Þórarinn boðar stórar, drekkhlaðnar pizzur á óþekktu verði Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. febrúar 2020 08:53 Þórarinn Ævarsson, sem líklega verður kenndur við Spaðann á næstunni, var gestur Bítisins á Bylgjunni í morgun. Vísir/gulli Vonir standa til að Spaðinn, nýr pizzastaður Þórarins Ævarssonar, muni opna í vor. Þar hyggst Þórarinn, sem enn er kenndur við Ikea, bjóða upp á pizzur „á nýju verði.“ Engin pizza muni kosta meira en 2500 krónur, þó svo að þær verði drekkhlaðnar áleggi og stærri en á öðrum pizzustöðum landsins.Vísir greindi fyrst frá Spaðanum í október í fyrra, þegar Þórarinn var nýbúinn að stofna félag um reksturinn. Nú, rúmum fjórum mánuðum síðar, er hugmyndin á lokametrunum og segist Þórarinn vona að að hann geti opnað fyrsta Spaðastaðinn þann 1. apríl næstkomandi. Hann hafi orðið sér úti um húsnæði á Dalvegi í Kópavogi, „fyrir neðan Byko,“ og að við hlið pizzustaðarins verði „risastór vinnsla“ sem bjóði upp á umfangsmeiri rekstur og fleiri útibú þegar fram líða stundir. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun ræddi Þórarinn Spaðann nánar. Ætlunin sé að bjóða upp á pizzur og meðlæti á verði sem ekki hafi áður sést á Íslandi. Hann hafi mikla þekkingu á pizzubakstri og veitingarekstri sem hann ætli að nýta sér í þessu verkefni. Þar að auki hafi hann talað fjálglega um okur í íslenskum veitingageira, sem fór öfugt ofan í verta landsins, og var hann hvattur til að sýna að hann gæti sjálfur boðið upp á lægra verð. Þórarinn telur að honum muni takast það á Spaðanum.Sjá einnig: Telur Dominos geta stórlækkað verð Hann segist hafa sest niður eina kvöldstund, eftir fjölda áskorana, og reiknað út hráefnis- og launakostnað með það fyrir augum að teikna upp viðskiptamódel sem gæti staðið undir sér en jafnframt boðið upp á lágt verð. Þórarinn segir útreikningana hafa borið með sér að hann muni geta boðið upp á pizzur sem séu á bilinu 33 til 66 prósentum ódýrari en þekkist annars staðar. Engin pizza á Spaðanum muni þannig kosta meira en 2500 krónur, án þess þó að fórna stærð eða magni áleggs. Hann lofi því að pizzurnar verði bæði stærri en þekkist annars staðar og þaktar áleggi. Engar símapantanir Til þess að halda niðri kostnaði segist Þórarinn ætla að „nýta alla þá tækni sem til er í dag.“ Í því samhengi nefnir hann að ekki verður hægt að panta mat í gegnum síma; pantanir verði aðeins mögulegar í gegnum smáforrit, á netinu, eða á sjálfsafgreiðslustöðvum. Þar að auki ætlar hann sjálfur að standa vaktina. „Ég ætla mér að sýna fram á að þetta sé hægt,“ segir Þórarinn. Hann segir að í upphafi verði aðeins eitt útibú á Dalvegi en að ætlunin sé að opna fleiri útibú þegar fram líða stundir. Hann sé í það minnsta að gera ráð fyrir því, stór samliggjandi vinnsla sé á Dalvegi sem bjóði honum að stækka reksturinn með lítilli fyrirhöfn. Sem fyrr segir vonast Þórarinn til að opna innan örfárra mánaða, þegar gengið var á hann sagðist hann horfa til 1. apríl. Umræðuna um Spaðann má heyra hér að neðan. Bítið Kópavogur Veitingastaðir Tengdar fréttir Gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA "óvægin og óréttmæt“ Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, svaraði í dag gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA, Þórarins Ævarssonar, á verðlag á íslenskum veitingastöðum. Hrefna sagði gagnrýni Þórarins hafa verið óvægna og óréttmæta. 17. mars 2019 14:33 Þórarinn opnar veitingastað Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA til 13 ára, vinnur þessa dagana að opnun veitingastaðar. 10. október 2019 10:30 Telur Dominos geta stórlækkað verð Facebook-færsla Gunnars Smára þar sem hann ber saman verð á margaríta-pítsum á milli landa hefur vakið töluverða athygli. Framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi telur að eigendur pítsastaða hér á landi séu ekki að okra á landsmönnum, en að hans mati væri gáfulegra að lækka verð á pítsum til þess að selja meira. 2. apríl 2019 13:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Vonir standa til að Spaðinn, nýr pizzastaður Þórarins Ævarssonar, muni opna í vor. Þar hyggst Þórarinn, sem enn er kenndur við Ikea, bjóða upp á pizzur „á nýju verði.