við Hvolsvöll segir aldrei hafa upplifað neitt líkt því sem gekk á við heimili hennar í nótt. Hlaða við hlið gistiheimilisins er illa farin en þó ekki jafnilla og á næsta bæ þar sem hlaðan fór í heilu lagi. „Þetta var hrikalegt. Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt. Það var bara eins og allt væri að springa. Ég er ekki veðurhrædd en ég hef aldrei verið svona hrædd,“ segir Írena Sif í samtali við Vísi. „Ég var sem sagt heima hjá mér á gamla bænum. Ég vakna klukkan þrjú í nótt og finnst eins og húsið sé að springa!“ Írena leit út og sá að dyrnar á hlöðunni sem stendur gegnt bænum var opin. Hún rauk út til að loka dyrunum og reyna að koma í veg fyrir skemmdir. „Ég ætlaði að reyna að bjarga einhverju sem er að fjúka en fýk með og á tré. Svo lít ég upp og sé að framhliðin á hlöðunni er farin.“ Gistiheimili þeirra Írenu og Jorge er hvíta húsið til vinstri á myndinni. Til hægri er hlaðan þaðan sem allt fýkur út sem getur fokið.Írena Sif Kolniðamyrkur var á þessum tíma í nótt og ekki tók betra við. Rafmagnið fór af og vatnið sömuleiðis. Sambandslaust var. Írena þakkar fyrir að engir gestir voru á gistiheimilinu. „Sem betur fer höfðu tveir gestir sem ætluðu að vera hjá okkur afbókað,“ segir Írena. Þau hafi því haft lokað, sem betur fer. Írena segir sig og eiginmann sinn hafa upplifað sig pínulítil. „Það var alveg myrkur og ég hef aldrei upplifað svona veðurótta. Mér leið eins og ég væri svo lítil. Þrýstingurinn sem myndaðist þegar ég labbaði inn í hlöðuna...mér fannst ég vera að springa. Svo sá maður að maður gat ekkert gert neitt.“ Framhliðin er svo gott sem farin af hlöðunni.Írena Sif Björgunarsveitarfólk hafi komið við á öllum bæjunum á Rangárvöllum og gert hvað þau gátu. Eitthvað var hægt að festa niður en annars lítið í stöðunni. Forgangur sé í sveitinni að huga að dýrum og byggingum sem hýsi þau. Svo hafi ekki verið í tilfelli hlöðu þeirra Írenu og Jorge. „Þar var sem betur fer ekkert sérstaklega verðmætt en þó aukaferðarúm, eitt málverk, púðar úr sófunum. Það fauk náttúrulega allt út.“ Skemmdirnar eru miklar.Írena Sif Þau séu ekki búin að gera sér grein fyrir stöðunni. Þau eru með rafmagn og rafmagnskyndingu og því eru þau með heitt vatn. Á Hvolsvelli er þó enn hitavatnslaust. Fjölskylda Írenu komst í fréttirnar fyrir tveimur árum þegar hundurinn Spori sló í gegn. Hann er í eigu Kjartans Benediktssonar, föður Írenu. Óveður 14. febrúar 2020 Rangárþing eystra Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Írena Sif Kjartansdóttir sem rekur lítið gistiheimili við Hvolsvöll segir aldrei hafa upplifað neitt líkt því sem gekk á við heimili hennar í nótt. Hlaða við hlið gistiheimilisins er illa farin en þó ekki jafnilla og á næsta bæ þar sem hlaðan fór í heilu lagi. „Þetta var hrikalegt. Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt. Það var bara eins og allt væri að springa. Ég er ekki veðurhrædd en ég hef aldrei verið svona hrædd,“ segir Írena Sif í samtali við Vísi. „Ég var sem sagt heima hjá mér á gamla bænum. Ég vakna klukkan þrjú í nótt og finnst eins og húsið sé að springa!“ Írena leit út og sá að dyrnar á hlöðunni sem stendur gegnt bænum var opin. Hún rauk út til að loka dyrunum og reyna að koma í veg fyrir skemmdir. „Ég ætlaði að reyna að bjarga einhverju sem er að fjúka en fýk með og á tré. Svo lít ég upp og sé að framhliðin á hlöðunni er farin.“ Gistiheimili þeirra Írenu og Jorge er hvíta húsið til vinstri á myndinni. Til hægri er hlaðan þaðan sem allt fýkur út sem getur fokið.Írena Sif Kolniðamyrkur var á þessum tíma í nótt og ekki tók betra við. Rafmagnið fór af og vatnið sömuleiðis. Sambandslaust var. Írena þakkar fyrir að engir gestir voru á gistiheimilinu. „Sem betur fer höfðu tveir gestir sem ætluðu að vera hjá okkur afbókað,“ segir Írena. Þau hafi því haft lokað, sem betur fer. Írena segir sig og eiginmann sinn hafa upplifað sig pínulítil. „Það var alveg myrkur og ég hef aldrei upplifað svona veðurótta. Mér leið eins og ég væri svo lítil. Þrýstingurinn sem myndaðist þegar ég labbaði inn í hlöðuna...mér fannst ég vera að springa. Svo sá maður að maður gat ekkert gert neitt.“ Framhliðin er svo gott sem farin af hlöðunni.Írena Sif Björgunarsveitarfólk hafi komið við á öllum bæjunum á Rangárvöllum og gert hvað þau gátu. Eitthvað var hægt að festa niður en annars lítið í stöðunni. Forgangur sé í sveitinni að huga að dýrum og byggingum sem hýsi þau. Svo hafi ekki verið í tilfelli hlöðu þeirra Írenu og Jorge. „Þar var sem betur fer ekkert sérstaklega verðmætt en þó aukaferðarúm, eitt málverk, púðar úr sófunum. Það fauk náttúrulega allt út.“ Skemmdirnar eru miklar.Írena Sif Þau séu ekki búin að gera sér grein fyrir stöðunni. Þau eru með rafmagn og rafmagnskyndingu og því eru þau með heitt vatn. Á Hvolsvelli er þó enn hitavatnslaust. Fjölskylda Írenu komst í fréttirnar fyrir tveimur árum þegar hundurinn Spori sló í gegn. Hann er í eigu Kjartans Benediktssonar, föður Írenu.
Óveður 14. febrúar 2020 Rangárþing eystra Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira