Sjávarútvegsráðherra sagði af sér vegna starfslokagreiðslu Kristján Már Unnarsson skrifar 29. febrúar 2020 08:44 Geir Inge Sivertsen, 54 ára, staddur við norska sendiráðið í London, baðst lausnar í gær sem sjávarútvegsráðherra Noregs. Regjeringen.no/Nærings- og fiskeridepartementet Sjávarútvegsráðherra Noregs, Geir Inge Sivertsen, baðst í gær lausnar frá ráðherraembætti, eftir aðeins einn mánuð í starfi. Ástæðan er sú að hann sóttist eftir og þáði starfslokagreiðslu í einn og hálfan mánuð sem fráfarandi bæjarstjóri eftir að hann var kominn á full laun hjá norska ríkinu. Geir Inge stýrði áður sveitarfélaginu Lenvik í Troms í Norður-Noregi. Um áramót var það lagt niður og sameinað nýju sveitarfélagi. Þann 4. nóvember tók hann við starfi sem pólitískur ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneyti Noregs. Hann varð svo óvænt sjávarútvegsráðherra fyrir Hægri flokkinn þann 24. janúar við uppstokkun í ríkisstjórninni við brotthvarf Framfaraflokksins. Sjávarútvegsráðherrann Geir Inge í heimsókn í sjávarbyggðum Lofoten í Norður-Noregi. Hann var aðeins einn mánuð í starfi.Regjeringen.no/Nærings- og fiskeridepartementet Sem fráfarandi bæjarstjóri fór hann fram á og fékk greidd eftirlaun sem nam einum og hálfum mánaðarlaunum, andvirði 1,6 milljóna íslenskra króna. Á sama tíma var hann kominn á launaskrá norska ríkisins með um 1,1 milljón íslenskra króna í mánaðarlaun sem ráðuneytisstjóri. Þar með var hann kominn á tvöföld laun, en norska Dagbladet fór fremst fjölmiðla í að fletta ofan af hneykslinu. Samkvæmt reglum norskra sveitarfélaga eiga menn ekki rétt á slíkum starfslokagreiðslum fari þeir í annað starf hjá hinu opinbera. Í slíkum tilvikum eiga þeir aðeins rétt á að fá greiddan mismuninn, sé hann einhver, á eftirlaunum og launum fyrir nýja starfið. Mótbárur sjávarútvegsráðherrans, um að hann hefði í raun gegnt tveimur störfum samtímis, bæjarstjórastarfinu og ráðuneytisstjórastarfinu, dugðu honum ekki, né ákvörðun hans um endurgreiðslu eftirlaunanna. Hann neyddist í gær til að ganga á fund Ernu Solberg forsætisráðherra til að biðjast lausnar. Einn stjórnarandstöðuflokkanna, SV, Sosialistisk Venstreparti, hafði sama dag lagt fram vantrauststillögu gegn ráðherranum. Noregur Tengdar fréttir Norska stjórnin er sprungin Stjórn Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs er sprungin. Þetta varð ljóst eftir að tilkynnt var að Framfaraflokkurinn hafði ákveðið að ganga út úr stjórnarsamstarfinu. 20. janúar 2020 13:01 Solberg kynnti nýja ríkisstjórn sína Verulega er stokkað upp í ríkisstjórninni en fylla þurfti í skarð ráðherra úr röðum Framfaraflokksins eftir að flokkurinn ákvað að hverfa úr ríkisstjórn. 24. janúar 2020 11:05 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra Noregs, Geir Inge Sivertsen, baðst í gær lausnar frá ráðherraembætti, eftir aðeins einn mánuð í starfi. Ástæðan er sú að hann sóttist eftir og þáði starfslokagreiðslu í einn og hálfan mánuð sem fráfarandi bæjarstjóri eftir að hann var kominn á full laun hjá norska ríkinu. Geir Inge stýrði áður sveitarfélaginu Lenvik í Troms í Norður-Noregi. Um áramót var það lagt niður og sameinað nýju sveitarfélagi. Þann 4. nóvember tók hann við starfi sem pólitískur ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneyti Noregs. Hann varð svo óvænt sjávarútvegsráðherra fyrir Hægri flokkinn þann 24. janúar við uppstokkun í ríkisstjórninni við brotthvarf Framfaraflokksins. Sjávarútvegsráðherrann Geir Inge í heimsókn í sjávarbyggðum Lofoten í Norður-Noregi. Hann var aðeins einn mánuð í starfi.Regjeringen.no/Nærings- og fiskeridepartementet Sem fráfarandi bæjarstjóri fór hann fram á og fékk greidd eftirlaun sem nam einum og hálfum mánaðarlaunum, andvirði 1,6 milljóna íslenskra króna. Á sama tíma var hann kominn á launaskrá norska ríkisins með um 1,1 milljón íslenskra króna í mánaðarlaun sem ráðuneytisstjóri. Þar með var hann kominn á tvöföld laun, en norska Dagbladet fór fremst fjölmiðla í að fletta ofan af hneykslinu. Samkvæmt reglum norskra sveitarfélaga eiga menn ekki rétt á slíkum starfslokagreiðslum fari þeir í annað starf hjá hinu opinbera. Í slíkum tilvikum eiga þeir aðeins rétt á að fá greiddan mismuninn, sé hann einhver, á eftirlaunum og launum fyrir nýja starfið. Mótbárur sjávarútvegsráðherrans, um að hann hefði í raun gegnt tveimur störfum samtímis, bæjarstjórastarfinu og ráðuneytisstjórastarfinu, dugðu honum ekki, né ákvörðun hans um endurgreiðslu eftirlaunanna. Hann neyddist í gær til að ganga á fund Ernu Solberg forsætisráðherra til að biðjast lausnar. Einn stjórnarandstöðuflokkanna, SV, Sosialistisk Venstreparti, hafði sama dag lagt fram vantrauststillögu gegn ráðherranum.
Noregur Tengdar fréttir Norska stjórnin er sprungin Stjórn Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs er sprungin. Þetta varð ljóst eftir að tilkynnt var að Framfaraflokkurinn hafði ákveðið að ganga út úr stjórnarsamstarfinu. 20. janúar 2020 13:01 Solberg kynnti nýja ríkisstjórn sína Verulega er stokkað upp í ríkisstjórninni en fylla þurfti í skarð ráðherra úr röðum Framfaraflokksins eftir að flokkurinn ákvað að hverfa úr ríkisstjórn. 24. janúar 2020 11:05 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
Norska stjórnin er sprungin Stjórn Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs er sprungin. Þetta varð ljóst eftir að tilkynnt var að Framfaraflokkurinn hafði ákveðið að ganga út úr stjórnarsamstarfinu. 20. janúar 2020 13:01
Solberg kynnti nýja ríkisstjórn sína Verulega er stokkað upp í ríkisstjórninni en fylla þurfti í skarð ráðherra úr röðum Framfaraflokksins eftir að flokkurinn ákvað að hverfa úr ríkisstjórn. 24. janúar 2020 11:05