Tveir leikir eru í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Hér að neðan má finna byrjunarlið kvöldsins hjá Chelsea, Bayern München, Barcelona og Napoli.
Chelsea - Bayern München
Frank Lampard gerir engar breytingar á sínu liði fyrir leik kvöldsins eftir 2-1 sigur á Tottenham Hotspur um helgina. Markamaskínan Robert Lewandowski er að sjálfsögðu í fremstu línu hjá Bayern en brasilíski leikstjórnandinn Philippe Coutinho situr sem fastast á varamannabekknum.
An unchanged starting XI for the Blues! #CHEBAYpic.twitter.com/3HKvFvE9yk
— Chelsea FC (@ChelseaFC) February 25, 2020
Your #FCBayern starting XI for tonight's @ChampionsLeague clash with @ChelseaFC#CFCFCB#MiaSanMia#packmaspic.twitter.com/SYcXKm9s9P
— FC Bayern English (@FCBayernEN) February 25, 2020
Napoli - Barcelona
Kalidou Koulibaly missir af leiknum vegna meiðsla en hann snéri til baka í byrjun febrúar eftir að hafa verið frá í 2 mánuði vegna meiðsla á læri. Hins vegar virðist sem meiðslin séu enn að hrjá hann og hefur Gennaro Gattuso, þjálfari Napoli, ákveðið að hvíla hann í 7-10 daga. Það veikir vörn Napoli töluvert í leik þar sem reikna má með að þeir verði töluvert minna með boltann.
Hjá Börsungum er óvíst hvar Arturo Vidal spilar en honum er stillt upp á vinstir vængnum í 4-3-3 leikkerfi til að byrja með.
StartingXI: Ospina, Di Lorenzo, Manolas, Maksimovic, Mario Rui, Fabian, Demme, Zielinski, Callejon, Mertens, Insigne.
— Official SSC Napoli (@sscnapoli) February 25, 2020
#NAPBAR
@ChampionsLeague
#ForzaNapoliSemprepic.twitter.com/XWDzAmt6YF
The starting for #NapoliBarça!
— FC Barcelona (@FCBarcelona) February 25, 2020