Maður vopnaður öxi var handtekinn á lokuðu vinnusvæði í austurhluta Reykjavíkur í morgun.
Í tilkynningu frá lögreglunni segir að tilkynningin hafi borist klukkan 5:39. Var hann einnig vopnaður hnífi og reyndist vera með fíkniefni í fórum sínum. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu.
Ennfremur segir frá því í dagbók lögreglu að tilkynnt hafi verið um fjögur innbrot í morgun – eitt í vesturborginni, annað í austurborginni og það þriðja í Kópavogi en þar hafði bíll húsráðanda einnig verið tekinn. Þá barst einnig tilkynning um innbrot í nýbyggingu í Kópavogi.