“ Engin pizza muni kosta meira en 2500 krónur, þó svo að þær verði drekkhlaðnar áleggi og stærri en á öðrum pizzustöðum landsins.Vísir greindi fyrst frá Spaðanum í október í fyrra, þegar Þórarinn var nýbúinn að stofna félag um reksturinn. Nú, rúmum fjórum mánuðum síðar, er hugmyndin á lokametrunum og segist Þórarinn vona að að hann geti opnað fyrsta Spaðastaðinn þann 1. apríl næstkomandi. Hann hafi orðið sér úti um húsnæði á Dalvegi í Kópavogi, „fyrir neðan Byko,“ og að við hlið pizzustaðarins verði „risastór vinnsla“ sem bjóði upp á umfangsmeiri rekstur og fleiri útibú þegar fram líða stundir. Í Bítinu á Bylgjunni í morgun ræddi Þórarinn Spaðann nánar. Ætlunin sé að bjóða upp á pizzur og meðlæti á verði sem ekki hafi áður sést á Íslandi. Hann hafi mikla þekkingu á pizzubakstri og veitingarekstri sem hann ætli að nýta sér í þessu verkefni. Þar að auki hafi hann talað fjálglega um okur í íslenskum veitingageira, sem fór öfugt ofan í verta landsins, og var hann hvattur til að sýna að hann gæti sjálfur boðið upp á lægra verð. Þórarinn telur að honum muni takast það á Spaðanum.Sjá einnig: Telur Dominos geta stórlækkað verð Hann segist hafa sest niður eina kvöldstund, eftir fjölda áskorana, og reiknað út hráefnis- og launakostnað með það fyrir augum að teikna upp viðskiptamódel sem gæti staðið undir sér en jafnframt boðið upp á lágt verð. Þórarinn segir útreikningana hafa borið með sér að hann muni geta boðið upp á pizzur sem séu á bilinu 33 til 66 prósentum ódýrari en þekkist annars staðar. Engin pizza á Spaðanum muni þannig kosta meira en 2500 krónur, án þess þó að fórna stærð eða magni áleggs. Hann lofi því að pizzurnar verði bæði stærri en þekkist annars staðar og þaktar áleggi. Engar símapantanir Til þess að halda niðri kostnaði segist Þórarinn ætla að „nýta alla þá tækni sem til er í dag.“ Í því samhengi nefnir hann að ekki verður hægt að panta mat í gegnum síma; pantanir verði aðeins mögulegar í gegnum smáforrit, á netinu, eða á sjálfsafgreiðslustöðvum. Þar að auki ætlar hann sjálfur að standa vaktina. „Ég ætla mér að sýna fram á að þetta sé hægt,“ segir Þórarinn. Hann segir að í upphafi verði aðeins eitt útibú á Dalvegi en að ætlunin sé að opna fleiri útibú þegar fram líða stundir. Hann sé í það minnsta að gera ráð fyrir því, stór samliggjandi vinnsla sé á Dalvegi sem bjóði honum að stækka reksturinn með lítilli fyrirhöfn. Sem fyrr segir vonast Þórarinn til að opna innan örfárra mánaða, þegar gengið var á hann sagðist hann horfa til 1. apríl. Umræðuna um Spaðann má heyra hér að neðan.
Bítið Kópavogur Veitingastaðir Tengdar fréttir Gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA "óvægin og óréttmæt“ Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, svaraði í dag gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA, Þórarins Ævarssonar, á verðlag á íslenskum veitingastöðum. Hrefna sagði gagnrýni Þórarins hafa verið óvægna og óréttmæta. 17. mars 2019 14:33 Þórarinn opnar veitingastað Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA til 13 ára, vinnur þessa dagana að opnun veitingastaðar. 10. október 2019 10:30 Telur Dominos geta stórlækkað verð Facebook-færsla Gunnars Smára þar sem hann ber saman verð á margaríta-pítsum á milli landa hefur vakið töluverða athygli. Framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi telur að eigendur pítsastaða hér á landi séu ekki að okra á landsmönnum, en að hans mati væri gáfulegra að lækka verð á pítsum til þess að selja meira. 2. apríl 2019 13:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA "óvægin og óréttmæt“ Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, svaraði í dag gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA, Þórarins Ævarssonar, á verðlag á íslenskum veitingastöðum. Hrefna sagði gagnrýni Þórarins hafa verið óvægna og óréttmæta. 17. mars 2019 14:33
Þórarinn opnar veitingastað Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA til 13 ára, vinnur þessa dagana að opnun veitingastaðar. 10. október 2019 10:30
Telur Dominos geta stórlækkað verð Facebook-færsla Gunnars Smára þar sem hann ber saman verð á margaríta-pítsum á milli landa hefur vakið töluverða athygli. Framkvæmdastjóri Ikea á Íslandi telur að eigendur pítsastaða hér á landi séu ekki að okra á landsmönnum, en að hans mati væri gáfulegra að lækka verð á pítsum til þess að selja meira. 2. apríl 2019 13:00