Repúblikanar stungu af til að stöðva loftslagsaðgerðir Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2020 11:22 Kate Brown ríkisstjóri fordæmdi repúblikana fyrir að sniðganga þingfund og koma þannig í veg fyrir að fundarfært væri. AP/Andrew Selsky Ríkisþingmenn Repúblikanaflokksins í Oregon-ríki í Bandaríkjunum flúðu ríkishöfuðborgina Salem í gær til að koma í veg fyrir að demókratar, sem fara með meirihluta á þinginu, gætu samþykkt frumvarp sem á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum. Þetta er í annað skiptið á innan við ári sem repúblikanar flýja ríkishöfuðstaðinn til þess að stöðva þingstörf. Frumvarp demókrata, sem eru með aukinn meirihluta í báðum deildum ríkisþingsins í Oregon og ríkisstjórastólinn, kæmi á viðskiptakerfi með losunarheimildir. Repúblikanar saka þá um að hafa hunsað allar breytingatillögur þeirra við frumvarpið þrátt fyrir að því hafi verið breytt að verulegu leyti til að koma til móts við kröfur þeirra. Þannig eru til að mynda stór svæði ríkisins varanlega undanþegin kerfinu. Til þess að stöðva framgang frumvarpsins yfirgáfu ellefu öldungadeildarþingmenn repúblikana af tólf Salem og tryggðu þannig að ekki væri hægt að halda þingfund til að greiða atkvæði um frumvarpið. Tveir af hverjum þremur þingmönnum verða að vera viðstaddir þingfund til þess að hægt sé að halda atkvæðagreiðslu samkvæmt stjórnarskrá Oregon. Þingfundi var því frestað í gær, að sögn Washington Post. „Ég sárbæni samöldungadeildarþingmenn mína um að snúa aftur í þennan sal,“ sagði Peter Courtney, forseti öldungadeildarinnar og demókrati í gær. Herman Baertschiger, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, fullyrti að þeir hefðu ekki átt annarra kosta völ en að sniðganga þingfund og koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu þannig vegna þess að ekki hefði verið tekið tillit til athugasemda þeirra við frumvarpið, að sögn New York Times. Repúblikanar hafa krafist þess að frumvarpið verði lagt fyrir kjósendur. Kemur ekki til greina að láta ríkislögregluna sækja þingmennina Kate Brown, ríkisstjóri, sagði aðferðir repúblikana ólýðræðislegar og hvatti þá til að mæta á þingfund til þess að láta „rödd þeirra heyrast í staðinn fyrir að stöðva ríkisstjórnina“. Repúblikanar léku sama leik í júní í fyrra, einnig til að stöðva frumvarp um viðskiptakerfi með losunarheimildir. Þingmenn þeirra flúðu þá til nágrannaríkisins Idaho sem leiddi til þess að ríkisstjóri Oregon skipaði ríkislögreglunni að hafa uppi á þeim og færa þá aftur í ríkisþingið eins og stjórnarskrá ríkisins leyfir. Það bar þó ekki árangur og frumvarpið dó drottni sínum. Courtney segir að ekki komi til greina að biðja ríkisstjórann um að siga ríkislögreglunni á þingmenn repúblikana til að snúa þeim aftur til starfa. Brown ríkisstjóri segir að biðji þingið ekki um það hafi hún ekki völd til að láta smala repúblikönum heim til Salem, að sögn staðarblaðsins The Oregonian. Blaðið segir að þingmenn repúblikana sem komu í veg fyrir að fundarfært væri í þinginu séu fulltrúar um 36% íbúa ríkisins. Bæði hagfræðingar og vísindamenn hafa haldið viðskiptakerfi með losunarheimildir á lofti sem markaðsvænni aðgerð til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Repúblikanar fullyrða aftur á móti að frumvarpið í Oregon sé „bensínskattur dulbúinn sem umhverfisfrumvarp“. Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagsfrumvarp dautt eftir flótta repúblikana Þingmenn repúblikana flúðu Oregon til að koma í veg fyrir að meirihluti þingmanna gæti haldið atkvæðagreiðslu um viðskiptakerfi með losunarheimildir. 26. júní 2019 12:14 Lögreglu veitt leyfi til að leita uppi þingmenn sem mæta ekki til starfa Lögreglunni í Oregonríki í Bandaríkjunum hefur verið veitt heimild til þess að hafa upp á ellefu þingmönnum Repúblikanaflokksins á ríkisþinginu sem ekki hafa mætt til starfa undanfarið til þess að reyna að klekkja á stjórnarþingmönnum Demókrata. 23. júní 2019 20:25 Íhaldsmenn í minnihluta vilja flytja landamæri Oregon Þeir segjast þreyttir á því að atkvæði þeirra drukkni í atkvæðum frjálslyndra kjósenda í fjölmennum borgum ríkisins og þá sérstaklega Portland. 