Manchester City náði frábærum úrslitum gegn Real Madrid á útivelli í kvöld og Lyon vann Ítalíumeistara Juventus í Frakklandi, í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Mörkin úr leikjunum má sjá í þessari frétt.
Isco kom Real yfir gegn City en Gabriel Jesus og Kevin De Bruyne sáu til þess að City vann 2-1 sigur. Ekki bætir úr skák fyrir Real að Sergio Ramos fékk rautt spjald undir lok leiks fyrir brot á Jesus.
Lucas Tousart skoraði markið í 1-0 sigri Lyon á Juventus eftir hálftíma leik.
Einvígin klárast 17. mars þegar spilað verður í Manchester og Tórínó.