Umstang að skrapa saman átta milljónum í reiðufé Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. febrúar 2020 13:34 Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja. Vísir/vilhelm Lögregluyfirvöld í Namibíu hafa kyrrsett á ný togarann Heinaste. Björgólfur Jóhansson, settur forstjóri Samherja, telur kyrrsetninguna ekki standast lög og hyggst láta reyna á lögmæti hennar fyrir namibískum dómstólum. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri Heinaste, þurfti að reiða fram átta milljónir króna í sekt fyrir að hafa stundað ólöglegar veiðar í Namibíu. Hann fékk loks vegabréf sitt í hendurnar eftir að namibískur dómari lagði hald á það. Björgólfur segir að Arngrímur sé kominn til Íslands, hann hefði reyndar flogið hingað til lands síðastliðinn fimmtudag. Björgólfur segir Arngrím frelsinu feginn. „Þetta var í raun bara þannig að hann hafði í raun ekki vegabréf þannig að hann gat ekki ferðast en það var ekkert þannig að hann væri undir eftirliti endalaust, held ég að ég megi segja. Sektin var borguð og var gengið frá því bara í réttarsalnum en eins og fram hefur komið þurftum við að reiða það fram í reiðufé í réttinum. Það var dálítið umstang að safna seðlum.“ Björgólfur segir að lögreglan hefði kyrrsett Heinaste á ný þvert á afstöðu dómstóla og að hans mati standist hún ekki namibísk lög. „Þegar Arngríms-málið svokallaða er tekið fyrir er það úrskurðað þannig að það séu ekki forsendur fyrir kyrrsetningu á skipinu og við auðvitað fögnuðum því og töldum það rétta niðurstöðu og héldum áfram að vinna í þeim málum sem lúta að því að koma skipinu til veiða og atvinnu fyrir sjómenn á svæðinu. Lögreglan gerði ekki það sem dómarinn úrskurðaði; það er að afhenda skjöl skipsins sem þeir reyndar tóku. Sú framkvæmd var ekki lögleg að okkar mati,“ segir Björgólfur. Arngrímur Brynjólfsson skipstjóri leiddur fyrir dómara. Myndin er úr safni.Namibian Broadcasting Corporation Björgólfur segir að rökstuðningurinn í málinu sé sá að uppi sé rökstuddur grunur lögreglu um að það sé ætlan Samherja að sigla skipinu frá Namibíu og koma því undan. „Það liggur fyrir að það var og hefur aldrei verið meiningin.“ Björgólfur segir að kyrrsetningin muni ekki koma til með að hafa stórvægileg áhrif á rekstur Samherja. „Það er náttúrulega ljóst að svona fjárfesting eins og eitt stykki skip sem er ekki að afla tekna þá er engin afkoma af því og einfaldlega bara kostnaður þannig að áhrifin eru einhver en þau eru ekki þannig að hún hafi mikil áhrif endilega á rekstur Samherja. Eignarhaldið á skipinu er í félagi sem við eigum reyndar meirihluta í. Rekstrarfélagið um skipið - þar erum við í minnihlutaeigu þannig að þetta hefur einhver áhrif en þau eru ekkert stórkostleg fyrir félagið. Það er vissulega bagalegt að vera með svona öflugt atvinnutæki og hafa ekki möguleika á að nýta það til tekjuöflunar.“ Gætuð þið hugsað ykkur að láta reyna á þetta fyrir dómstólum? „Við munum klárlega gera það, já. Það er í vinnslu.“ Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óvíst hvort namibísku skipverjunum verði sagt upp Fjöldi namibískra skipverja er í óvissu með stöðu sína eftir að Samherji ákvað fara með Skipin Geysi og Sögu frá Namibíu. 4. febrúar 2020 15:15 Heitir því að uppfylla skyldur Samherja gagnvart skipverjum Samherji segist ætla að reyna að halda eins mörgum sjómönnum í Namibíu í vinnu áfram og fyrirtækið geti þrátt fyrir að tvö skip af þremur hafi verið færð úr landi. 6. febrúar 2020 12:35 Arngrímur dæmdur til að greiða milljónasekt í Namibíu Íslenski skipstjórinn stýrði skipum Samherja í namibískri landhelgi um árabil. Hann játaði ólöglegar veiðar og var gerð refsing í dag. 5. febrúar 2020 10:21 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Namibíu hafa kyrrsett á ný togarann Heinaste. Björgólfur Jóhansson, settur forstjóri Samherja, telur kyrrsetninguna ekki standast lög og hyggst láta reyna á lögmæti hennar fyrir namibískum dómstólum. