Höfuðborgin slapp þokkalega við snjókomu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. febrúar 2020 06:30 Frá snjómokstri á höfuðborgarsvæðinu fyrr í vetur. vísir/vilhelm Það snjóaði á sunnan- og vestanverðu landinu í nótt en að sögn Daníels Þorlákssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, virðist höfuðborgin hafa sloppið þokkalega við snjókomu þar sem það snjóaði meira sunnan og norðan megin við hana. Segir Daníel að hann telji ólíklegt að það séu meira en tíu sentimetrar af jafnföllum snjó einhvers staðar á höfuðborgarsvæðinu. Í gær var varað við því að ófærð gæti valdið vandræðum í morgunumferðinni og þótt ekki hafi snjóað eins mikið og búist var við ætti að vera í góðu lagi að taka sér ef til vill eilítið meira tíma á leið til vinnu eða skóla en venjulega. Snjómokstur er hafinn á höfuðborgarsvæðinu en á vef Reykjavíkurborgar segir að stofnbrautir, strætóleiðir og fjölfarnar safngötur njóti forgangs þegar kemur að mokstri. Miðað sé við að stofnbrautir og strætóleiðir séu færar fyrir klukkan sjö að morgni og að hreinsun annarra umferðargatna sé lokið fyrir klukkan átta. Stofnstígar svo sem göngu- og hjólastígar milli borgarhluta fá forgang í hreinsun og síðan helstu gönguleiðir að strætóbiðstöðvum og skólum sem eiga að vera greiðfærar fyrir klukkan átta virka daga. Það er þó rétt að taka fram að vegna ótímabundins verkfalls hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar sem eru í Eflingu er snjóhreinsun og hálkuvörnum á aðskildum hjólaleiðum og stofnanalóðum, til dæmis við leik og grunnskóla ekki sinnt. Veðurhorfur á landinu: Suðlæg átt 5-13 og lægir í kvöld. Gengur á með éljum en lengst af bjartviðri á norðaustan til. Gengur í norðaustan 13-18 m/s á morgun en hægari syðst á landinu fram á kvöld. Snjókoma með köflum, en léttir til um sunnanvert landið. Frost 0 til 8 stig, kaldast inn til landsins, en frostlaust við suðurströndina í dag. Á þriðjudag: Norðaustan 13-18 m/s og snjókoma á Vestfjörðum og með norðurströndinni, annars hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað að mestu og þurrt. Frost 1 til 8 stig, kaldast inn til landsins. Á miðvikudag: Norðan- og norðaustan 8-15 m/s átt og dálítil él, en úrkomulítið um sunnanvert landið. Herðir á frosti. Á fimmtudag: Stíf austlæg átt og él eða snjókoma í flestum landshlutum. Frost um land allt. Á föstudag: Austlæg eða breytileg átt og snjókoma austantil á landinu, annars þurrt. Vægt frost en frostlaust syðst á landinu. Á laugardag: Suðlæg átt og dálítil snjókoma eða él, en þurrt norðvestantil. Hiti breytist lítið. Reykjavík Samgöngur Veður Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Það snjóaði á sunnan- og vestanverðu landinu í nótt en að sögn Daníels Þorlákssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands, virðist höfuðborgin hafa sloppið þokkalega við snjókomu þar sem það snjóaði meira sunnan og norðan megin við hana. Segir Daníel að hann telji ólíklegt að það séu meira en tíu sentimetrar af jafnföllum snjó einhvers staðar á höfuðborgarsvæðinu. Í gær var varað við því að ófærð gæti valdið vandræðum í morgunumferðinni og þótt ekki hafi snjóað eins mikið og búist var við ætti að vera í góðu lagi að taka sér ef til vill eilítið meira tíma á leið til vinnu eða skóla en venjulega. Snjómokstur er hafinn á höfuðborgarsvæðinu en á vef Reykjavíkurborgar segir að stofnbrautir, strætóleiðir og fjölfarnar safngötur njóti forgangs þegar kemur að mokstri. Miðað sé við að stofnbrautir og strætóleiðir séu færar fyrir klukkan sjö að morgni og að hreinsun annarra umferðargatna sé lokið fyrir klukkan átta. Stofnstígar svo sem göngu- og hjólastígar milli borgarhluta fá forgang í hreinsun og síðan helstu gönguleiðir að strætóbiðstöðvum og skólum sem eiga að vera greiðfærar fyrir klukkan átta virka daga. Það er þó rétt að taka fram að vegna ótímabundins verkfalls hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar sem eru í Eflingu er snjóhreinsun og hálkuvörnum á aðskildum hjólaleiðum og stofnanalóðum, til dæmis við leik og grunnskóla ekki sinnt. Veðurhorfur á landinu: Suðlæg átt 5-13 og lægir í kvöld. Gengur á með éljum en lengst af bjartviðri á norðaustan til. Gengur í norðaustan 13-18 m/s á morgun en hægari syðst á landinu fram á kvöld. Snjókoma með köflum, en léttir til um sunnanvert landið. Frost 0 til 8 stig, kaldast inn til landsins, en frostlaust við suðurströndina í dag. Á þriðjudag: Norðaustan 13-18 m/s og snjókoma á Vestfjörðum og með norðurströndinni, annars hæg norðlæg eða breytileg átt, skýjað að mestu og þurrt. Frost 1 til 8 stig, kaldast inn til landsins. Á miðvikudag: Norðan- og norðaustan 8-15 m/s átt og dálítil él, en úrkomulítið um sunnanvert landið. Herðir á frosti. Á fimmtudag: Stíf austlæg átt og él eða snjókoma í flestum landshlutum. Frost um land allt. Á föstudag: Austlæg eða breytileg átt og snjókoma austantil á landinu, annars þurrt. Vægt frost en frostlaust syðst á landinu. Á laugardag: Suðlæg átt og dálítil snjókoma eða él, en þurrt norðvestantil. Hiti breytist lítið.
Reykjavík Samgöngur Veður Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira