„Tómt mál“ að ræða stöðu einkarekinna miðla án þess að taka mið af stöðu Rúv á auglýsingamarkaði Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. febrúar 2020 20:30 Það er tómt mál að tala um stöðu einkarekinna fjölmiðla án þess að taka stöðu Rúv á auglýsingamarkaði með inn í reikninginn segir formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Ekkert formlegt samkomulag sé í gildi milli ríkisstjórnarflokkana hvað lýtur að fjölmiðlafrumvarpinu, að öðru leyti en því að staða Rúv á auglýsingamarkaði verði skoðuð samhliða. Ólíkar raddir heyrast innan úr röðum stjórnarflokkanna þriggja um hvernig er í pottinn búið hvað þetta varðar. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla rétt fyrir þinglok í desember. Síðan hefur málið legið hjá allsherjar- og menntamálanefnd. „Það er að síga á seinni hlutann í þessu. Gestakomum er næstum því lokið. Ætli það séu ekki tveir gestir sem verða kallaðir til viðbótar og síðan þurfa menn bara að ræða sig fram til niðurstöðu um málið þegar því líkur,“ segir Páll Magnússon, formaður nefndarinnar, spurður um stöðu málsins. Hann segir erfitt að segja til um það hvenær málið geti gengið til annarrar umræðu í þinginu. „En ætli reyni ekki á þetta núna á næstu vikum, hvort að þær verði þrjár eða fimm er ég ekki alveg viss um,“ segir Páll. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ræddi meðal annars stöðu fjölmiðla í Víglínunni á Stöð 2 í gær.Vísir/Einar Í Víglínunni á Stöð 2 í gær ræddi Lilja Alfreðsdóttir meðal annars stöðu fjölmiðlafrumvarpsins og vinnu við nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið. Þar er meðal annars verið að horfa til stöðu Rúv á auglýsingamarkaði. „Við erum í viðræðum við Ríkisútvarpið í tengslum við þjónustusamninginn. En stjórnarflokkarnir hafa komist að ákveðnu samkomulagi hvað þetta varðar, og þetta verður til þess, þær aðgerðir sem að við erum að boða, til þess að styðja við íslenskan fjölmiðlamarkað,“ sagði Lilja. Aðspurður segir Páll ekkert formlegt samkomulag vera í gildi flokkanna á milli um útfærsluna. „Ekki annað en það að menntamálaráðherra, og svo sem öllum er ljóst og ég held að það sé svo sem enginn ágreiningur um það, að það verði ekki tekið á þessum vanda einkarekinna fjölmiðla án þess að komast að einhverri niðurstöðu um þessa takmörkun á auglýsingamarkaði. Það er eiginlega tómt mál að tala um stöðu einkarekinna fjölmiðla án þess að taka það með í reikninginn,“ svarar Páll. Ekkert samkomulag um Rúv segir þingmaður VG Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld að ekkert samkomulag sé í gildi á milli stjórnarflokkanna hvað varðar Rúv. „Töluvert hefur verið rætt undanfarið um að eitthvað samkomulag sé á milli stjórnarflokkanna um RÚV og stöðu þess á auglýsingamarkaði. Svo er ekki,“ skrifar Kolbeinn. Hann hafi verið skýr um það af sinni hálfu „að frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla tengist RÚV ekki á nokkurn hátt, ríkisfjölmiðillinn sé ekki skiptimynt í því máli. Við í Vinstri grænum höfum sagt að ekki eigi að skerða tekjur RÚV og að þau sem vilji minnka hlut þess á auglýsingamarkaði þurfi þá að svara því til hvernig þær tekjur verði bættar. Um ekkert af þessu er samkomulag á milli stjórnarflokkanna,“ skrifar Kolbeinn. Alþingi Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Það er tómt mál að tala um stöðu einkarekinna fjölmiðla án þess að taka stöðu Rúv á auglýsingamarkaði með inn í reikninginn segir formaður allsherjar- og menntamálanefndar. Ekkert formlegt samkomulag sé í gildi milli ríkisstjórnarflokkana hvað lýtur að fjölmiðlafrumvarpinu, að öðru leyti en því að staða Rúv á auglýsingamarkaði verði skoðuð samhliða. Ólíkar raddir heyrast innan úr röðum stjórnarflokkanna þriggja um hvernig er í pottinn búið hvað þetta varðar. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla rétt fyrir þinglok í desember. Síðan hefur málið legið hjá allsherjar- og menntamálanefnd. „Það er að síga á seinni hlutann í þessu. Gestakomum er næstum því lokið. Ætli það séu ekki tveir gestir sem verða kallaðir til viðbótar og síðan þurfa menn bara að ræða sig fram til niðurstöðu um málið þegar því líkur,“ segir Páll Magnússon, formaður nefndarinnar, spurður um stöðu málsins. Hann segir erfitt að segja til um það hvenær málið geti gengið til annarrar umræðu í þinginu. „En ætli reyni ekki á þetta núna á næstu vikum, hvort að þær verði þrjár eða fimm er ég ekki alveg viss um,“ segir Páll. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ræddi meðal annars stöðu fjölmiðla í Víglínunni á Stöð 2 í gær.Vísir/Einar Í Víglínunni á Stöð 2 í gær ræddi Lilja Alfreðsdóttir meðal annars stöðu fjölmiðlafrumvarpsins og vinnu við nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið. Þar er meðal annars verið að horfa til stöðu Rúv á auglýsingamarkaði. „Við erum í viðræðum við Ríkisútvarpið í tengslum við þjónustusamninginn. En stjórnarflokkarnir hafa komist að ákveðnu samkomulagi hvað þetta varðar, og þetta verður til þess, þær aðgerðir sem að við erum að boða, til þess að styðja við íslenskan fjölmiðlamarkað,“ sagði Lilja. Aðspurður segir Páll ekkert formlegt samkomulag vera í gildi flokkanna á milli um útfærsluna. „Ekki annað en það að menntamálaráðherra, og svo sem öllum er ljóst og ég held að það sé svo sem enginn ágreiningur um það, að það verði ekki tekið á þessum vanda einkarekinna fjölmiðla án þess að komast að einhverri niðurstöðu um þessa takmörkun á auglýsingamarkaði. Það er eiginlega tómt mál að tala um stöðu einkarekinna fjölmiðla án þess að taka það með í reikninginn,“ svarar Páll. Ekkert samkomulag um Rúv segir þingmaður VG Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, segir í færslu á Facebook-síðu sinni í kvöld að ekkert samkomulag sé í gildi á milli stjórnarflokkanna hvað varðar Rúv. „Töluvert hefur verið rætt undanfarið um að eitthvað samkomulag sé á milli stjórnarflokkanna um RÚV og stöðu þess á auglýsingamarkaði. Svo er ekki,“ skrifar Kolbeinn. Hann hafi verið skýr um það af sinni hálfu „að frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla tengist RÚV ekki á nokkurn hátt, ríkisfjölmiðillinn sé ekki skiptimynt í því máli. Við í Vinstri grænum höfum sagt að ekki eigi að skerða tekjur RÚV og að þau sem vilji minnka hlut þess á auglýsingamarkaði þurfi þá að svara því til hvernig þær tekjur verði bættar. Um ekkert af þessu er samkomulag á milli stjórnarflokkanna,“ skrifar Kolbeinn.
Alþingi Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira