Enska úrvalsdeildin stofnar heiðurshöll Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2020 11:30 Bikarinn sem er keppt er um í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Getty/Shaun Botterill Hér eftir eiga bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta möguleika á því að komast í heiðurshöll deildarinnar. Fyrstu meðlimirnir verða teknir inn í mars. Heiðurshöll eða „Hall of Fame“ eins og við þekkjum hana í enskumælandi löndum verður tekin upp hjá ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í næsta mánuði en þetta kemur fram á heimasíðu ensku úrvalsdeildarinnar. Heiðurshallirnar eru þekktar frá Bandaríkjunum en Englendingar hafa nú ákveðið að stíga þetta skref hjá sér. Enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar haustið 1992 og umrædd heiðurshöll mun verðlauna mestu afreksmenn sína frá þeim tíma. Fyrstu tveir meðlimir heiðurshallar ensku úrvalsdeildarinnar verða teknir inn fimmtudaginn 19. mars næstkomandi. Það hefur ekkert verið gefið enn upp hverjir þeir eru. OFFICIAL: The Premier League has announced that it will be launching a Hall of Fame, with the first two inductees revealed on March 19th pic.twitter.com/ZKvIDCoR3w— B/R Football (@brfootball) February 27, 2020 Innganga í heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar verður hér eftir mesti heiður sem leikmaður getur fengið frá ensku úrvalsdeildinni. Þann nítjánda mars næstkomandi verður einnig gefinn út listi með tilnefningum þar sem aðdáendur fá síðan tækifæri til að kjósa einn af þeim inn í heiðurshöllina. Til að koma til greina í heiðurshöllina þarf leikmaður að vera búinn að leggja skóna á hilluna og aðeins ferill hans í ensku úrvalsdeildinni kemur til greina við mat á hans frammistöðu. Sá sem er tekinn inn í heiðurshöllina fær stóran persónulegan verðlaunapening þar sem á verður greypt nafn hans og árið sem hann var tekinn inn. Við Íslendingar eigum Heiðurshöll ÍSÍ en handboltamaðurinn Alfreð Gíslason varð nítjándi meðlimur hennar í desember síðastliðnum. Coming soon.... #PLHallOfFame— Premier League (@premierleague) February 27, 2020 Bretland England Enski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Sjá meira
Hér eftir eiga bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta möguleika á því að komast í heiðurshöll deildarinnar. Fyrstu meðlimirnir verða teknir inn í mars. Heiðurshöll eða „Hall of Fame“ eins og við þekkjum hana í enskumælandi löndum verður tekin upp hjá ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í næsta mánuði en þetta kemur fram á heimasíðu ensku úrvalsdeildarinnar. Heiðurshallirnar eru þekktar frá Bandaríkjunum en Englendingar hafa nú ákveðið að stíga þetta skref hjá sér. Enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar haustið 1992 og umrædd heiðurshöll mun verðlauna mestu afreksmenn sína frá þeim tíma. Fyrstu tveir meðlimir heiðurshallar ensku úrvalsdeildarinnar verða teknir inn fimmtudaginn 19. mars næstkomandi. Það hefur ekkert verið gefið enn upp hverjir þeir eru. OFFICIAL: The Premier League has announced that it will be launching a Hall of Fame, with the first two inductees revealed on March 19th pic.twitter.com/ZKvIDCoR3w— B/R Football (@brfootball) February 27, 2020 Innganga í heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar verður hér eftir mesti heiður sem leikmaður getur fengið frá ensku úrvalsdeildinni. Þann nítjánda mars næstkomandi verður einnig gefinn út listi með tilnefningum þar sem aðdáendur fá síðan tækifæri til að kjósa einn af þeim inn í heiðurshöllina. Til að koma til greina í heiðurshöllina þarf leikmaður að vera búinn að leggja skóna á hilluna og aðeins ferill hans í ensku úrvalsdeildinni kemur til greina við mat á hans frammistöðu. Sá sem er tekinn inn í heiðurshöllina fær stóran persónulegan verðlaunapening þar sem á verður greypt nafn hans og árið sem hann var tekinn inn. Við Íslendingar eigum Heiðurshöll ÍSÍ en handboltamaðurinn Alfreð Gíslason varð nítjándi meðlimur hennar í desember síðastliðnum. Coming soon.... #PLHallOfFame— Premier League (@premierleague) February 27, 2020
Bretland England Enski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Sjá meira