Innlent

Gular hríðar­við­varanir í allan dag

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Viðvörun hefur þegar tekið gildi á Vestfjörðum.
Viðvörun hefur þegar tekið gildi á Vestfjörðum. Vísir/vilhelm

Gular hríðarviðvaranir taka gildi, eða hafa þegar tekið gildi, á norðurhelmingi landsins nú í morgun. Búist er við vindi allt að 20 m/s, lélegu skyggni og samgöngutruflunum í nokkrum landshlutum.

Gul viðvörun tók gildi klukkan fjögur í morgun á Vestfjörðum. Á Ströndum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra tekur hún gildi klukkan átta en klukkan tíu á Austurlandi að Glettingi. Viðvaranir eru í gildi á öllu svæðinu fram á kvöld og raunar til fimm í fyrramálið á Austurlandi.

Á vef Veðurstofunnar segir að gera megi ráð fyrir skafrenningi og versnandi akstursskilyrðum á umræddu svæði í dag.

Viðvaranir dagsins.Skjáskot/veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:

Norðaustan 8-15 m/s og él N- og A-lands, en bjart veður á S- og V-landi. Frost 1 til 8 stig.



Á fimmtudag:

Austan 10-15 og snjókoma á S- og SV-landi, annars hægari og dálítil él. Frost 2 til 12 stig, kaldast í innsveitum NA-lands.



Á föstudag:

Austlæg átt og snjókoma með köflum, einkum á SA- og A-landi. Frost 1 til 8 stig, en hiti um frostmark við S-ströndina.



Á laugardag:

Norðaustanátt og slydda eða snjókoma, en úrkomulítið SV-til á landinu. Frost 0 til 8 stig.



Á sunnudag og mánudag:

Breytileg átt og snjókoma eða él




Fleiri fréttir

Sjá meira


×