Treystu sér ekki til að ala transbarn sitt upp í Eyjum Jakob Bjarnar skrifar 10. febrúar 2020 15:53 Magnús og Dagný segja Eyjar harðkjarnasamfélag og þau vildu ekki hætta á að ala Alex son sinn upp þar. Foreldrar transbarns treystu sér ekki til að ala það upp í því „harðkjarnasamfélagi“ sem Vestmannaeyjar eru. Þetta kom fram í þættinum Transbörn sem eru á dagskrá Stöðvar 2. Alex Grétar Magnússon, sem er transbarn, fæddist drengur í líkama stúlku, ólst upp fyrstu árin í Vestmannaeyjum. Magnús Valgeirsson faðir hans er Eyjamaður í húð og hár og Dagný Sjöfn Guðmundsdóttir hafði búið þar í áratugi. Fjölskyldan ber sterkar taugar til Eyja, en tók engu að síður ákvörðun um að flytja. Fyrir son sinn. Eyjar ekki staður fyrir transbarn að alast upp í „Við erum náttúrlega búin að búa alla okkar tíð í Eyjum. Það er svolítið svona, harðkjarnasamfélag. Og mig langaði ekki til þess að hann myndi alast upp alla sína hunds- og kattartíð þar. Þó að það sé mjög gott að vera þar,“ segir Magnús. Dagný bætir því við að þau hafi í það minnsta ekki viljað „taka sénsinn,“ eins og hún orðar það. „Okkur fannst það ekki vera staðurinn fyrir börn sem eru aðeins öðruvísi. Þannig að þarna tókum við ákvörðun um að flytja bara,“ segir Magnús. Þau fluttu til Njarðvíkur. Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og hún segir í samtali við Vísi að hún hafi tekið eftir þessu þegar hún horfði á þáttinn. Og fundist leitt að heyra. „Mér fannst ekki gaman að heyra þetta en ég tók þetta samt ekki nærri mér,“ segir Íris. Hún þekkir bæði Magnús og Dagnýju ágætlega og segist virða þeirra ákvörðun og efist ekki um að þau hafi tekið hana með velferð barns síns í huga. Finnst leitt að heyra þetta „Að sjálfsögðu. Og ekki mitt að meta. En, það eru fjögur ár síðan þau fluttu og samfélagið hefur breyst ótrúlega mikið,“ segir Íris en vill þó taka fram að hún sé ekki endilega með því að segja að samfélagið hafi verið þetta harðkjarnasamfélag sem Magnús segir. Gegnsýrt eineltistilburðum. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Eyjum segir að sér hafi þótt leitt að heyra af því að foreldar Alex hafi ekki treyst sér til að ala drenginn upp í Eyjum. En hún virði að sjálfsögðu ákvörðun þeirra. „En, mér fannst leiðinlegt að heyra þetta. Fólk tekur aldrei svona ákvarðanir léttvægt. Ég er viss um að það hefur kosti og galla að búa í litlum samfélögum. Ég veit hversu dásamleg þau bæði eru og þau hafa tekið þessa ákvörðun með hag barnsins fyrir brjósti að vel athugðu máli.“ Íris fylgdist með þættinum í gær eins og áður sagði og segir þau hafa komið einstaklega vel fyrir þar. „Þau voru flott í gær og það lýsir miklu hugrekki hjá þessu fólki öllu að standa svona upp,“ segir bæjarstjórinn. Og hefur það meðal annars til marks um að samfélagið allt sé að breytast mikið, sem betur fer og þá í átt til aukins umburðarlyndis og fordómaleysis. Bíó og sjónvarp Börn og uppeldi Heilbrigðismál Hinsegin Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Trans börn í heild sinni: Alex Grétar og Gabríela María Fyrsti þáttur af Trans börn er kominn í heild sinni inn á Vísi. 10. febrúar 2020 14:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Foreldrar transbarns treystu sér ekki til að ala það upp í því „harðkjarnasamfélagi“ sem Vestmannaeyjar eru. Þetta kom fram í þættinum Transbörn sem eru á dagskrá Stöðvar 2. Alex Grétar Magnússon, sem er transbarn, fæddist drengur í líkama stúlku, ólst upp fyrstu árin í Vestmannaeyjum. Magnús Valgeirsson faðir hans er Eyjamaður í húð og hár og Dagný Sjöfn Guðmundsdóttir hafði búið þar í áratugi. Fjölskyldan ber sterkar taugar til Eyja, en tók engu að síður ákvörðun um að flytja. Fyrir son sinn. Eyjar ekki staður fyrir transbarn að alast upp í „Við erum náttúrlega búin að búa alla okkar tíð í Eyjum. Það er svolítið svona, harðkjarnasamfélag. Og mig langaði ekki til þess að hann myndi alast upp alla sína hunds- og kattartíð þar. Þó að það sé mjög gott að vera þar,“ segir Magnús. Dagný bætir því við að þau hafi í það minnsta ekki viljað „taka sénsinn,“ eins og hún orðar það. „Okkur fannst það ekki vera staðurinn fyrir börn sem eru aðeins öðruvísi. Þannig að þarna tókum við ákvörðun um að flytja bara,“ segir Magnús. Þau fluttu til Njarðvíkur. Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og hún segir í samtali við Vísi að hún hafi tekið eftir þessu þegar hún horfði á þáttinn. Og fundist leitt að heyra. „Mér fannst ekki gaman að heyra þetta en ég tók þetta samt ekki nærri mér,“ segir Íris. Hún þekkir bæði Magnús og Dagnýju ágætlega og segist virða þeirra ákvörðun og efist ekki um að þau hafi tekið hana með velferð barns síns í huga. Finnst leitt að heyra þetta „Að sjálfsögðu. Og ekki mitt að meta. En, það eru fjögur ár síðan þau fluttu og samfélagið hefur breyst ótrúlega mikið,“ segir Íris en vill þó taka fram að hún sé ekki endilega með því að segja að samfélagið hafi verið þetta harðkjarnasamfélag sem Magnús segir. Gegnsýrt eineltistilburðum. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Eyjum segir að sér hafi þótt leitt að heyra af því að foreldar Alex hafi ekki treyst sér til að ala drenginn upp í Eyjum. En hún virði að sjálfsögðu ákvörðun þeirra. „En, mér fannst leiðinlegt að heyra þetta. Fólk tekur aldrei svona ákvarðanir léttvægt. Ég er viss um að það hefur kosti og galla að búa í litlum samfélögum. Ég veit hversu dásamleg þau bæði eru og þau hafa tekið þessa ákvörðun með hag barnsins fyrir brjósti að vel athugðu máli.“ Íris fylgdist með þættinum í gær eins og áður sagði og segir þau hafa komið einstaklega vel fyrir þar. „Þau voru flott í gær og það lýsir miklu hugrekki hjá þessu fólki öllu að standa svona upp,“ segir bæjarstjórinn. Og hefur það meðal annars til marks um að samfélagið allt sé að breytast mikið, sem betur fer og þá í átt til aukins umburðarlyndis og fordómaleysis.
Bíó og sjónvarp Börn og uppeldi Heilbrigðismál Hinsegin Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Trans börn í heild sinni: Alex Grétar og Gabríela María Fyrsti þáttur af Trans börn er kominn í heild sinni inn á Vísi. 10. febrúar 2020 14:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Trans börn í heild sinni: Alex Grétar og Gabríela María Fyrsti þáttur af Trans börn er kominn í heild sinni inn á Vísi. 10. febrúar 2020 14:00