19. febrúar 2020 12:11 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Ríkisþingmenn Repúblikanaflokksins í Oregon-ríki í Bandaríkjunum flúðu ríkishöfuðborgina Salem í gær til að koma í veg fyrir að demókratar, sem fara með meirihluta á þinginu, gætu samþykkt frumvarp sem á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum. Þetta er í annað skiptið á innan við ári sem repúblikanar flýja ríkishöfuðstaðinn til þess að stöðva þingstörf. Frumvarp demókrata, sem eru með aukinn meirihluta í báðum deildum ríkisþingsins í Oregon og ríkisstjórastólinn, kæmi á viðskiptakerfi með losunarheimildir. Repúblikanar saka þá um að hafa hunsað allar breytingatillögur þeirra við frumvarpið þrátt fyrir að því hafi verið breytt að verulegu leyti til að koma til móts við kröfur þeirra. Þannig eru til að mynda stór svæði ríkisins varanlega undanþegin kerfinu. Til þess að stöðva framgang frumvarpsins yfirgáfu ellefu öldungadeildarþingmenn repúblikana af tólf Salem og tryggðu þannig að ekki væri hægt að halda þingfund til að greiða atkvæði um frumvarpið. Tveir af hverjum þremur þingmönnum verða að vera viðstaddir þingfund til þess að hægt sé að halda atkvæðagreiðslu samkvæmt stjórnarskrá Oregon. Þingfundi var því frestað í gær, að sögn Washington Post. „Ég sárbæni samöldungadeildarþingmenn mína um að snúa aftur í þennan sal,“ sagði Peter Courtney, forseti öldungadeildarinnar og demókrati í gær. Herman Baertschiger, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, fullyrti að þeir hefðu ekki átt annarra kosta völ en að sniðganga þingfund og koma í veg fyrir atkvæðagreiðslu þannig vegna þess að ekki hefði verið tekið tillit til athugasemda þeirra við frumvarpið, að sögn New York Times. Repúblikanar hafa krafist þess að frumvarpið verði lagt fyrir kjósendur. Kemur ekki til greina að láta ríkislögregluna sækja þingmennina Kate Brown, ríkisstjóri, sagði aðferðir repúblikana ólýðræðislegar og hvatti þá til að mæta á þingfund til þess að láta „rödd þeirra heyrast í staðinn fyrir að stöðva ríkisstjórnina“. Repúblikanar léku sama leik í júní í fyrra, einnig til að stöðva frumvarp um viðskiptakerfi með losunarheimildir. Þingmenn þeirra flúðu þá til nágrannaríkisins Idaho sem leiddi til þess að ríkisstjóri Oregon skipaði ríkislögreglunni að hafa uppi á þeim og færa þá aftur í ríkisþingið eins og stjórnarskrá ríkisins leyfir. Það bar þó ekki árangur og frumvarpið dó drottni sínum. Courtney segir að ekki komi til greina að biðja ríkisstjórann um að siga ríkislögreglunni á þingmenn repúblikana til að snúa þeim aftur til starfa. Brown ríkisstjóri segir að biðji þingið ekki um það hafi hún ekki völd til að láta smala repúblikönum heim til Salem, að sögn staðarblaðsins The Oregonian. Blaðið segir að þingmenn repúblikana sem komu í veg fyrir að fundarfært væri í þinginu séu fulltrúar um 36% íbúa ríkisins. Bæði hagfræðingar og vísindamenn hafa haldið viðskiptakerfi með losunarheimildir á lofti sem markaðsvænni aðgerð til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Repúblikanar fullyrða aftur á móti að frumvarpið í Oregon sé „bensínskattur dulbúinn sem umhverfisfrumvarp“.
Bandaríkin Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslagsfrumvarp dautt eftir flótta repúblikana Þingmenn repúblikana flúðu Oregon til að koma í veg fyrir að meirihluti þingmanna gæti haldið atkvæðagreiðslu um viðskiptakerfi með losunarheimildir. 26. júní 2019 12:14 Lögreglu veitt leyfi til að leita uppi þingmenn sem mæta ekki til starfa Lögreglunni í Oregonríki í Bandaríkjunum hefur verið veitt heimild til þess að hafa upp á ellefu þingmönnum Repúblikanaflokksins á ríkisþinginu sem ekki hafa mætt til starfa undanfarið til þess að reyna að klekkja á stjórnarþingmönnum Demókrata. 23. júní 2019 20:25 Íhaldsmenn í minnihluta vilja flytja landamæri Oregon Þeir segjast þreyttir á því að atkvæði þeirra drukkni í atkvæðum frjálslyndra kjósenda í fjölmennum borgum ríkisins og þá sérstaklega Portland. 19. febrúar 2020 12:11 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Loftslagsfrumvarp dautt eftir flótta repúblikana Þingmenn repúblikana flúðu Oregon til að koma í veg fyrir að meirihluti þingmanna gæti haldið atkvæðagreiðslu um viðskiptakerfi með losunarheimildir. 26. júní 2019 12:14
Lögreglu veitt leyfi til að leita uppi þingmenn sem mæta ekki til starfa Lögreglunni í Oregonríki í Bandaríkjunum hefur verið veitt heimild til þess að hafa upp á ellefu þingmönnum Repúblikanaflokksins á ríkisþinginu sem ekki hafa mætt til starfa undanfarið til þess að reyna að klekkja á stjórnarþingmönnum Demókrata. 23. júní 2019 20:25
Íhaldsmenn í minnihluta vilja flytja landamæri Oregon Þeir segjast þreyttir á því að atkvæði þeirra drukkni í atkvæðum frjálslyndra kjósenda í fjölmennum borgum ríkisins og þá sérstaklega Portland. 19. febrúar 2020 12:11