Tvö ný sýni vegna Wuhan-veirunnar reyndust neikvæð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 12:30 Enn hefur enginn greinst með Wuhan-veiruna hér á landi. vísir/hanna Tvö ný sýni vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu voru prófuð um helgina á sýkingavarnadeild Landspítalans. Sýnin reyndust neikvæð og því er staðan óbreytt hér á landi þar sem enginn hefur smitast af veirunni. Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu almannavarna vegna veirunnar. Alls hafa tólf verið prófaðir hér á landi sem voru á ferðalagi í Kína. Veiran, sem er ný tegund kórónaveiru, á uppruna sinn í kínversku borginni Wuhan. Þar fór fólk að veikjast vegna hennar í desember síðastliðnum. Síðan þá hafa yfir 40 þúsund manns greinst með veiruna, langflestir í Kína, og yfir 900 látist, einnig langflestir í Kína. Veiran hefur meðal annars greinst í Frakklandi, Svíþjóð, Bretlandi og Þýskalandi auk þess sem hún hefur komið upp í mörgum nágrannaríkjum Kína. Í stöðuskýrslu almannavarna kemur fram að tólf einstaklingar hafi nú verið rannsakaðir hér á landi með tilliti til veirunnar. Samkvæmt áhættumati fyrir veiruna sem framkvæmt er af Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins er hættan á slæmum faraldri í löndum Evrópu talin lítil. Þá er ekki mælt með því að beita aðgangstakmörkunum og hefta för einstaklinga milli landa að því er fram kemur í stöðuskýrslunni: „Eins og kom fram í stöðuskýrslu almannavarna sl. föstudag, var tekin ákvörðun um að yfirvöld á Keflavíkurflugvelli í samvinnu almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kanni möguleg úrræði til að lágmarka áhættuna á því að veiran berist hingað til lands. Sú vinna er hafin en í því sambandi þarf að skoða tæknilegar, faglegar og lagalegar hliðar. Reynsla annarra þjóða af slíku eftirliti og aðgerðum verður einnig til skoðunar.“ Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kínversk stjórnvöld hyggjast verja tíu milljörðum dala í baráttu gegn veirunni Kínverska fjármálaráðuneytið gaf út í dag að þarlend stjórnvöld muni ráðstafa alls 10,26 milljörðum Bandaríkjadala, eða hátt í 1.300 milljörðum íslenskra króna, til að hamla frekari útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 9. febrúar 2020 15:45 Útbreiðsla Wuhan-veirunnar „alvarleg ógn“ við lýðheilsu í Bretlandi Breska ríkisstjórnin hefur lýst útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu sem "alvarlegri ógn við lýðheilsu“ í landinu. Með því að lýsa þessu yfir geta stjórnvöld gripið til harðari aðgerða gegn veirunni en áður. 10. febrúar 2020 10:30 Fengu loks að yfirgefa skipið eftir fjóra daga Um 3.600 farþegum og áhafnarmeðlimum skemmtiferðaskipsins World Dream var í dag loks leyft að fara frá borði eftir að hafa verið í fjögurra daga löngu sóttkví fyrir utan strendur Hong Kong. 9. febrúar 2020 21:15 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira
Tvö ný sýni vegna Wuhan-veirunnar svokölluðu voru prófuð um helgina á sýkingavarnadeild Landspítalans. Sýnin reyndust neikvæð og því er staðan óbreytt hér á landi þar sem enginn hefur smitast af veirunni. Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu almannavarna vegna veirunnar. Alls hafa tólf verið prófaðir hér á landi sem voru á ferðalagi í Kína. Veiran, sem er ný tegund kórónaveiru, á uppruna sinn í kínversku borginni Wuhan. Þar fór fólk að veikjast vegna hennar í desember síðastliðnum. Síðan þá hafa yfir 40 þúsund manns greinst með veiruna, langflestir í Kína, og yfir 900 látist, einnig langflestir í Kína. Veiran hefur meðal annars greinst í Frakklandi, Svíþjóð, Bretlandi og Þýskalandi auk þess sem hún hefur komið upp í mörgum nágrannaríkjum Kína. Í stöðuskýrslu almannavarna kemur fram að tólf einstaklingar hafi nú verið rannsakaðir hér á landi með tilliti til veirunnar. Samkvæmt áhættumati fyrir veiruna sem framkvæmt er af Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins er hættan á slæmum faraldri í löndum Evrópu talin lítil. Þá er ekki mælt með því að beita aðgangstakmörkunum og hefta för einstaklinga milli landa að því er fram kemur í stöðuskýrslunni: „Eins og kom fram í stöðuskýrslu almannavarna sl. föstudag, var tekin ákvörðun um að yfirvöld á Keflavíkurflugvelli í samvinnu almannavarnadeild ríkislögreglustjóra kanni möguleg úrræði til að lágmarka áhættuna á því að veiran berist hingað til lands. Sú vinna er hafin en í því sambandi þarf að skoða tæknilegar, faglegar og lagalegar hliðar. Reynsla annarra þjóða af slíku eftirliti og aðgerðum verður einnig til skoðunar.“
Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kínversk stjórnvöld hyggjast verja tíu milljörðum dala í baráttu gegn veirunni Kínverska fjármálaráðuneytið gaf út í dag að þarlend stjórnvöld muni ráðstafa alls 10,26 milljörðum Bandaríkjadala, eða hátt í 1.300 milljörðum íslenskra króna, til að hamla frekari útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 9. febrúar 2020 15:45 Útbreiðsla Wuhan-veirunnar „alvarleg ógn“ við lýðheilsu í Bretlandi Breska ríkisstjórnin hefur lýst útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu sem "alvarlegri ógn við lýðheilsu“ í landinu. Með því að lýsa þessu yfir geta stjórnvöld gripið til harðari aðgerða gegn veirunni en áður. 10. febrúar 2020 10:30 Fengu loks að yfirgefa skipið eftir fjóra daga Um 3.600 farþegum og áhafnarmeðlimum skemmtiferðaskipsins World Dream var í dag loks leyft að fara frá borði eftir að hafa verið í fjögurra daga löngu sóttkví fyrir utan strendur Hong Kong. 9. febrúar 2020 21:15 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira
Kínversk stjórnvöld hyggjast verja tíu milljörðum dala í baráttu gegn veirunni Kínverska fjármálaráðuneytið gaf út í dag að þarlend stjórnvöld muni ráðstafa alls 10,26 milljörðum Bandaríkjadala, eða hátt í 1.300 milljörðum íslenskra króna, til að hamla frekari útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar. 9. febrúar 2020 15:45
Útbreiðsla Wuhan-veirunnar „alvarleg ógn“ við lýðheilsu í Bretlandi Breska ríkisstjórnin hefur lýst útbreiðslu Wuhan-veirunnar svokölluðu sem "alvarlegri ógn við lýðheilsu“ í landinu. Með því að lýsa þessu yfir geta stjórnvöld gripið til harðari aðgerða gegn veirunni en áður. 10. febrúar 2020 10:30
Fengu loks að yfirgefa skipið eftir fjóra daga Um 3.600 farþegum og áhafnarmeðlimum skemmtiferðaskipsins World Dream var í dag loks leyft að fara frá borði eftir að hafa verið í fjögurra daga löngu sóttkví fyrir utan strendur Hong Kong. 9. febrúar 2020 21:15