Afleitt að ekki séu haldnir samningafundir í kjaradeilunni: Deilan bitnar á börnunum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. febrúar 2020 18:45 Þórunn Gyða Björnsdóttir leikskólastjóri á Rofaborg hefur áhyggjur af kjaradeilu Reykjavíkurborgar og Eflingar. Vísir/Baldur Leikskólastjóri í Reykjavík segir afleitt að ekki séu haldnir samningafundir í kjaradeilu borgarinnar og Eflingar. Deilan bitni á börnunum en á sumum leikskólum voru engin börn hluta af deginum vegna verkfalls Eflingar. Þá eru skólastjórnendur margir hverjir áhyggjufullir vegna ástandsins. Leikskólinn Rofaborg var barnlaus eftir hádegi en þá var búið að senda öll börn heim vegna verkfallsins. Aðeins var þó tekið á móti hluta barnanna í morgun vegna verkfallsins svo flest barnanna á leikskólanum voru heima allan daginn. „Verkfallið hefur veruleg áhrif á þær níutíu og átta fjölskyldur sem við erum með hérna hjá okkur. Af þrjátíu starfsmönnum sem starfa hér þá eru tuttugu starfsmenn í verkfalli,“ Þórunn Gyða Björnsdóttir leikskólastjóri á leikskólanum Rofaborg. Síðasti fundur samninganefndanna var á föstudaginn í síðustu viku. Til stóð að funda á mánudaginn áður en verkfallið hófst. Af þeim fundi varð ekki. Hjá Ríkissáttasemjara fengust þær upplýsingar í dag að enginn fundur hefði verið boðaður í kjaradeilunni. Ljóst er því að áfram verður verkfall á morgun með tilheyrandi lokunum á leikskólum og skertri þjónustu við skólabörn og aldraða. Þórunn segir slæmt að heyra af því að deiluaðilar séu ekki að funda til að reyna að leysa deiluna. „Það er alveg afleitt að heyra það og líka höfum við áhyggjur af okkar vinnufélögum sem þurfa að vera heima vegna verkfalls. Þetta hefur heldur ekki góð áhrif á þau og þetta er líka afar slæmt fyrir börnin að missa svona úr leikskólanum,“ segir Þórunn. Hún vonast til að boðað verði til samningafundar fljótlega og að deilan leysist. „Deiluaðilar þurfa að ræða saman. Það er alveg forsenda fyrir því að verkfallið leysist að fólk sé að ræða saman,“ segir Þórunn. Guðlaug Erla Gunnarsdóttir er skólastjóri Ingunnarskóla en tveir starfsmenn skólans eru í Eflingu og í verkfalli.Vísir/Guðlaug Skólastjórendur, sem rætt var við í dag, lýstu allir yfir áhyggjum af stöðunni en einn þeirra er Guðlaug Erla Gunnarsdóttir skólastjóri í Ingunnarskóla. „Hjá okkur eru tveir starfsmenn sem eru í Eflingu og þeir starfa báðir í mötuneyti skólans. Þannig að þetta hefur áhrif á þjónustu hvað varðar mat að gera. Bæði fellur niður hafragrautur, þessa daga sem eru verkfallsdagar, sem við bjóðum upp á á morgnana og einnig verðum við að takmarka hvaða árgangar geta borðað hverju sinni. Í dag eru það unglingarnir sem koma með nesti og á morgun eru það bara unglingarnir sem fá að borða og 1. til 7. bekkur kemur með nesti,“ segir Guðlaug Erla. Þá segir Guðlaug Erla að ef verkfallið geti farið að hafa áhrif á kennslu. „Ég hef áhyggjur af stöðunni og ef að verkfallið dregst á langinn þá getur það farið að hafa áhrif á heimilisfræðikennslu af því annar starfsmaðurinn ræstir heimilisfræðistofu og ræstir mötuneytið“ segir Guðlaug Erla. Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir er ein þeirra sem sinnt hefur verkfallsvörslu fyrir Eflingu í dag.Vísir/Baldur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir er ein þeirra sem hefur sinnt verkfallsvörslu fyrir Eflingu í dag. Hún segir verkfallið að mestu leyti hafa farið vel fram. „Það er mjög mikil samstaða. Við höfum bara orðnar varar við eitt verkfallsbrot eins og er en það hefur ekkert verið eitthvað gert viljandi,“ segir Ingibjörg Þóra. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Leikskólastjóri í Reykjavík segir afleitt að ekki séu haldnir samningafundir í kjaradeilu borgarinnar og Eflingar. Deilan bitni á börnunum en á sumum leikskólum voru engin börn hluta af deginum vegna verkfalls Eflingar. Þá eru skólastjórnendur margir hverjir áhyggjufullir vegna ástandsins. Leikskólinn Rofaborg var barnlaus eftir hádegi en þá var búið að senda öll börn heim vegna verkfallsins. Aðeins var þó tekið á móti hluta barnanna í morgun vegna verkfallsins svo flest barnanna á leikskólanum voru heima allan daginn. „Verkfallið hefur veruleg áhrif á þær níutíu og átta fjölskyldur sem við erum með hérna hjá okkur. Af þrjátíu starfsmönnum sem starfa hér þá eru tuttugu starfsmenn í verkfalli,“ Þórunn Gyða Björnsdóttir leikskólastjóri á leikskólanum Rofaborg. Síðasti fundur samninganefndanna var á föstudaginn í síðustu viku. Til stóð að funda á mánudaginn áður en verkfallið hófst. Af þeim fundi varð ekki. Hjá Ríkissáttasemjara fengust þær upplýsingar í dag að enginn fundur hefði verið boðaður í kjaradeilunni. Ljóst er því að áfram verður verkfall á morgun með tilheyrandi lokunum á leikskólum og skertri þjónustu við skólabörn og aldraða. Þórunn segir slæmt að heyra af því að deiluaðilar séu ekki að funda til að reyna að leysa deiluna. „Það er alveg afleitt að heyra það og líka höfum við áhyggjur af okkar vinnufélögum sem þurfa að vera heima vegna verkfalls. Þetta hefur heldur ekki góð áhrif á þau og þetta er líka afar slæmt fyrir börnin að missa svona úr leikskólanum,“ segir Þórunn. Hún vonast til að boðað verði til samningafundar fljótlega og að deilan leysist. „Deiluaðilar þurfa að ræða saman. Það er alveg forsenda fyrir því að verkfallið leysist að fólk sé að ræða saman,“ segir Þórunn. Guðlaug Erla Gunnarsdóttir er skólastjóri Ingunnarskóla en tveir starfsmenn skólans eru í Eflingu og í verkfalli.Vísir/Guðlaug Skólastjórendur, sem rætt var við í dag, lýstu allir yfir áhyggjum af stöðunni en einn þeirra er Guðlaug Erla Gunnarsdóttir skólastjóri í Ingunnarskóla. „Hjá okkur eru tveir starfsmenn sem eru í Eflingu og þeir starfa báðir í mötuneyti skólans. Þannig að þetta hefur áhrif á þjónustu hvað varðar mat að gera. Bæði fellur niður hafragrautur, þessa daga sem eru verkfallsdagar, sem við bjóðum upp á á morgnana og einnig verðum við að takmarka hvaða árgangar geta borðað hverju sinni. Í dag eru það unglingarnir sem koma með nesti og á morgun eru það bara unglingarnir sem fá að borða og 1. til 7. bekkur kemur með nesti,“ segir Guðlaug Erla. Þá segir Guðlaug Erla að ef verkfallið geti farið að hafa áhrif á kennslu. „Ég hef áhyggjur af stöðunni og ef að verkfallið dregst á langinn þá getur það farið að hafa áhrif á heimilisfræðikennslu af því annar starfsmaðurinn ræstir heimilisfræðistofu og ræstir mötuneytið“ segir Guðlaug Erla. Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir er ein þeirra sem sinnt hefur verkfallsvörslu fyrir Eflingu í dag.Vísir/Baldur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir er ein þeirra sem hefur sinnt verkfallsvörslu fyrir Eflingu í dag. Hún segir verkfallið að mestu leyti hafa farið vel fram. „Það er mjög mikil samstaða. Við höfum bara orðnar varar við eitt verkfallsbrot eins og er en það hefur ekkert verið eitthvað gert viljandi,“ segir Ingibjörg Þóra.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira