Íslendingar á Tenerife-hótelinu koma heim um helgina Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 11:57 Hótelgestir og starfsfók á Costa Adeje Palace hafa verið í sóttkví frá því að kórónuveirusmit greindist á hótelgesti. getty/picture alliance Að minnsta kosti hluti Íslendinganna sem hafa verið í sóttkví á hótelinu á Tenerife fá að fara heim til Íslands á sunnudag. Þau munu fara beint í heimasóttkví samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis. Fleiri kórónuveirusmit hafa verið að greinast á Norðurlöndum og segir yfirmaður sýkingavarnadeildar Landspítalans að mikið álag hafi verið á rannsóknarstofu spítalans. Hið minnsta eitt hundruð og þrjátíu hótelgestum sem hafa verið í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace á Tenerife hefur verið hleypt heim. Á hótelinu hafa verið tíu Íslendingar og samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hið minnsta tveimur þeirra verið tilkynnt að þeir fái að fara heim á sunnudag. Fólkið átti flug til Íslands í dag á vegum Vita en fékk því frestað. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur fólkið farið að gefnum fyrirmælum og haldið sig inni á herbergi frá því að smitið kom upp og hótelið var sett í sóttkví. Allir gestir fengu hitamæla og fyrirmæli um að mæla sig tvisvar á dag. Reyndist einhver með hita var tekið sýni. Fjórir hótelgestir hafa greinst með veiruna. Ítalski læknirinn og eiginkona hans auk tveggja annara, sem hafa tengsl við hjónin. Fleiri tilfelli kórónuveirunnar greindust á Norðurlöndunum í gær. Fimm ný í Svíþjóð og þrjú ný í Noregi. Allir höfðu nýverið ferðast til staða þar sem vitað er til að smit hafi greinst. Smitin eru því alls sjö í Svíþjóð, fjögur í Noregi og eitt í Danmörku. Myndin er tekin á Linate-flugvellinum í Mílanó á Ítalíu. Fólkið sem hefur verið að greinast á Norðurlöndum hefur ferðast til áhættusvæða.vísir/getty Greining tekur 3-4 klukkustundir Greint var frá því í gær að fimm manns væru í sóttkví á Ísafirði og tveir í einangrun en henni er beitt ef einstalingur sýnir einkenni sjúkdóms. Einangruninnni var aflétt í gær þar sem sýni reyndust neikvæð. Í gær höfðu sýni verið tekin hjá hátt í fimmtíu manns. Ólafur Guðlaugsson, yfirlæknir sýkingavarnadeildar Landspítalans, segir niðurstöður úr sýnatökum liggja fyrir innan þriggja til fjögurra klukkustunda eftir að sýni er tekið til greiningar. „Rannsóknarstofan sem vinnur þessi sýni vinnur þau frá átta á morgunan til átta á kvöldin og getur keyrt þau þrisvar sinnum út yfir þann tíma," segir Ólafur. Hann segir ferlið tæknilega flókið og mikla handavinnu á bak við greininguna. Mikið álag hefur verið á rannsóknarstofunni undanfarið. „Það er náttúrulega faraldur af minnta kosti fjórum öndunarfæraveirum í gangi og þetta bætist ofan á það," segir Ólafur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Að minnsta kosti hluti Íslendinganna sem hafa verið í sóttkví á hótelinu á Tenerife fá að fara heim til Íslands á sunnudag. Þau munu fara beint í heimasóttkví samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis. Fleiri kórónuveirusmit hafa verið að greinast á Norðurlöndum og segir yfirmaður sýkingavarnadeildar Landspítalans að mikið álag hafi verið á rannsóknarstofu spítalans. Hið minnsta eitt hundruð og þrjátíu hótelgestum sem hafa verið í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace á Tenerife hefur verið hleypt heim. Á hótelinu hafa verið tíu Íslendingar og samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hið minnsta tveimur þeirra verið tilkynnt að þeir fái að fara heim á sunnudag. Fólkið átti flug til Íslands í dag á vegum Vita en fékk því frestað. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur fólkið farið að gefnum fyrirmælum og haldið sig inni á herbergi frá því að smitið kom upp og hótelið var sett í sóttkví. Allir gestir fengu hitamæla og fyrirmæli um að mæla sig tvisvar á dag. Reyndist einhver með hita var tekið sýni. Fjórir hótelgestir hafa greinst með veiruna. Ítalski læknirinn og eiginkona hans auk tveggja annara, sem hafa tengsl við hjónin. Fleiri tilfelli kórónuveirunnar greindust á Norðurlöndunum í gær. Fimm ný í Svíþjóð og þrjú ný í Noregi. Allir höfðu nýverið ferðast til staða þar sem vitað er til að smit hafi greinst. Smitin eru því alls sjö í Svíþjóð, fjögur í Noregi og eitt í Danmörku. Myndin er tekin á Linate-flugvellinum í Mílanó á Ítalíu. Fólkið sem hefur verið að greinast á Norðurlöndum hefur ferðast til áhættusvæða.vísir/getty Greining tekur 3-4 klukkustundir Greint var frá því í gær að fimm manns væru í sóttkví á Ísafirði og tveir í einangrun en henni er beitt ef einstalingur sýnir einkenni sjúkdóms. Einangruninnni var aflétt í gær þar sem sýni reyndust neikvæð. Í gær höfðu sýni verið tekin hjá hátt í fimmtíu manns. Ólafur Guðlaugsson, yfirlæknir sýkingavarnadeildar Landspítalans, segir niðurstöður úr sýnatökum liggja fyrir innan þriggja til fjögurra klukkustunda eftir að sýni er tekið til greiningar. „Rannsóknarstofan sem vinnur þessi sýni vinnur þau frá átta á morgunan til átta á kvöldin og getur keyrt þau þrisvar sinnum út yfir þann tíma," segir Ólafur. Hann segir ferlið tæknilega flókið og mikla handavinnu á bak við greininguna. Mikið álag hefur verið á rannsóknarstofunni undanfarið. „Það er náttúrulega faraldur af minnta kosti fjórum öndunarfæraveirum í gangi og þetta bætist ofan á það," segir Ólafur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira