Rektor HÍ beinir því til starfsfólks og nemenda að fylgja ráðleggingum um sóttkví Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2020 10:25 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, mælist til þess að starfsfólk og nemendur fylgi ráðleggingum sóttvarnalæknis vegna kórónuveirunnar. vísir/vilhelm Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, beinir því til nemenda og starfsfólks skólans að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis um sóttkví vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta kemur fram í tilkynningu sem rektor sendi frá sér í morgun. Í tilkynningunni segir að borist hafi ábendingar um að starfsfólk og stúdentar við háskólann séu nú að snúa aftur til vinnu eftir að hafa verið á ferðalagi á Norður-Ítalíu. Hafi skólayfirvöldum borist fyrirspurnir um hvernig bregðast skuli við því. Rektor vísar í ráðleggingar sóttvarnalæknis til ferðamanna sem voru uppfærðar í gær og hvaða svæði teljast til áhættusvæða þar sem miklar líkur eru á samfélagssmiti. Þessi svæði eru Kína, fjögur héruð á Norður-Ítalíu (Lombardía, Venetó, Emilia Rómanja og Píemonte), Suður-Kórea og Íran. Hefur sóttvarnalæknir ráðlagt almenningi frá ónauðsynlegum ferðum til þessara svæða. Þá er mælst til þess að þeir sem hafi verið nýlega á þessum áhættusvæðum að þeir fari fjórtán daga sóttkví og hafi samband við Læknavaktina í síma 1700 eða sína heilsugæslustöð. Þá er einnig mælst til þess að þeir sem hafa dvalið á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife á Spáni frá 17. febrúar síðastliðnum haldi sig heima í sóttkví í fjórtán daga frá því þeir yfirgáfu hótelið. Eru þeir einnig beðnir um að vera í sambandi við síma 1700 eða sína heilsugæslustöð. Að því er segir í tilkynningu rektors mælist hann til þess að starfsfólk og nemendur fari eftir þessum ráðleggingum sóttvarnalæknis sem séu uppfærðar eftir ástæðum. Samkvæmt upplýsingum frá Háskóla Íslands er talið að um nokkra aðila sé að ræða en ekki liggur fyrir föst tala. Þá sé málið ekki komið á þann stað að verið sé að fella niður kennslustundir. Tilkynningin hafi verið send út til upplýsingar fyrir nemendur og starfsfólk þar sem stór hópur komi saman í HÍ á hverjum degi. Þá munu skólayfirvöld fylgjast náið með þróuninni eins og aðrir.Fréttin hefur verið uppfærð með nánari upplýsingum frá HÍ. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Myndum ráða við ef allt færi á versta veg Versta sviðsmyndin vegna Covid-19 sjúkdómsins gerir ráð fyrir um það bil 300 smitum hér á landi og sóttvarnalæknir segir það viðráðanlegt. 26. febrúar 2020 19:00 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, beinir því til nemenda og starfsfólks skólans að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis um sóttkví vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta kemur fram í tilkynningu sem rektor sendi frá sér í morgun. Í tilkynningunni segir að borist hafi ábendingar um að starfsfólk og stúdentar við háskólann séu nú að snúa aftur til vinnu eftir að hafa verið á ferðalagi á Norður-Ítalíu. Hafi skólayfirvöldum borist fyrirspurnir um hvernig bregðast skuli við því. Rektor vísar í ráðleggingar sóttvarnalæknis til ferðamanna sem voru uppfærðar í gær og hvaða svæði teljast til áhættusvæða þar sem miklar líkur eru á samfélagssmiti. Þessi svæði eru Kína, fjögur héruð á Norður-Ítalíu (Lombardía, Venetó, Emilia Rómanja og Píemonte), Suður-Kórea og Íran. Hefur sóttvarnalæknir ráðlagt almenningi frá ónauðsynlegum ferðum til þessara svæða. Þá er mælst til þess að þeir sem hafi verið nýlega á þessum áhættusvæðum að þeir fari fjórtán daga sóttkví og hafi samband við Læknavaktina í síma 1700 eða sína heilsugæslustöð. Þá er einnig mælst til þess að þeir sem hafa dvalið á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife á Spáni frá 17. febrúar síðastliðnum haldi sig heima í sóttkví í fjórtán daga frá því þeir yfirgáfu hótelið. Eru þeir einnig beðnir um að vera í sambandi við síma 1700 eða sína heilsugæslustöð. Að því er segir í tilkynningu rektors mælist hann til þess að starfsfólk og nemendur fari eftir þessum ráðleggingum sóttvarnalæknis sem séu uppfærðar eftir ástæðum. Samkvæmt upplýsingum frá Háskóla Íslands er talið að um nokkra aðila sé að ræða en ekki liggur fyrir föst tala. Þá sé málið ekki komið á þann stað að verið sé að fella niður kennslustundir. Tilkynningin hafi verið send út til upplýsingar fyrir nemendur og starfsfólk þar sem stór hópur komi saman í HÍ á hverjum degi. Þá munu skólayfirvöld fylgjast náið með þróuninni eins og aðrir.Fréttin hefur verið uppfærð með nánari upplýsingum frá HÍ.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Myndum ráða við ef allt færi á versta veg Versta sviðsmyndin vegna Covid-19 sjúkdómsins gerir ráð fyrir um það bil 300 smitum hér á landi og sóttvarnalæknir segir það viðráðanlegt. 26. febrúar 2020 19:00 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira
Myndum ráða við ef allt færi á versta veg Versta sviðsmyndin vegna Covid-19 sjúkdómsins gerir ráð fyrir um það bil 300 smitum hér á landi og sóttvarnalæknir segir það viðráðanlegt. 26. febrúar 2020 19:00
Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34
Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30