Segir Thunberg hafa verið „smám saman að hverfa inn í myrkrið“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2020 18:30 Greta Thunberg. Vísir/Getty Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg hætti á tímabili að tala og neyta matar þegar hún var ellefu ára, að því er fram kemur í væntanlegri bók móður hennar. Skömmu síðar var Thunberg greind með einhverfu. Thunberg er nú sautján ára og hefur vakið mikla athygli fyrir baráttu sína í loftslagsmálum en hún hófst með skólaverkfalli hennar í Stokkhólmi síðla sumars árið 2018. Malena Ernman, móðir Thunberg, lýsir því í nýrri bók sinni að dóttir hennar hafi nær ekkert talað þegar hún var barn. Á um tveggja mánaða tímabili þegar Thunberg var ellefu ára hafi hún jafnframt neitað að borða og lést um hættulega mörg kíló. Ernman lýsir því að dóttir sín hafi smám saman verið að „hverfa inn í einhvers konar myrkur.“ „Hún hætti að spila á píanóið. Hún hætti að hlæja. Hún hætti að tala. Og hún hætti að borða,“ skrifar Ernman. Þá hafi hún átt erfitt með að skilja af hverju dóttir hennar hegðaði sér á þennan hátt. Foreldrar hennar hafi jafnframt komist að því um svipað leyti að Thunberg væri lögð í einelti í skóla. Loks var Thunberg greind með einhverfu, sem gerði henni gott, og líf hennar umturnaðist enn frekar þegar skólaverkfallið hóf að vekja athygli. Hægt er að lesa hluta úr bók Ernman sem ber titilinn Our House Is on Fire: Scenes of a Family and a Planet in Crisis á vef Observer. Bókin kemur út 5. mars næstkomandi. Með aðgerðum sínum vill Thunberg þrýsta á stjórnvöld að grípa til harðari aðgerða þegar kemur að því að draga úr útblæstri koltvísýrings. Þegar leið á baráttu Thunberg bættust ungmenni, alls staðar að úr heiminum, við og hófu svokölluð skólaverkföll. Thunberg var valin manneskja ársins hjá bandaríska blaðinu Time í fyrra. Loftslagsmál Svíþjóð Tengdar fréttir Thunberg gerir lítið úr háði bandaríska fjármálaráðherrans Fjármálaráðherra Bandaríkjanna sagði Gretu Thunberg að læra hagfræði áður en hún gagnrýndi jarðefnaeldsneytisiðnaðinn á efnahagsráðstefnunni í Davos. 23. janúar 2020 22:47 Nafnið Greta Thunberg verður skrásett vörumerki Greta Thunberg hefur sóst eftir að skrásetja nafnið sitt og fleira sem vörumerki. Segir hún það nauðsynlegt til að "vernda hreyfinguna“ og koma í veg fyrir að hún verði misnotuð í viðskiptalegum tilgangi. 30. janúar 2020 10:04 Greta sakaði leiðtoga um aðgerðarleysi Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ávarpaði gesti á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í morgun og gagnrýndi hún leiðtoga fyrir aðgerðarleysi. 21. janúar 2020 10:50 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg hætti á tímabili að tala og neyta matar þegar hún var ellefu ára, að því er fram kemur í væntanlegri bók móður hennar. Skömmu síðar var Thunberg greind með einhverfu. Thunberg er nú sautján ára og hefur vakið mikla athygli fyrir baráttu sína í loftslagsmálum en hún hófst með skólaverkfalli hennar í Stokkhólmi síðla sumars árið 2018. Malena Ernman, móðir Thunberg, lýsir því í nýrri bók sinni að dóttir hennar hafi nær ekkert talað þegar hún var barn. Á um tveggja mánaða tímabili þegar Thunberg var ellefu ára hafi hún jafnframt neitað að borða og lést um hættulega mörg kíló. Ernman lýsir því að dóttir sín hafi smám saman verið að „hverfa inn í einhvers konar myrkur.“ „Hún hætti að spila á píanóið. Hún hætti að hlæja. Hún hætti að tala. Og hún hætti að borða,“ skrifar Ernman. Þá hafi hún átt erfitt með að skilja af hverju dóttir hennar hegðaði sér á þennan hátt. Foreldrar hennar hafi jafnframt komist að því um svipað leyti að Thunberg væri lögð í einelti í skóla. Loks var Thunberg greind með einhverfu, sem gerði henni gott, og líf hennar umturnaðist enn frekar þegar skólaverkfallið hóf að vekja athygli. Hægt er að lesa hluta úr bók Ernman sem ber titilinn Our House Is on Fire: Scenes of a Family and a Planet in Crisis á vef Observer. Bókin kemur út 5. mars næstkomandi. Með aðgerðum sínum vill Thunberg þrýsta á stjórnvöld að grípa til harðari aðgerða þegar kemur að því að draga úr útblæstri koltvísýrings. Þegar leið á baráttu Thunberg bættust ungmenni, alls staðar að úr heiminum, við og hófu svokölluð skólaverkföll. Thunberg var valin manneskja ársins hjá bandaríska blaðinu Time í fyrra.
Loftslagsmál Svíþjóð Tengdar fréttir Thunberg gerir lítið úr háði bandaríska fjármálaráðherrans Fjármálaráðherra Bandaríkjanna sagði Gretu Thunberg að læra hagfræði áður en hún gagnrýndi jarðefnaeldsneytisiðnaðinn á efnahagsráðstefnunni í Davos. 23. janúar 2020 22:47 Nafnið Greta Thunberg verður skrásett vörumerki Greta Thunberg hefur sóst eftir að skrásetja nafnið sitt og fleira sem vörumerki. Segir hún það nauðsynlegt til að "vernda hreyfinguna“ og koma í veg fyrir að hún verði misnotuð í viðskiptalegum tilgangi. 30. janúar 2020 10:04 Greta sakaði leiðtoga um aðgerðarleysi Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ávarpaði gesti á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í morgun og gagnrýndi hún leiðtoga fyrir aðgerðarleysi. 21. janúar 2020 10:50 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Thunberg gerir lítið úr háði bandaríska fjármálaráðherrans Fjármálaráðherra Bandaríkjanna sagði Gretu Thunberg að læra hagfræði áður en hún gagnrýndi jarðefnaeldsneytisiðnaðinn á efnahagsráðstefnunni í Davos. 23. janúar 2020 22:47
Nafnið Greta Thunberg verður skrásett vörumerki Greta Thunberg hefur sóst eftir að skrásetja nafnið sitt og fleira sem vörumerki. Segir hún það nauðsynlegt til að "vernda hreyfinguna“ og koma í veg fyrir að hún verði misnotuð í viðskiptalegum tilgangi. 30. janúar 2020 10:04
Greta sakaði leiðtoga um aðgerðarleysi Sænski loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg ávarpaði gesti á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í morgun og gagnrýndi hún leiðtoga fyrir aðgerðarleysi. 21. janúar 2020 10:50