Ekkert sýni reynst jákvætt Andri Eysteinsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 29. febrúar 2020 16:47 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Ekkert þeirra sýna sem rannsökuð hafa verið eftir að íslenskur karlmaður greindist með kórónuveiruna í gær hefur reynst jákvætt fyrir veirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra. „Engin fleiri staðfest tilvik af vírusnum eru gríðarlega góðar fréttir fyrir okkur. Það voru tekin sýni úr fólki sem hefur verið í miklum samskiptum við þann sem var með jákvætt sýni,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu.Neikvæð svör við prófunum á sýnum þýðir þó ekki endilega að fólk sleppi við að sitja í sóttkví að sögn Víðis. „Við viljum halda fólki áfram í sóttkví í fjórtán daga þrátt fyrir að sýnin hafi reynst neikvæð.“ Fólk sé því enn í sóttkví og hefur heilsugæslan verið í sambandi við aðila í sóttkví. Eftir að upp komst um smitið hófst umfangsmikil vinna af hálfu sóttvarnalæknis, ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að rekja mögulegar smitleiðir. Sú vinna leiddi til þess að 49 manns var ráðlagt að fara í sóttkví. Í dag eru því 81 einstaklingur í sóttkví á landinu öllu. Veróna er í ítalska héraðinu Venetó.Grafík Nú síðdegis er von á leiguflugvél frá Veróna. Borg á Ítalíu sem er innan áhættusvæðis en um er að ræða eina beina flugið frá slíku svæði. Víðir segir viðbúnaðinn vera nokkurn fyrir komu vélarinnar. Um borð eru 180 Íslendingar. „Þegar vélin lendir fá allir útprentaðar upplýsingar, við erum með lögreglumenn og heilbrigðisstarfsmenn sem munu taka á móti farþegunum. Farþegarnir fara í rútu úr vélinni og munu fara inn í Leifsstöð í gegnum sérinngang svo þau þurfi ekki að vera innan um annað fólk,“ segir Víðir. Farþegarnir frá Veróna þurfa hins vegar að ganga í gegnum töskusal flugstöðvarinnar líkt og aðrir en Víðir segir enga ástæðu til að óttast smit í salnum. „Þau hafa fengið leiðbeiningar um að forðast annað fólk sem mest en það að vera í töskusalnum með smituðum einstakling þýðir ekki að allir þar inni muni smitast.“ Þeir farþegar sem dvalið hafa á hættusvæðunum fjórum, Langbarðalandi, Venetó, Emilía-Rómanja og Fjallalandi, þar sem mest hætta er á smiti fara í fjórtán daga sóttkví og hafi fengið fyrirmæli um að forðast annað fólk eftir bestu getu á leið sinni heim. Höldum umræðunni skynsamlegri „Allir sem hafa verið nálægt honum, og hafa verið prófuð, hafa ekki reynst smituð. Langsótt tengsl eru ekki líkleg til að hafa smitað. Auðvitað viljum við að fólk leiti sér upplýsinga en við verðum að halda umræðunni skynsamlegri. Leitum í fjölmiðlana sem eru að fjalla faglega um málin en ef þú ert í vafa þá hringir þú í 1700,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Í tilkynningu frá almannavarnadeild og sóttvarnalæknir lýsa yfir áhyggjum vegna yfirstandandi og yfirvofandi verkföllum. Þetta eru aðgerðir sem geta haft áhrif á viðkvæmustu hópa samfélagsins eins og fólk á hjúkrunarheimilum. Þá getur takmörkuð sorphirða jafnframt dregið úr áhrifamætti sóttvarnaaðgerða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hóteli á Rauðarárstíg breytt í sóttkví Ákveðið hefur verið að nýta hótel á Rauðarárstíg sem sóttkví fyrir þau sem mögulega smituð eru af kórónuveirunni. Gestum hótelsins var tilkynnt þetta í morgun og voru þeir fluttir á annað hótel í nágrenninu. Forstjóri Sjúkratrygginga segir ekkert smit hafa komið upp, aðeins sé um varúðarúrræði að ræða. 29. febrúar 2020 12:01 Samstarfsfólk hins smitaða gagnrýnir seinagang yfirvalda Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna í gær hafði mætt í vinnu í tvo og hálfan dag áður en hann fór slappur heim á miðvikudag. 29. febrúar 2020 12:45 49 í sóttkví eftir að smitið var staðfest Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir mikilvægt að líf almennings raskist ekki um of, þrátt fyrir hættustig vegna COVID-19. 29. febrúar 2020 11:16 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Ekkert þeirra sýna sem rannsökuð hafa verið eftir að íslenskur karlmaður greindist með kórónuveiruna í gær hefur reynst jákvætt fyrir veirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra. „Engin fleiri staðfest tilvik af vírusnum eru gríðarlega góðar fréttir fyrir okkur. Það voru tekin sýni úr fólki sem hefur verið í miklum samskiptum við þann sem var með jákvætt sýni,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu.Neikvæð svör við prófunum á sýnum þýðir þó ekki endilega að fólk sleppi við að sitja í sóttkví að sögn Víðis. „Við viljum halda fólki áfram í sóttkví í fjórtán daga þrátt fyrir að sýnin hafi reynst neikvæð.