Hörður greiddi Þórsurum rúmlega 230 þúsund krónur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2020 13:30 Úr handboltaleik hjá Herði. mynd/facebook-síða harðar Talsverður hasar hefur verið í kringum uppgjör á bikarleik Harðar frá Ísafirði og Þórs frá Akureyri. Ísfirðingum upprunalega blöskraði reikningurinn frá Þórsurum. Í yfirlýsingu Þórsara í dag kemur fram að reikningurinn hafi verið 692 þúsund krónur en Þór flaug í leikinn norður. Hörður hefur greitt 237 þúsund krónur til Þórsara og málinu lokið.Yfirlýsing Þórsara:Vegna ágreinings handknattleiksdeilda Þórs á Akureyri og Harðar á Ísafirði, um uppgjör í kjölfar bikarleiks í september 2019, vill Íþróttafélagið Þór taka fram:Heildarkostnaður við leikinn var 692.906 krónur, vegna flugs Þórsara á milli Akureyrar og Ísafjarðar, aksturs til og frá flugvelli á Ísafirði og dómara. Uppgjöri er nú lokið í fullri sátt og Þór hefur fengið greiddar 237.000 krónur, þann hluta sem Herði bar að greiða skv. reglum Handknattleikssambands Íslands (HSÍ), þegar dreginn hafði verið frá kostnaður sem Hörður greiddi, m.a. vegna dómara. Þess má geta að upphæðin hefði getað verið lægri ef selt hefði verið inn á leikinn.HSÍ hefur staðfest í tvígang að farið var í einu og öllu eftir reglum sambandsins. Nefna má sem dæmi að eins var staðið að málum þegar Selfyssingar léku við Þór á Akureyri í bikarkeppninni í haust. Selfyssingar óku til Reykjavíkur og flugu þaðan norður en óku að vísu til baka. Þór greiddi helming alls kostnaðar við leikinn.Ástæða þess að forráðamenn Þórs kusu að liðið flygi til Ísafjarðar var ekki síst hve þétt leikið var. Þór mætti ungmennaliði Hauka á Akureyri föstudagskvöldið 27. september, bikarleikurinn margumræddi fór fram á Ísafirði síðdegis mánudaginn 30. september og föstudaginn 4. október lék Þór gegn Gróttu á Seltjarnarnesi.Forsvarsmenn Harðar og HSÍ vissu með góðum fyrirvara að Þórsarar færu fljúgandi til Ísafjarðar og skv. útreikningum HSÍ var kostnaðurinn við flugið ótrúlega litlu meiri en hefðu Þórsarar ekið á milli Akureyrar og Ísafjarðar og gist þar eina nótt. Var þó ekki gert ráð fyrir vinnutapi leikmanna Þórs.Ánægjulegt er að sættir náðust og málið er úr sögunni.Reimar Helgason, framkvæmdastjóri Íþróttafélagsins Þórs á Akureyri Akureyri Ísafjarðarbær Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Rukkaðir um 400 þúsund vegna ferðalags Þórs | "Hafið skömm fyrir“ Forráðamenn handknattleiksdeildar Harðar frá Ísafirði vanda kollegum sínum hjá Þór Akureyri ekki kveðjuna í pistli á Facebook-síðu sinni vegna máls sem tengist bikarleik liðanna í október. 13. febrúar 2020 07:00 Hörður og Þór sættast | HSÍ endurskoðar reglur Handknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það harmar umræðu um uppgjör ferðakostnaðar vegna bikarleiks Harðar og Þórs á Ísafirði í vetur. 15. febrúar 2020 14:49 Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Talsverður hasar hefur verið í kringum uppgjör á bikarleik Harðar frá Ísafirði og Þórs frá Akureyri. Ísfirðingum upprunalega blöskraði reikningurinn frá Þórsurum. Í yfirlýsingu Þórsara í dag kemur fram að reikningurinn hafi verið 692 þúsund krónur en Þór flaug í leikinn norður. Hörður hefur greitt 237 þúsund krónur til Þórsara og málinu lokið.Yfirlýsing Þórsara:Vegna ágreinings handknattleiksdeilda Þórs á Akureyri og Harðar á Ísafirði, um uppgjör í kjölfar bikarleiks í september 2019, vill Íþróttafélagið Þór taka fram:Heildarkostnaður við leikinn var 692.906 krónur, vegna flugs Þórsara á milli Akureyrar og Ísafjarðar, aksturs til og frá flugvelli á Ísafirði og dómara. Uppgjöri er nú lokið í fullri sátt og Þór hefur fengið greiddar 237.000 krónur, þann hluta sem Herði bar að greiða skv. reglum Handknattleikssambands Íslands (HSÍ), þegar dreginn hafði verið frá kostnaður sem Hörður greiddi, m.a. vegna dómara. Þess má geta að upphæðin hefði getað verið lægri ef selt hefði verið inn á leikinn.HSÍ hefur staðfest í tvígang að farið var í einu og öllu eftir reglum sambandsins. Nefna má sem dæmi að eins var staðið að málum þegar Selfyssingar léku við Þór á Akureyri í bikarkeppninni í haust. Selfyssingar óku til Reykjavíkur og flugu þaðan norður en óku að vísu til baka. Þór greiddi helming alls kostnaðar við leikinn.Ástæða þess að forráðamenn Þórs kusu að liðið flygi til Ísafjarðar var ekki síst hve þétt leikið var. Þór mætti ungmennaliði Hauka á Akureyri föstudagskvöldið 27. september, bikarleikurinn margumræddi fór fram á Ísafirði síðdegis mánudaginn 30. september og föstudaginn 4. október lék Þór gegn Gróttu á Seltjarnarnesi.Forsvarsmenn Harðar og HSÍ vissu með góðum fyrirvara að Þórsarar færu fljúgandi til Ísafjarðar og skv. útreikningum HSÍ var kostnaðurinn við flugið ótrúlega litlu meiri en hefðu Þórsarar ekið á milli Akureyrar og Ísafjarðar og gist þar eina nótt. Var þó ekki gert ráð fyrir vinnutapi leikmanna Þórs.Ánægjulegt er að sættir náðust og málið er úr sögunni.Reimar Helgason, framkvæmdastjóri Íþróttafélagsins Þórs á Akureyri
Akureyri Ísafjarðarbær Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Rukkaðir um 400 þúsund vegna ferðalags Þórs | "Hafið skömm fyrir“ Forráðamenn handknattleiksdeildar Harðar frá Ísafirði vanda kollegum sínum hjá Þór Akureyri ekki kveðjuna í pistli á Facebook-síðu sinni vegna máls sem tengist bikarleik liðanna í október. 13. febrúar 2020 07:00 Hörður og Þór sættast | HSÍ endurskoðar reglur Handknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það harmar umræðu um uppgjör ferðakostnaðar vegna bikarleiks Harðar og Þórs á Ísafirði í vetur. 15. febrúar 2020 14:49 Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Sjá meira
Rukkaðir um 400 þúsund vegna ferðalags Þórs | "Hafið skömm fyrir“ Forráðamenn handknattleiksdeildar Harðar frá Ísafirði vanda kollegum sínum hjá Þór Akureyri ekki kveðjuna í pistli á Facebook-síðu sinni vegna máls sem tengist bikarleik liðanna í október. 13. febrúar 2020 07:00
Hörður og Þór sættast | HSÍ endurskoðar reglur Handknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það harmar umræðu um uppgjör ferðakostnaðar vegna bikarleiks Harðar og Þórs á Ísafirði í vetur. 15. febrúar 2020 14:49