Rektor HÍ beinir því til starfsfólks og nemenda að fylgja ráðleggingum um sóttkví Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2020 10:25 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, mælist til þess að starfsfólk og nemendur fylgi ráðleggingum sóttvarnalæknis vegna kórónuveirunnar. vísir/vilhelm Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, beinir því til nemenda og starfsfólks skólans að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis um sóttkví vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta kemur fram í tilkynningu sem rektor sendi frá sér í morgun. Í tilkynningunni segir að borist hafi ábendingar um að starfsfólk og stúdentar við háskólann séu nú að snúa aftur til vinnu eftir að hafa verið á ferðalagi á Norður-Ítalíu. Hafi skólayfirvöldum borist fyrirspurnir um hvernig bregðast skuli við því. Rektor vísar í ráðleggingar sóttvarnalæknis til ferðamanna sem voru uppfærðar í gær og hvaða svæði teljast til áhættusvæða þar sem miklar líkur eru á samfélagssmiti. Þessi svæði eru Kína, fjögur héruð á Norður-Ítalíu (Lombardía, Venetó, Emilia Rómanja og Píemonte), Suður-Kórea og Íran. Hefur sóttvarnalæknir ráðlagt almenningi frá ónauðsynlegum ferðum til þessara svæða. Þá er mælst til þess að þeir sem hafi verið nýlega á þessum áhættusvæðum að þeir fari fjórtán daga sóttkví og hafi samband við Læknavaktina í síma 1700 eða sína heilsugæslustöð. Þá er einnig mælst til þess að þeir sem hafa dvalið á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife á Spáni frá 17. febrúar síðastliðnum haldi sig heima í sóttkví í fjórtán daga frá því þeir yfirgáfu hótelið. Eru þeir einnig beðnir um að vera í sambandi við síma 1700 eða sína heilsugæslustöð. Að því er segir í tilkynningu rektors mælist hann til þess að starfsfólk og nemendur fari eftir þessum ráðleggingum sóttvarnalæknis sem séu uppfærðar eftir ástæðum. Samkvæmt upplýsingum frá Háskóla Íslands er talið að um nokkra aðila sé að ræða en ekki liggur fyrir föst tala. Þá sé málið ekki komið á þann stað að verið sé að fella niður kennslustundir. Tilkynningin hafi verið send út til upplýsingar fyrir nemendur og starfsfólk þar sem stór hópur komi saman í HÍ á hverjum degi. Þá munu skólayfirvöld fylgjast náið með þróuninni eins og aðrir.Fréttin hefur verið uppfærð með nánari upplýsingum frá HÍ. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Myndum ráða við ef allt færi á versta veg Versta sviðsmyndin vegna Covid-19 sjúkdómsins gerir ráð fyrir um það bil 300 smitum hér á landi og sóttvarnalæknir segir það viðráðanlegt. 26. febrúar 2020 19:00 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, beinir því til nemenda og starfsfólks skólans að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis um sóttkví vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta kemur fram í tilkynningu sem rektor sendi frá sér í morgun. Í tilkynningunni segir að borist hafi ábendingar um að starfsfólk og stúdentar við háskólann séu nú að snúa aftur til vinnu eftir að hafa verið á ferðalagi á Norður-Ítalíu. Hafi skólayfirvöldum borist fyrirspurnir um hvernig bregðast skuli við því. Rektor vísar í ráðleggingar sóttvarnalæknis til ferðamanna sem voru uppfærðar í gær og hvaða svæði teljast til áhættusvæða þar sem miklar líkur eru á samfélagssmiti. Þessi svæði eru Kína, fjögur héruð á Norður-Ítalíu (Lombardía, Venetó, Emilia Rómanja og Píemonte), Suður-Kórea og Íran. Hefur sóttvarnalæknir ráðlagt almenningi frá ónauðsynlegum ferðum til þessara svæða. Þá er mælst til þess að þeir sem hafi verið nýlega á þessum áhættusvæðum að þeir fari fjórtán daga sóttkví og hafi samband við Læknavaktina í síma 1700 eða sína heilsugæslustöð. Þá er einnig mælst til þess að þeir sem hafa dvalið á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife á Spáni frá 17. febrúar síðastliðnum haldi sig heima í sóttkví í fjórtán daga frá því þeir yfirgáfu hótelið. Eru þeir einnig beðnir um að vera í sambandi við síma 1700 eða sína heilsugæslustöð. Að því er segir í tilkynningu rektors mælist hann til þess að starfsfólk og nemendur fari eftir þessum ráðleggingum sóttvarnalæknis sem séu uppfærðar eftir ástæðum. Samkvæmt upplýsingum frá Háskóla Íslands er talið að um nokkra aðila sé að ræða en ekki liggur fyrir föst tala. Þá sé málið ekki komið á þann stað að verið sé að fella niður kennslustundir. Tilkynningin hafi verið send út til upplýsingar fyrir nemendur og starfsfólk þar sem stór hópur komi saman í HÍ á hverjum degi. Þá munu skólayfirvöld fylgjast náið með þróuninni eins og aðrir.Fréttin hefur verið uppfærð með nánari upplýsingum frá HÍ.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Myndum ráða við ef allt færi á versta veg Versta sviðsmyndin vegna Covid-19 sjúkdómsins gerir ráð fyrir um það bil 300 smitum hér á landi og sóttvarnalæknir segir það viðráðanlegt. 26. febrúar 2020 19:00 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Myndum ráða við ef allt færi á versta veg Versta sviðsmyndin vegna Covid-19 sjúkdómsins gerir ráð fyrir um það bil 300 smitum hér á landi og sóttvarnalæknir segir það viðráðanlegt. 26. febrúar 2020 19:00
Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34
Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30