FH-ingar unnu flesta Íslandsmeistaratitla | Piltamet og tvö mótsmet Sindri Sverrisson skrifar 23. febrúar 2020 17:22 Kristján Viggó Sigfinnsson bætti piltamet sitt. mynd/frí FH-ingar voru sigursælastir á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem lauk í Kaplakrika í dag. Ari Bragi Kárason fór heim með þrenn gullverðlaun af mótinu. Alls unnu FH-ingar 11 gullverðlaun, ÍR og Breiðabliki 4 hvort félag, UMSS og UFA 2 hvort, og Ármann og HSK/Selfoss 1 hvort. Ari Bragi vann 200 metra hlaup á 22,11, aðeins 1/100 úr sekúndu á undan félaga sínum úr FH, Kormáki Ara Hafliðasyni. Ari Bragi hafði áður unnið 60 metra hlaupið í gær. Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH, sem vann 400 metra hlaupið í gær, vann 200 metra hlaupið í dag á 24,84 sekúndum. Agnes Kristjánsdóttir úr ÍR næst á 25,01 sekúndum. Tvö mótsmet voru sett í boðhlaupum í dag. Sveit FH vann 4x200 metra boðhlaup karla á nýju mótsmeti eða 1:30,21 mínútu. Sveitina skipuðu Trausti Stefánsson, Kormákur Ari Hafliðason, Bjarni Páll Pálsson og Ari Bragi. Sveit ÍR vann hins vegar 4x200 metra hlaup kvenna á 1:40,39, en þá sveit skipuðu Andrea Torfadóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Dagbjört Lilja Magnúsdóttir og Agnes Kristjánsdóttir. Kristján Viggó Sigfinnsson úr Ármanni vann hástökk með 2,15 metra stökki og bætti þar með piltamet sitt (16-17 ára) um tvo sentímetra. Kristján Viggó, sem varð Norðurlandameistari 19 ára og yngri síðasta sumar, sló 23 ára gamalt met Einars Karls Hjartarsonar í janúar með 2,13 metra stökki sínu. Ari Bragi Kárason, Íslandsmethafi í 100 metra hlaupi, var sigursæll á heimavelli um helgina.mynd/stöð 2 Hafdís Sigurðardóttir vann langstökk kvenna með 6,14 metra stökki en hún átti þrjú stökk sem öll voru á bilinu 6,12-6,14 metrar. Hún hafði unnið 60 metra hlaupið í gær. Birna Kristín Kristjánsdóttir úr Breiðabliki fékk silfur með 5,73 metra stökk. Ingibjörg Sigurðardóttir varð Íslandsmeistari í 800 metra hlaupi kvenna á 2:16,87 mínútum. Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir úr FH fékk silfur á 2:21,66. Sæmundur Ólafsson úr ÍR vann 800 metra hlaup karla á 1:56,35 mínútu. Kjartan Óli Ágústsson kom annar í mark á 1:58,76. Arnar Pétursson, nýkominn aftur í raðir Breiðabliks, bætti við öðrum gullverðlaunum sínum á mótinu þegar hann vann 3.000 metra hlaup af miklu öryggi, líkt og 1.500 metra hlaupið, á 8:42,46. Andrea Kolbeinsdóttir úr ÍR vann sömuleiðis öruggan sigur í 3.000 metra hlaupi kvenna á 10:00,20 mínútum. Ísak Óli Traustason úr UMSS vann 60 metra grindahlaup á 8,42 sekúndum. Einar Daði Lárusson úr ÍR var næstur á 8,56. Ísak Óli vann einnig langstökkskeppnina með 6,90 metra stökki, eða þremur sentímetrum lengra stökki en Kristinn Torfason úr FH náði. María Rún Gunnlaugsdóttir úr FH vann 60 metra grindahlaup kvenna á 8,82 sekúndum en Fjóla Signý Hannesdóttir úr HSK/Selfossi varð önnur á 9,10. María vann einnig kúluvarpið með 12,82 metra kasti. Karen Sif Ársælsdóttir úr Breiðabliki vann stangarstökk kvenna með 3,30 metra stökki. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Guðni Valur náði sínum besta árangri í kúluvarpi | FH með örugga forystu Fyrri keppnisdegi af tveimur á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss er lokið. 22. febrúar 2020 15:41 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira
