Fjórtán daga sóttkví fyrir þá sem dvalið hafa á hótelinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 11:15 Lögregla stendur vörð um Costa Adeje Palace-hótelið í dag. Enginn kemst inn eða út. Vísir/Lóa Pind Sóttvarnalæknir ráðleggur þeim Íslendingum sem dvalið hafa á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife að vera í sóttkví í fjórtán daga við heimkomu til Íslands. Sérstökum ráðleggingum eða takmörkunum verður ekki beint til annarra á Tenerife. Greint var frá því í morgun að sjö Íslendingar væru í sóttkví á hótelinu eftir að ítalskur læknir, sem þar hafði dvalið, greindist með kórónaveiru. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að staðan sé sú að eitt tilfelli kórónuveirunnar hafi greinst á Tenerife. Íslendingum sem verið hafa á áðurnefndu hóteli sé ráðlagt að sæta fjórtán daga sóttkví. Þetta eru sömu leiðbeiningar og beint hefur verið til farþega frá fjórum héröðum á Norður-Ítalíu, sem og Kína. Þórólfur segir jafnframt mikilvægt að fólk láti skoða sig, finni það fyrir einkennum veirunnar. Leiðbeiningar þess efnis er að finna á vef sóttvarnalæknis og hefur embættið hamrað á þeim í tengslum við fregnir af veirusmitum. Engum takmörkunum eða sérstökum ráðleggingum verður beint til annarra á Tenerife að svo stöddu. Þórólfur segir þó að það gæti breyst ef fleiri tilfelli koma upp á eyjunni. Mælst er til þess að Íslendingar á Tenerife tilkynni sig til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins svo að hægt sé að fá skýrari mynd af stöðu mála. Tvær flugvélar frá Tenerife eru á áætlun til Keflavíkur í dag, ein með Norwegian Air síðdegis og hin með Icelandair í kvöld. Mikill viðbúnaður er við hótelið á Tenerife, lögregla stendur vörð fyrir utan og enginn kemst þar inn eða út. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Svali segir að uggur sé í Íslendingum á Tenerife Um 1.500 Íslendingar á Tenerife að jafnaði. 25. febrúar 2020 10:52 Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Málið er fast“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Sjá meira
Sóttvarnalæknir ráðleggur þeim Íslendingum sem dvalið hafa á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife að vera í sóttkví í fjórtán daga við heimkomu til Íslands. Sérstökum ráðleggingum eða takmörkunum verður ekki beint til annarra á Tenerife. Greint var frá því í morgun að sjö Íslendingar væru í sóttkví á hótelinu eftir að ítalskur læknir, sem þar hafði dvalið, greindist með kórónaveiru. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við Vísi að staðan sé sú að eitt tilfelli kórónuveirunnar hafi greinst á Tenerife. Íslendingum sem verið hafa á áðurnefndu hóteli sé ráðlagt að sæta fjórtán daga sóttkví. Þetta eru sömu leiðbeiningar og beint hefur verið til farþega frá fjórum héröðum á Norður-Ítalíu, sem og Kína. Þórólfur segir jafnframt mikilvægt að fólk láti skoða sig, finni það fyrir einkennum veirunnar. Leiðbeiningar þess efnis er að finna á vef sóttvarnalæknis og hefur embættið hamrað á þeim í tengslum við fregnir af veirusmitum. Engum takmörkunum eða sérstökum ráðleggingum verður beint til annarra á Tenerife að svo stöddu. Þórólfur segir þó að það gæti breyst ef fleiri tilfelli koma upp á eyjunni. Mælst er til þess að Íslendingar á Tenerife tilkynni sig til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins svo að hægt sé að fá skýrari mynd af stöðu mála. Tvær flugvélar frá Tenerife eru á áætlun til Keflavíkur í dag, ein með Norwegian Air síðdegis og hin með Icelandair í kvöld. Mikill viðbúnaður er við hótelið á Tenerife, lögregla stendur vörð fyrir utan og enginn kemst þar inn eða út.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Svali segir að uggur sé í Íslendingum á Tenerife Um 1.500 Íslendingar á Tenerife að jafnaði. 25. febrúar 2020 10:52 Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Málið er fast“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Sjá meira
Svali segir að uggur sé í Íslendingum á Tenerife Um 1.500 Íslendingar á Tenerife að jafnaði. 25. febrúar 2020 10:52
Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55
Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14