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri Heinaste, þurfti að reiða fram átta milljónir króna í sekt fyrir að hafa stundað ólöglegar veiðar í Namibíu. Hann fékk loks vegabréf sitt í hendurnar eftir að namibískur dómari lagði hald á það. Björgólfur segir að Arngrímur sé kominn til Íslands, hann hefði reyndar flogið hingað til lands síðastliðinn fimmtudag. Björgólfur segir Arngrím frelsinu feginn. „Þetta var í raun bara þannig að hann hafði í raun ekki vegabréf þannig að hann gat ekki ferðast en það var ekkert þannig að hann væri undir eftirliti endalaust, held ég að ég megi segja. Sektin var borguð og var gengið frá því bara í réttarsalnum en eins og fram hefur komið þurftum við að reiða það fram í reiðufé í réttinum. Það var dálítið umstang að safna seðlum.“ Björgólfur segir að lögreglan hefði kyrrsett Heinaste á ný þvert á afstöðu dómstóla og að hans mati standist hún ekki namibísk lög. „Þegar Arngríms-málið svokallaða er tekið fyrir er það úrskurðað þannig að það séu ekki forsendur fyrir kyrrsetningu á skipinu og við auðvitað fögnuðum því og töldum það rétta niðurstöðu og héldum áfram að vinna í þeim málum sem lúta að því að koma skipinu til veiða og atvinnu fyrir sjómenn á svæðinu. Lögreglan gerði ekki það sem dómarinn úrskurðaði; það er að afhenda skjöl skipsins sem þeir reyndar tóku. Sú framkvæmd var ekki lögleg að okkar mati,“ segir Björgólfur. Arngrímur Brynjólfsson skipstjóri leiddur fyrir dómara. Myndin er úr safni.Namibian Broadcasting Corporation Björgólfur segir að rökstuðningurinn í málinu sé sá að uppi sé rökstuddur grunur lögreglu um að það sé ætlan Samherja að sigla skipinu frá Namibíu og koma því undan. „Það liggur fyrir að það var og hefur aldrei verið meiningin.“ Björgólfur segir að kyrrsetningin muni ekki koma til með að hafa stórvægileg áhrif á rekstur Samherja. „Það er náttúrulega ljóst að svona fjárfesting eins og eitt stykki skip sem er ekki að afla tekna þá er engin afkoma af því og einfaldlega bara kostnaður þannig að áhrifin eru einhver en þau eru ekki þannig að hún hafi mikil áhrif endilega á rekstur Samherja. Eignarhaldið á skipinu er í félagi sem við eigum reyndar meirihluta í. Rekstrarfélagið um skipið - þar erum við í minnihlutaeigu þannig að þetta hefur einhver áhrif en þau eru ekkert stórkostleg fyrir félagið. Það er vissulega bagalegt að vera með svona öflugt atvinnutæki og hafa ekki möguleika á að nýta það til tekjuöflunar.“ Gætuð þið hugsað ykkur að láta reyna á þetta fyrir dómstólum? „Við munum klárlega gera það, já. Það er í vinnslu.“
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óvíst hvort namibísku skipverjunum verði sagt upp Fjöldi namibískra skipverja er í óvissu með stöðu sína eftir að Samherji ákvað fara með Skipin Geysi og Sögu frá Namibíu. 4. febrúar 2020 15:15 Heitir því að uppfylla skyldur Samherja gagnvart skipverjum Samherji segist ætla að reyna að halda eins mörgum sjómönnum í Namibíu í vinnu áfram og fyrirtækið geti þrátt fyrir að tvö skip af þremur hafi verið færð úr landi. 6. febrúar 2020 12:35 Arngrímur dæmdur til að greiða milljónasekt í Namibíu Íslenski skipstjórinn stýrði skipum Samherja í namibískri landhelgi um árabil. Hann játaði ólöglegar veiðar og var gerð refsing í dag. 5. febrúar 2020 10:21 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Óvíst hvort namibísku skipverjunum verði sagt upp Fjöldi namibískra skipverja er í óvissu með stöðu sína eftir að Samherji ákvað fara með Skipin Geysi og Sögu frá Namibíu. 4. febrúar 2020 15:15
Heitir því að uppfylla skyldur Samherja gagnvart skipverjum Samherji segist ætla að reyna að halda eins mörgum sjómönnum í Namibíu í vinnu áfram og fyrirtækið geti þrátt fyrir að tvö skip af þremur hafi verið færð úr landi. 6. febrúar 2020 12:35
Arngrímur dæmdur til að greiða milljónasekt í Namibíu Íslenski skipstjórinn stýrði skipum Samherja í namibískri landhelgi um árabil. Hann játaði ólöglegar veiðar og var gerð refsing í dag. 5. febrúar 2020 10:21