FH-ingar voru sigursælastir á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem lauk í Kaplakrika í dag. Ari Bragi Kárason fór heim með þrenn gullverðlaun af mótinu. Alls unnu FH-ingar 11 gullverðlaun, ÍR og Breiðabliki 4 hvort félag, UMSS og UFA 2 hvort, og Ármann og HSK/Selfoss 1 hvort. Ari Bragi vann 200 metra hlaup á 22,11, aðeins 1/100 úr sekúndu á undan félaga sínum úr FH, Kormáki Ara Hafliðasyni. Ari Bragi hafði áður unnið 60 metra hlaupið í gær. Þórdís Eva Steinsdóttir úr FH, sem vann 400 metra hlaupið í gær, vann 200 metra hlaupið í dag á 24,84 sekúndum. Agnes Kristjánsdóttir úr ÍR næst á 25,01 sekúndum. Tvö mótsmet voru sett í boðhlaupum í dag. Sveit FH vann 4x200 metra boðhlaup karla á nýju mótsmeti eða 1:30,21 mínútu. Sveitina skipuðu Trausti Stefánsson, Kormákur Ari Hafliðason, Bjarni Páll Pálsson og Ari Bragi. Sveit ÍR vann hins vegar 4x200 metra hlaup kvenna á 1:40,39, en þá sveit skipuðu Andrea Torfadóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Dagbjört Lilja Magnúsdóttir og Agnes Kristjánsdóttir. Kristján Viggó Sigfinnsson úr Ármanni vann hástökk með 2,15 metra stökki og bætti þar með piltamet sitt (16-17 ára) um tvo sentímetra. Kristján Viggó, sem varð Norðurlandameistari 19 ára og yngri síðasta sumar, sló 23 ára gamalt met Einars Karls Hjartarsonar í janúar með 2,13 metra stökki sínu. Ari Bragi Kárason, Íslandsmethafi í 100 metra hlaupi, var sigursæll á heimavelli um helgina.mynd/stöð 2 Hafdís Sigurðardóttir vann langstökk kvenna með 6,14 metra stökki en hún átti þrjú stökk sem öll voru á bilinu 6,12-6,14 metrar. Hún hafði unnið 60 metra hlaupið í gær. Birna Kristín Kristjánsdóttir úr Breiðabliki fékk silfur með 5,73 metra stökk. Ingibjörg Sigurðardóttir varð Íslandsmeistari í 800 metra hlaupi kvenna á 2:16,87 mínútum. Elín Sóley Sigurbjörnsdóttir úr FH fékk silfur á 2:21,66. Sæmundur Ólafsson úr ÍR vann 800 metra hlaup karla á 1:56,35 mínútu. Kjartan Óli Ágústsson kom annar í mark á 1:58,76. Arnar Pétursson, nýkominn aftur í raðir Breiðabliks, bætti við öðrum gullverðlaunum sínum á mótinu þegar hann vann 3.000 metra hlaup af miklu öryggi, líkt og 1.500 metra hlaupið, á 8:42,46. Andrea Kolbeinsdóttir úr ÍR vann sömuleiðis öruggan sigur í 3.000 metra hlaupi kvenna á 10:00,20 mínútum. Ísak Óli Traustason úr UMSS vann 60 metra grindahlaup á 8,42 sekúndum. Einar Daði Lárusson úr ÍR var næstur á 8,56. Ísak Óli vann einnig langstökkskeppnina með 6,90 metra stökki, eða þremur sentímetrum lengra stökki en Kristinn Torfason úr FH náði. María Rún Gunnlaugsdóttir úr FH vann 60 metra grindahlaup kvenna á 8,82 sekúndum en Fjóla Signý Hannesdóttir úr HSK/Selfossi varð önnur á 9,10. María vann einnig kúluvarpið með 12,82 metra kasti. Karen Sif Ársælsdóttir úr Breiðabliki vann stangarstökk kvenna með 3,30 metra stökki.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Guðni Valur náði sínum besta árangri í kúluvarpi | FH með örugga forystu Fyrri keppnisdegi af tveimur á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss er lokið. 22. febrúar 2020 15:41 Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Sjá meira
Guðni Valur náði sínum besta árangri í kúluvarpi | FH með örugga forystu Fyrri keppnisdegi af tveimur á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum innanhúss er lokið. 22. febrúar 2020 15:41