“ Fólk sé því enn í sóttkví og hefur heilsugæslan verið í sambandi við aðila í sóttkví. Eftir að upp komst um smitið hófst umfangsmikil vinna af hálfu sóttvarnalæknis, ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að rekja mögulegar smitleiðir. Sú vinna leiddi til þess að 49 manns var ráðlagt að fara í sóttkví. Í dag eru því 81 einstaklingur í sóttkví á landinu öllu. Veróna er í ítalska héraðinu Venetó.Grafík Nú síðdegis er von á leiguflugvél frá Veróna. Borg á Ítalíu sem er innan áhættusvæðis en um er að ræða eina beina flugið frá slíku svæði. Víðir segir viðbúnaðinn vera nokkurn fyrir komu vélarinnar. Um borð eru 180 Íslendingar. „Þegar vélin lendir fá allir útprentaðar upplýsingar, við erum með lögreglumenn og heilbrigðisstarfsmenn sem munu taka á móti farþegunum. Farþegarnir fara í rútu úr vélinni og munu fara inn í Leifsstöð í gegnum sérinngang svo þau þurfi ekki að vera innan um annað fólk,“ segir Víðir. Farþegarnir frá Veróna þurfa hins vegar að ganga í gegnum töskusal flugstöðvarinnar líkt og aðrir en Víðir segir enga ástæðu til að óttast smit í salnum. „Þau hafa fengið leiðbeiningar um að forðast annað fólk sem mest en það að vera í töskusalnum með smituðum einstakling þýðir ekki að allir þar inni muni smitast.“ Þeir farþegar sem dvalið hafa á hættusvæðunum fjórum, Langbarðalandi, Venetó, Emilía-Rómanja og Fjallalandi, þar sem mest hætta er á smiti fara í fjórtán daga sóttkví og hafi fengið fyrirmæli um að forðast annað fólk eftir bestu getu á leið sinni heim. Höldum umræðunni skynsamlegri „Allir sem hafa verið nálægt honum, og hafa verið prófuð, hafa ekki reynst smituð. Langsótt tengsl eru ekki líkleg til að hafa smitað. Auðvitað viljum við að fólk leiti sér upplýsinga en við verðum að halda umræðunni skynsamlegri. Leitum í fjölmiðlana sem eru að fjalla faglega um málin en ef þú ert í vafa þá hringir þú í 1700,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra. Í tilkynningu frá almannavarnadeild og sóttvarnalæknir lýsa yfir áhyggjum vegna yfirstandandi og yfirvofandi verkföllum. Þetta eru aðgerðir sem geta haft áhrif á viðkvæmustu hópa samfélagsins eins og fólk á hjúkrunarheimilum. Þá getur takmörkuð sorphirða jafnframt dregið úr áhrifamætti sóttvarnaaðgerða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Hóteli á Rauðarárstíg breytt í sóttkví Ákveðið hefur verið að nýta hótel á Rauðarárstíg sem sóttkví fyrir þau sem mögulega smituð eru af kórónuveirunni. Gestum hótelsins var tilkynnt þetta í morgun og voru þeir fluttir á annað hótel í nágrenninu. Forstjóri Sjúkratrygginga segir ekkert smit hafa komið upp, aðeins sé um varúðarúrræði að ræða. 29. febrúar 2020 12:01 Samstarfsfólk hins smitaða gagnrýnir seinagang yfirvalda Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna í gær hafði mætt í vinnu í tvo og hálfan dag áður en hann fór slappur heim á miðvikudag. 29. febrúar 2020 12:45 49 í sóttkví eftir að smitið var staðfest Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir mikilvægt að líf almennings raskist ekki um of, þrátt fyrir hættustig vegna COVID-19. 29. febrúar 2020 11:16 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Hóteli á Rauðarárstíg breytt í sóttkví Ákveðið hefur verið að nýta hótel á Rauðarárstíg sem sóttkví fyrir þau sem mögulega smituð eru af kórónuveirunni. Gestum hótelsins var tilkynnt þetta í morgun og voru þeir fluttir á annað hótel í nágrenninu. Forstjóri Sjúkratrygginga segir ekkert smit hafa komið upp, aðeins sé um varúðarúrræði að ræða. 29. febrúar 2020 12:01
Samstarfsfólk hins smitaða gagnrýnir seinagang yfirvalda Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna í gær hafði mætt í vinnu í tvo og hálfan dag áður en hann fór slappur heim á miðvikudag. 29. febrúar 2020 12:45
49 í sóttkví eftir að smitið var staðfest Yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir mikilvægt að líf almennings raskist ekki um of, þrátt fyrir hættustig vegna COVID-19. 29. febrúar 2020 11:16