„Það er ekkert samkomulag á milli stjórnarflokkanna um stöðu Rúv“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. febrúar 2020 18:05 Kolbeinn Óttarsson Proppé er þingmaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla og umræðu um stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði vera tvö gjörólík mál sem ekki eigi að blanda saman. Vinstri græn hafi verið skýr hvað það varðar að ekki eigi að skerða tekjur Rúv og þeir stjórnmálamenn sem tali um að breyta tekjumódelinu með því að skerða auglýsingatekjur þurfi að sýna ábyrgð og tala fyrir því hvernig eigi að bæta upp þá tekjuskerðingu. Heldur ólíkar raddir hafa heyrst innan úr stjórnarflokkunum þremur hvað varðar fjölmiðlafrumvarpið annars vegar og vinnu við gerð nýs þjónustusamnings við Rúv hins vegar. Þótt tæknilega sé um tvö aðskilin mál að ræða hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt áherslu á þeir telji ótækt að ræða stuðning við einkarekna fjölmiðla án þess að taka á stöðu Rúv á auglýsingamarkaði.Sjá einnig: „Tómt mál“ að ræða stöðu einkarekinna miðla án þess að taka mið af stöðu Rúv á auglýsingamarkaði Þá sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í Víglínunni á sunnudaginn að stjórnarflokkarnir hafi komist að ákveðnu samkomulagi hvað varðar viðræður við Rúv í tengslum við gerð nýs þjónustusamnings. Kolbeinn segir aftur á móti að ekkert samkomulag sé í gildi hvað varðar stöðu Rúv. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ræddi meðal annars stöðu fjölmiðla í Víglínunni á sunnudaginn.Vísir/Einar „Ég er alveg til í að skoða Rúv. En í mínum huga, og ég hef verið býsna skýr með það frá upphafi, eru þetta ótengd mál,“ segir Kolbeinn. Annars vegar sé um að ræða stuðning við einkarekna fjölmiðla og hins vegar stöðu almannafjölmiðilsins og menningarstofnunarinnar Rúv. „Þessu tvennu á ekki að blanda saman í mínum huga,“ segir Kolbeinn og bendir á að öll nágrannalönd Íslands styðji við einkarekna fjölmiðla, óháð því hvort ríkisfjölmiðlarnir í viðkomandi löndum séu á auglýsingamarkaði eða ekki. Málin tengist ekki neitt „Að sjálfsögðu er búið að leggja fram fjölmiðlafrumvarp og það fór í gegnum þingflokka stjórnarflokkanna og er nú til umfjöllunar í nefnd.,“ segir Kolbeinn. Eflaust hafi menn ýmsar ólíkar skoðanir sem ræddar verði í nefndinni. „En Ríkisútvarpið hefur ekkert verið rætt í því samhengi og þess vegna er ekkert samkomulag um það. Enda eins og ég segi, tengjast þessi mál ekki,“ ítrekar Kolbeinn. Viðræður standa yfir um gerð nýs þjónustusamnings við Ríkisútvarpið.Vísir/Vilhelm Aðspurður segir hann málið ekki vera erfitt fyrir stjórnarsamstarfið. „Nei nei, það bara koma upp mál þar sem að eru ólík sjónarmið og þarf að ná einhverri niðurstöðu í. Ég hef eins og ég segi lagt á það áherslu að við ræðum það sem að liggur undir hverju sinni. Nú erum við að ræða mál um stuðning við einkarekna fjölmiðla og þá skulum við gera það, og halda okkur við það.“ „Hvað er þetta fólk að leggja til?“ Síðan sé hægt að taka sér umræðu um Rúv. „Þar er að mörgu að hyggja og við skulum horfast í augu við það að við teljum almannafjölmiðilinn Rúv, menningarmiðstöðina Rúv, svo mikilvæga að við tökum hana út fyrir sviga að við höfum sér lög um hana,“ segir Kolbeinn. Hann hafi ekki heyrt nokkurn mann leggja til að breyting verði á því. Þá segir hann að ýmsum spurningum þurfi að svara áður en haldið sé í þá vegferð að gera breytingar á stöðu Rúv á auglýsingamarkaði. „Fólk sem að vill skerða tekjur Rúv, það þarf að svara því til hvað þýðir það? Er þetta fólk að leggja til að dagskráin verði þrengd, að stytta eða að minni framleiðsla verði á innlendu efni eða starfsfólki verði sagt upp eða dreifingin skorin niður eða hvað er þetta fólk að leggja til?“ Vinstri græn hafi lýst því skýrt yfir að þau vilji ekki skerða tekjur Rúv. „Ef að einhver hefur hugmyndir um að breyta tekjumódelinu, að skerða auglýsingatekjurnar, þá þurfa þeir stjórnmálamenn að sýna ábyrgð og tala þá fyrir því hvernig eigi að bæta þær tekjur upp,“ segir Kolbeinn. „En ég bara ítreka það, það er ekkert samkomulag á milli stjórnarflokkanna um stöðu Rúv.“ Alþingi Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hættir útgáfu bæjarblaðs og segir enga hjálp að finna í fjölmiðlafrumvarpinu Jólablað Hafnarfjarðarbæjar fyllti mælinn. 28. desember 2019 23:00 Telur óskynsamlegt að taka RÚV af auglýsingamarkaði Stefán Eiríksson, sem í dag var tilkynnt um að hefði verið ráðinn í stöðu útvarpsstjóra, segir að í sínum huga sé hlutverk Ríkisútvarpsins að miðla til íslensku þjóðarinnar gæðaefni sem kallað er eftir hverju sinni. Hann telur ekki að RÚV eigi að hverfa af auglýsingamarkaði. 28. janúar 2020 18:11 Framkvæmdastjóri Fótbolta.net lýsir „fimm svipuhöggum ríkisins“ og býður lesendum að styrkja miðilinn beint Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, vefsíðu sem sérhæfir sig í fréttaflutningi og umfjöllun um fótbolta bæði af innlendum og erlendum vettvangi, vandar Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og íslenska ríkinu ekki kveðjurnar í pistli sem hann birti á síðunni í dag. 9. janúar 2020 15:20 Fá vilja fjölmiðlafrumvarp Rúmlega 44 prósent segjast andvíg hugmyndum um fjárstuðning við einkarekna fjölmiðla. 20. janúar 2020 06:04 „Tómt mál“ að ræða stöðu einkarekinna miðla án þess að taka mið af stöðu Rúv á auglýsingamarkaði Ólíkar raddir heyrast innan úr röðum stjórnarflokkanna þriggja um hvernig er í pottinn búið hvað þetta varðar. 24. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla og umræðu um stöðu Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði vera tvö gjörólík mál sem ekki eigi að blanda saman. Vinstri græn hafi verið skýr hvað það varðar að ekki eigi að skerða tekjur Rúv og þeir stjórnmálamenn sem tali um að breyta tekjumódelinu með því að skerða auglýsingatekjur þurfi að sýna ábyrgð og tala fyrir því hvernig eigi að bæta upp þá tekjuskerðingu. Heldur ólíkar raddir hafa heyrst innan úr stjórnarflokkunum þremur hvað varðar fjölmiðlafrumvarpið annars vegar og vinnu við gerð nýs þjónustusamnings við Rúv hins vegar. Þótt tæknilega sé um tvö aðskilin mál að ræða hefur Sjálfstæðisflokkurinn lagt áherslu á þeir telji ótækt að ræða stuðning við einkarekna fjölmiðla án þess að taka á stöðu Rúv á auglýsingamarkaði.Sjá einnig: „Tómt mál“ að ræða stöðu einkarekinna miðla án þess að taka mið af stöðu Rúv á auglýsingamarkaði Þá sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í Víglínunni á sunnudaginn að stjórnarflokkarnir hafi komist að ákveðnu samkomulagi hvað varðar viðræður við Rúv í tengslum við gerð nýs þjónustusamnings. Kolbeinn segir aftur á móti að ekkert samkomulag sé í gildi hvað varðar stöðu Rúv. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ræddi meðal annars stöðu fjölmiðla í Víglínunni á sunnudaginn.Vísir/Einar „Ég er alveg til í að skoða Rúv. En í mínum huga, og ég hef verið býsna skýr með það frá upphafi, eru þetta ótengd mál,“ segir Kolbeinn. Annars vegar sé um að ræða stuðning við einkarekna fjölmiðla og hins vegar stöðu almannafjölmiðilsins og menningarstofnunarinnar Rúv. „Þessu tvennu á ekki að blanda saman í mínum huga,“ segir Kolbeinn og bendir á að öll nágrannalönd Íslands styðji við einkarekna fjölmiðla, óháð því hvort ríkisfjölmiðlarnir í viðkomandi löndum séu á auglýsingamarkaði eða ekki. Málin tengist ekki neitt „Að sjálfsögðu er búið að leggja fram fjölmiðlafrumvarp og það fór í gegnum þingflokka stjórnarflokkanna og er nú til umfjöllunar í nefnd.,“ segir Kolbeinn. Eflaust hafi menn ýmsar ólíkar skoðanir sem ræddar verði í nefndinni. „En Ríkisútvarpið hefur ekkert verið rætt í því samhengi og þess vegna er ekkert samkomulag um það. Enda eins og ég segi, tengjast þessi mál ekki,“ ítrekar Kolbeinn. Viðræður standa yfir um gerð nýs þjónustusamnings við Ríkisútvarpið.Vísir/Vilhelm Aðspurður segir hann málið ekki vera erfitt fyrir stjórnarsamstarfið. „Nei nei, það bara koma upp mál þar sem að eru ólík sjónarmið og þarf að ná einhverri niðurstöðu í. Ég hef eins og ég segi lagt á það áherslu að við ræðum það sem að liggur undir hverju sinni. Nú erum við að ræða mál um stuðning við einkarekna fjölmiðla og þá skulum við gera það, og halda okkur við það.“ „Hvað er þetta fólk að leggja til?“ Síðan sé hægt að taka sér umræðu um Rúv. „Þar er að mörgu að hyggja og við skulum horfast í augu við það að við teljum almannafjölmiðilinn Rúv, menningarmiðstöðina Rúv, svo mikilvæga að við tökum hana út fyrir sviga að við höfum sér lög um hana,“ segir Kolbeinn. Hann hafi ekki heyrt nokkurn mann leggja til að breyting verði á því. Þá segir hann að ýmsum spurningum þurfi að svara áður en haldið sé í þá vegferð að gera breytingar á stöðu Rúv á auglýsingamarkaði. „Fólk sem að vill skerða tekjur Rúv, það þarf að svara því til hvað þýðir það? Er þetta fólk að leggja til að dagskráin verði þrengd, að stytta eða að minni framleiðsla verði á innlendu efni eða starfsfólki verði sagt upp eða dreifingin skorin niður eða hvað er þetta fólk að leggja til?“ Vinstri græn hafi lýst því skýrt yfir að þau vilji ekki skerða tekjur Rúv. „Ef að einhver hefur hugmyndir um að breyta tekjumódelinu, að skerða auglýsingatekjurnar, þá þurfa þeir stjórnmálamenn að sýna ábyrgð og tala þá fyrir því hvernig eigi að bæta þær tekjur upp,“ segir Kolbeinn. „En ég bara ítreka það, það er ekkert samkomulag á milli stjórnarflokkanna um stöðu Rúv.“
Alþingi Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hættir útgáfu bæjarblaðs og segir enga hjálp að finna í fjölmiðlafrumvarpinu Jólablað Hafnarfjarðarbæjar fyllti mælinn. 28. desember 2019 23:00 Telur óskynsamlegt að taka RÚV af auglýsingamarkaði Stefán Eiríksson, sem í dag var tilkynnt um að hefði verið ráðinn í stöðu útvarpsstjóra, segir að í sínum huga sé hlutverk Ríkisútvarpsins að miðla til íslensku þjóðarinnar gæðaefni sem kallað er eftir hverju sinni. Hann telur ekki að RÚV eigi að hverfa af auglýsingamarkaði. 28. janúar 2020 18:11 Framkvæmdastjóri Fótbolta.net lýsir „fimm svipuhöggum ríkisins“ og býður lesendum að styrkja miðilinn beint Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, vefsíðu sem sérhæfir sig í fréttaflutningi og umfjöllun um fótbolta bæði af innlendum og erlendum vettvangi, vandar Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og íslenska ríkinu ekki kveðjurnar í pistli sem hann birti á síðunni í dag. 9. janúar 2020 15:20 Fá vilja fjölmiðlafrumvarp Rúmlega 44 prósent segjast andvíg hugmyndum um fjárstuðning við einkarekna fjölmiðla. 20. janúar 2020 06:04 „Tómt mál“ að ræða stöðu einkarekinna miðla án þess að taka mið af stöðu Rúv á auglýsingamarkaði Ólíkar raddir heyrast innan úr röðum stjórnarflokkanna þriggja um hvernig er í pottinn búið hvað þetta varðar. 24. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Hættir útgáfu bæjarblaðs og segir enga hjálp að finna í fjölmiðlafrumvarpinu Jólablað Hafnarfjarðarbæjar fyllti mælinn. 28. desember 2019 23:00
Telur óskynsamlegt að taka RÚV af auglýsingamarkaði Stefán Eiríksson, sem í dag var tilkynnt um að hefði verið ráðinn í stöðu útvarpsstjóra, segir að í sínum huga sé hlutverk Ríkisútvarpsins að miðla til íslensku þjóðarinnar gæðaefni sem kallað er eftir hverju sinni. Hann telur ekki að RÚV eigi að hverfa af auglýsingamarkaði. 28. janúar 2020 18:11
Framkvæmdastjóri Fótbolta.net lýsir „fimm svipuhöggum ríkisins“ og býður lesendum að styrkja miðilinn beint Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, vefsíðu sem sérhæfir sig í fréttaflutningi og umfjöllun um fótbolta bæði af innlendum og erlendum vettvangi, vandar Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, og íslenska ríkinu ekki kveðjurnar í pistli sem hann birti á síðunni í dag. 9. janúar 2020 15:20
Fá vilja fjölmiðlafrumvarp Rúmlega 44 prósent segjast andvíg hugmyndum um fjárstuðning við einkarekna fjölmiðla. 20. janúar 2020 06:04
„Tómt mál“ að ræða stöðu einkarekinna miðla án þess að taka mið af stöðu Rúv á auglýsingamarkaði Ólíkar raddir heyrast innan úr röðum stjórnarflokkanna þriggja um hvernig er í pottinn búið hvað þetta varðar. 24. febrúar 2020 20:30