Leik Berglindar frestað vegna útbreiðslu Covid-19 veirunnar á Ítalíu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. febrúar 2020 12:13 Berglind Björg Þorvaldsdóttir er markahrókur. vísir/Getty Íslensk knattspyrnukona sem leikur með ítalska liðinu AC Mílan segir að þungt sé yfir fólki vegna kórónaveirunnar Covid-19 . Leik sem liðið átti að spila í morgun var frestað vegna veirunnar en leikmenn mega ekki yfirgefa húsnæði sín í dag. Berglind Björg Þorvaldsdóttir leikur með ítalska liðinu AC Mílan. Í morgun var leik liðsins gegn Fiorentina frestað vegna kórónaveirunnar Covid-19. „Þegar við vöknuðum í morgun fengum við þau skilaboð að leik karlanna hafi verið aflýst og svo sömuleiðis okkar leik. Dagurinn byrjaði bara þannig,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Leikmenn hafa fengið þau skilaboð að halda sig innandyra í dag. „Við fengum plan sem við áttum að fylgja eftir. Við megum ekki fara út eða fara út að borða eða neitt. Við eigum að halda okkur innandyra í dag og svo verður talað betur við okkur á morgun,“ sagði Berglind. Hún segir þungt yfir fólki vegna ástandsins á Ítalíu. „Það voru allir frekar smeykir í morgun þegar við fengum þessar fréttir. Svo lásum við greinar á netinu um að tveir hafi látist á Ítalíu í gær vegna veirunnar þannig það er ekki létt yfir fólkinu en ekkert til að panikka yfir,“ sagði Berglind. Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu COVID19-veirunnar í Evrópu til þessa. Forsætisráðherra landsins kynnti áætlunina í gærkvöldi eftir að staðfest var að 79 hafi smitast af veirunni í landinu og tveir látist. Ferðafrelsi um fimmtíu þúsund íbúa Í Langbarða- og Venetohéraði á Norður-Ítalíu hefur verið skert verulega og fólk beðið um að halda kyrru fyrir heima. Íslendingar erlendis Ítalía Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leikjum á Ítalíu frestað vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar Tveir hafa látist af völdum COVID19-veirunnar á Ítalíu. 23. febrúar 2020 09:46 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Íslensk knattspyrnukona sem leikur með ítalska liðinu AC Mílan segir að þungt sé yfir fólki vegna kórónaveirunnar Covid-19 . Leik sem liðið átti að spila í morgun var frestað vegna veirunnar en leikmenn mega ekki yfirgefa húsnæði sín í dag. Berglind Björg Þorvaldsdóttir leikur með ítalska liðinu AC Mílan. Í morgun var leik liðsins gegn Fiorentina frestað vegna kórónaveirunnar Covid-19. „Þegar við vöknuðum í morgun fengum við þau skilaboð að leik karlanna hafi verið aflýst og svo sömuleiðis okkar leik. Dagurinn byrjaði bara þannig,“ sagði Berglind Björg Þorvaldsdóttir. Leikmenn hafa fengið þau skilaboð að halda sig innandyra í dag. „Við fengum plan sem við áttum að fylgja eftir. Við megum ekki fara út eða fara út að borða eða neitt. Við eigum að halda okkur innandyra í dag og svo verður talað betur við okkur á morgun,“ sagði Berglind. Hún segir þungt yfir fólki vegna ástandsins á Ítalíu. „Það voru allir frekar smeykir í morgun þegar við fengum þessar fréttir. Svo lásum við greinar á netinu um að tveir hafi látist á Ítalíu í gær vegna veirunnar þannig það er ekki létt yfir fólkinu en ekkert til að panikka yfir,“ sagði Berglind. Ítölsk stjórnvöld hafa gripið til neyðaraðgerða til að bregðast við mestu útbreiðslu COVID19-veirunnar í Evrópu til þessa. Forsætisráðherra landsins kynnti áætlunina í gærkvöldi eftir að staðfest var að 79 hafi smitast af veirunni í landinu og tveir látist. Ferðafrelsi um fimmtíu þúsund íbúa Í Langbarða- og Venetohéraði á Norður-Ítalíu hefur verið skert verulega og fólk beðið um að halda kyrru fyrir heima.
Íslendingar erlendis Ítalía Ítalski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Leikjum á Ítalíu frestað vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar Tveir hafa látist af völdum COVID19-veirunnar á Ítalíu. 23. febrúar 2020 09:46 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Sjá meira
Leikjum á Ítalíu frestað vegna ótta við útbreiðslu kórónaveirunnar Tveir hafa látist af völdum COVID19-veirunnar á Ítalíu. 23. febrúar 2020 09:46