15 ára að brjótast inn í aðallið Dortmund Ísak Hallmundarson skrifar 29. febrúar 2020 12:15 Moukoko í leik með undir 19 ára-liði Dortmund. vísir/getty Lucien Favre, þjálfari Borussia Dortmund, hefur sagt að liðið sé að búa sig undir það að hleypa Youssoufa Moukoko í aðallið félagsins. Það sem er merkilegt við það er að Moukoko er fæddur árið 2004 og er því einungis 15 ára gamall! Moukoko er sannkallað undrabarn og byrjaði að spila með undir 17 ára-liði Dortmund aðeins 12 ára gamall. Í byrjun yfirstandandi leiktíðar var hann færður upp í U-19 ára liðið og hefur farið á kostum þar. Hann er með 35 mörk í 26 leikjum á þessu tímabili og var nýlega valinn í U-19 ára landslið Þýskalands. Það er þó ekki fyrr en hann verður 16 ára í nóvember næstkomandi sem hann má æfa með aðalliði Dortmund. Hann þyrfti hinsvegar sérstaka undanþágu til að fá að spila í þýsku úrvalsdeildinni þá, en núverandi reglur kveða á um að leikmenn yngri en 17 ára megi ekki spila í deildinni. Til stendur þó að kjósa um hvort leikmenn yngri en 17 ára megi spila með aðalliði félags síns. Sú kosning fer fram í mars og hafa öll líð í efstu- og næstefstu deild á Þýskalandi atkvæðisrétt. ,,Við erum með áætlun varðandi hann (Moukoko) en ég get ekki sagt nákvæmlega til um hvenær hann kemur inn í liðið,‘‘ sagði Favre. ,,Mögulega í mars ef allt gengur upp.‘‘ Hæfileikar Moukoko eru mögulega einsdæmi í sögunni, hann skoraði 90 mörk í 56 leikjum fyrir U-17 lið Dortmund og þreytti landsliðsfrumraun sína einungis 12 ára, 9 mánaða og 22 daga gamall fyrir undir 16 ára-landslið Þýskalands. Yfirmaður unglingastarfs Dortmund, Lars Ricken, telur stóra skrefið upp í aðalliðið eðlilegt fyrir leikmann með þá hæfileika sem Moukoko býr yfir. ,,Við erum ekki að reyna að slá nein met. Þetta snýst um að gefa Youssoufa möguleikann á að spila í úrvalsdeildinni 16 ára gamall. Á þremur árum með U-17 og U-19 liðum Dortmund hefur hann skorað 120-130 mörk. Það er því eðlilega næsta skref að hann fái að spila á hæsta stigi fótboltans. Við viljum samt ekki að of miklar væntingar verði íþyngjandi fyrir hann,'' sagði Ricken. Þá hefur Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, sýnt drengnum áhuga, en segir að hann þurfi að fá að þroskast í friði. ,,Það er auðvitað mjög gaman að heyra þetta og þetta gerir mann stoltan, en það er enn langt í land, allt er hægt,‘‘ sagði Moukoko á Instagram. Það verður áhugavert að fylgjast með þróun þessa undrabarns í framtíðinni, hér gæti verið á ferðinni verðandi besti fótboltamaður heims. Þýski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Lucien Favre, þjálfari Borussia Dortmund, hefur sagt að liðið sé að búa sig undir það að hleypa Youssoufa Moukoko í aðallið félagsins. Það sem er merkilegt við það er að Moukoko er fæddur árið 2004 og er því einungis 15 ára gamall! Moukoko er sannkallað undrabarn og byrjaði að spila með undir 17 ára-liði Dortmund aðeins 12 ára gamall. Í byrjun yfirstandandi leiktíðar var hann færður upp í U-19 ára liðið og hefur farið á kostum þar. Hann er með 35 mörk í 26 leikjum á þessu tímabili og var nýlega valinn í U-19 ára landslið Þýskalands. Það er þó ekki fyrr en hann verður 16 ára í nóvember næstkomandi sem hann má æfa með aðalliði Dortmund. Hann þyrfti hinsvegar sérstaka undanþágu til að fá að spila í þýsku úrvalsdeildinni þá, en núverandi reglur kveða á um að leikmenn yngri en 17 ára megi ekki spila í deildinni. Til stendur þó að kjósa um hvort leikmenn yngri en 17 ára megi spila með aðalliði félags síns. Sú kosning fer fram í mars og hafa öll líð í efstu- og næstefstu deild á Þýskalandi atkvæðisrétt. ,,Við erum með áætlun varðandi hann (Moukoko) en ég get ekki sagt nákvæmlega til um hvenær hann kemur inn í liðið,‘‘ sagði Favre. ,,Mögulega í mars ef allt gengur upp.‘‘ Hæfileikar Moukoko eru mögulega einsdæmi í sögunni, hann skoraði 90 mörk í 56 leikjum fyrir U-17 lið Dortmund og þreytti landsliðsfrumraun sína einungis 12 ára, 9 mánaða og 22 daga gamall fyrir undir 16 ára-landslið Þýskalands. Yfirmaður unglingastarfs Dortmund, Lars Ricken, telur stóra skrefið upp í aðalliðið eðlilegt fyrir leikmann með þá hæfileika sem Moukoko býr yfir. ,,Við erum ekki að reyna að slá nein met. Þetta snýst um að gefa Youssoufa möguleikann á að spila í úrvalsdeildinni 16 ára gamall. Á þremur árum með U-17 og U-19 liðum Dortmund hefur hann skorað 120-130 mörk. Það er því eðlilega næsta skref að hann fái að spila á hæsta stigi fótboltans. Við viljum samt ekki að of miklar væntingar verði íþyngjandi fyrir hann,'' sagði Ricken. Þá hefur Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, sýnt drengnum áhuga, en segir að hann þurfi að fá að þroskast í friði. ,,Það er auðvitað mjög gaman að heyra þetta og þetta gerir mann stoltan, en það er enn langt í land, allt er hægt,‘‘ sagði Moukoko á Instagram. Það verður áhugavert að fylgjast með þróun þessa undrabarns í framtíðinni, hér gæti verið á ferðinni verðandi besti fótboltamaður heims.
Þýski boltinn Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira