Dagur, stattu við orð þín Viðar Þorsteinsson skrifar 28. febrúar 2020 15:35 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri bauðst nýlega í Kastljóssviðtali til að hækka grunnlaun almennra leikskólastarfsmanna í Eflingu hjá borginni um 110 þúsund krónur eða 20 þúsund umfram Lífskjarasamninginn. Sams konar tilboð var kynnt á vef borgarinnar degi síðar undir fyrirsögninni „Tilboð Reykjavíkurborgar fyrir starfsfólk hjá Eflingu.“ Þar segir: „Grunnlaunin hækka um 110.000 krónur, úr 311.000 krónum í 421.000 krónur.“ Þetta er gott tilboð sem getur myndað grunn að lausn kjaradeilu Eflingarfélaga við Reykjavíkurborg. Gallinn er bara sá að samninganefnd Reykjavíkurborgar hefur aldrei lagt fram tilboð þessa efnis á samningafundum. Upphæðir í þessa veru hafa vissulega verið kynntar, en hafa alltaf verið kirfilega bundnar einu tilteknu starfsheiti og með ýmsum kvöðum og skilyrðum sem borgarstjóri hefur ekki minnst á. Misvísandi skilaboð Stærsta óvissuatriðið er til hve margra úr hópi 1.850 Eflingarfélaga tilboð borgarinnar nái. Í umfjöllun í fjölmiðlum um „Kastljósstilboðið“ var tilboði borgarinnar stillt upp eins og það næði til allra Eflingarfélaga hjá borginni. Í efni frá borginni hefur verið rætt um „stórar starfstéttir hjá Eflingu“ og almennt um „félagsmenn Eflingar“ án nánari sundurliðunar. Niðurstaða samninganefndar Eflingar er að tilboð borgarstjóra um hækkanir umfram lífskjarasamninginn hljóti að ná til allra félaga Eflingar hjá borginni í einhverri mynd jafnvel þótt erfitt hafi verið að fá samninganefnd borgarinnar til að samþykkja það. Samninganefnd Eflingar er tilbúin til að útfæra þær hækkanir þannig að þær verði stiglækkandi því ofar sem farið er í launastiga Eflingarstarfa, 20 þúsund umfram lífskjarasamninginn fyrir þá sem hafa lægst grunnlaun og 10 þúsund fyrir þá sem hafa hæst grunnlaun. Sé sátt um að hækka þannig grunnlaun Eflingarfélaga um á bilinu 100-110 þúsund er kominn viðræðugrundvöllur til lausnar á kjaradeilunni. Viðbótarleiðrétting á launum kvennastétta Útistandandandi verkefni varðandi launalið kjarasamningsins er þá að útfæra loforð borgarstjórnarmeirihlutans í samstarssáttamála um leiðréttingu á launum sögulega vanmetinna kvennastétta. Þetta hefur borgin nú, eftir að verkfallsaðgerðir hófust, lýst sig viljuga til að gera í samhengi við yfirstandandi kjarasamningsgerð. Samninganefnd Eflingar hefur lagt fram útfærða tillögu um hvernig megi framkvæma þá leiðréttingu. Hún felst í fyrsta lagi í því að bæta upp fyrri sérgreiðslur, sem voru á formi yfirvinnugreiðslna, og fá þær inn í kjarasamning í útfærslu sem leiðir til jöfnunaráhrifa fyrir lægst launuðu kvennastéttirnar. Í öðru lagi felst tillagan í því að setja inn sérstakt álag fyrir u.þ.b. 300 starfsmenn undir 7 tilteknum starfsheitum sem ekki nutu fyrrnefndra sérgreiðslna. Hjá um 200 af umræddum 300 starfsmönnum yrði þetta jöfnunarálag að upphæð 7 þúsund krónur. Heildarkostnaður brot af árlegum sparnaði borgarinnar Þessar uppbætur og álag yrðu flatar krónutölur utan við grunn til útreiknings yfirvinnu- og vaktavinnukaups, og því ódýrar fyrir borgina. Raunar myndi heildarkostnaður við þær nema aðeins 600 milljónum á öllum samningstímanum, sem er langt undir þeirri upphæð sem Reykjavíkurborg sparar sér árlega með því að láta ófaglærða Eflingarfélaga sinna störfum faglærðra. Borgarstjóri á að sjá til þess að viðsemjendum borgarinnar séu veittar skýrar og greinargóðar upplýsingar um þau tilboð sem óskað er eftir að ræða af alvöru við samningaborðið. Umfram allt á þó borgarstjóri að standa við orð sín og tryggja að samræmi sé milli fullyrðinga hans og þess sem fer fram í samningaherberginu í hans umboði.Höfundur er framkvæmdastjóri Eflingar - stéttarfélags Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Halldór 4. 10. 2025 Halldór Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri bauðst nýlega í Kastljóssviðtali til að hækka grunnlaun almennra leikskólastarfsmanna í Eflingu hjá borginni um 110 þúsund krónur eða 20 þúsund umfram Lífskjarasamninginn. Sams konar tilboð var kynnt á vef borgarinnar degi síðar undir fyrirsögninni „Tilboð Reykjavíkurborgar fyrir starfsfólk hjá Eflingu.“ Þar segir: „Grunnlaunin hækka um 110.000 krónur, úr 311.000 krónum í 421.000 krónur.“ Þetta er gott tilboð sem getur myndað grunn að lausn kjaradeilu Eflingarfélaga við Reykjavíkurborg. Gallinn er bara sá að samninganefnd Reykjavíkurborgar hefur aldrei lagt fram tilboð þessa efnis á samningafundum. Upphæðir í þessa veru hafa vissulega verið kynntar, en hafa alltaf verið kirfilega bundnar einu tilteknu starfsheiti og með ýmsum kvöðum og skilyrðum sem borgarstjóri hefur ekki minnst á. Misvísandi skilaboð Stærsta óvissuatriðið er til hve margra úr hópi 1.850 Eflingarfélaga tilboð borgarinnar nái. Í umfjöllun í fjölmiðlum um „Kastljósstilboðið“ var tilboði borgarinnar stillt upp eins og það næði til allra Eflingarfélaga hjá borginni. Í efni frá borginni hefur verið rætt um „stórar starfstéttir hjá Eflingu“ og almennt um „félagsmenn Eflingar“ án nánari sundurliðunar. Niðurstaða samninganefndar Eflingar er að tilboð borgarstjóra um hækkanir umfram lífskjarasamninginn hljóti að ná til allra félaga Eflingar hjá borginni í einhverri mynd jafnvel þótt erfitt hafi verið að fá samninganefnd borgarinnar til að samþykkja það. Samninganefnd Eflingar er tilbúin til að útfæra þær hækkanir þannig að þær verði stiglækkandi því ofar sem farið er í launastiga Eflingarstarfa, 20 þúsund umfram lífskjarasamninginn fyrir þá sem hafa lægst grunnlaun og 10 þúsund fyrir þá sem hafa hæst grunnlaun. Sé sátt um að hækka þannig grunnlaun Eflingarfélaga um á bilinu 100-110 þúsund er kominn viðræðugrundvöllur til lausnar á kjaradeilunni. Viðbótarleiðrétting á launum kvennastétta Útistandandandi verkefni varðandi launalið kjarasamningsins er þá að útfæra loforð borgarstjórnarmeirihlutans í samstarssáttamála um leiðréttingu á launum sögulega vanmetinna kvennastétta. Þetta hefur borgin nú, eftir að verkfallsaðgerðir hófust, lýst sig viljuga til að gera í samhengi við yfirstandandi kjarasamningsgerð. Samninganefnd Eflingar hefur lagt fram útfærða tillögu um hvernig megi framkvæma þá leiðréttingu. Hún felst í fyrsta lagi í því að bæta upp fyrri sérgreiðslur, sem voru á formi yfirvinnugreiðslna, og fá þær inn í kjarasamning í útfærslu sem leiðir til jöfnunaráhrifa fyrir lægst launuðu kvennastéttirnar. Í öðru lagi felst tillagan í því að setja inn sérstakt álag fyrir u.þ.b. 300 starfsmenn undir 7 tilteknum starfsheitum sem ekki nutu fyrrnefndra sérgreiðslna. Hjá um 200 af umræddum 300 starfsmönnum yrði þetta jöfnunarálag að upphæð 7 þúsund krónur. Heildarkostnaður brot af árlegum sparnaði borgarinnar Þessar uppbætur og álag yrðu flatar krónutölur utan við grunn til útreiknings yfirvinnu- og vaktavinnukaups, og því ódýrar fyrir borgina. Raunar myndi heildarkostnaður við þær nema aðeins 600 milljónum á öllum samningstímanum, sem er langt undir þeirri upphæð sem Reykjavíkurborg sparar sér árlega með því að láta ófaglærða Eflingarfélaga sinna störfum faglærðra. Borgarstjóri á að sjá til þess að viðsemjendum borgarinnar séu veittar skýrar og greinargóðar upplýsingar um þau tilboð sem óskað er eftir að ræða af alvöru við samningaborðið. Umfram allt á þó borgarstjóri að standa við orð sín og tryggja að samræmi sé milli fullyrðinga hans og þess sem fer fram í samningaherberginu í hans umboði.Höfundur er framkvæmdastjóri Eflingar - stéttarfélags
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun