„Mjólk er fyrir kálfa en ekki börn“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. febrúar 2020 12:00 Þórunn Pétursdóttir, bæjarfulltrúi í bæjarstjórn Hveragerðisbæjar.Þórunn er einnig sviðstjóri hjá Landgræðslunni. Landgræðslan. „Mjólk er fyrir kálfa en ekki börn“, segir bæjarfulltrúi í Hveragerði, sem sat hjá þegar bæjarstjórn samþykkti næringarstefnu fyrir grunn og leikskóla bæjarins. Bæjarfulltrúinn segir að kalk úr mjólk sé ekki besti kalkgjafi sem völ er á. Í nýrri næringastefnu Hveragerðisbæjar sem var samþykkt með sex af sjö atkvæðum bæjarfulltrúa kemur meðal annars fram að börn verji stórum hluta dagsins í leik- og grunnskóla og því sé mikilvægt að þau eigi þar kost á hollum og góðum mat. Í skólum Hveragerðisbæjar er lögð áhersla á að bjóða upp á heilsusamlegt fæði og fjölbreytt hráefnaval samkvæmt ráðleggingum Landlæknis. Í stefnunni er fjallað um fæðuofnæmi og óþol og einnig hvernig mötuneytin mæta öðrum óskum um sérfæði. Þórunn Pétursdóttir, bæjarfulltrúi hjá „Okkar Hveragerði“, sem situr í minni hluta sat hjá þegar atkvæðagreiðsla fór fram um nýju næringarstefnunnar þar sem kemur að mjólkurkaflanum en í stefnunni eru börnum í Hveragerði ráðlagt að drekka tvö glös af mjólk á dag til að tryggja kalkinntöku. „Ég get bara ekki skrifað upp á það að við eigum að ráðleggja mjólkurdrykkjum til að tryggja kalkinntöku. Það eru skiptar skoðanir á hollustu mjólkur yfir höfuð og það eru svo margar aðrar leiðir til að tryggja kalkinntöku, til dæmis með grænu grænmeti, Sesamfræjum, baunum og möndlum. Ég tel að við ættum frekar að horfa til þess að skólafæði sé samsett þannig að það uppfylli næringarþarfir barnanna, en ekki að draga fram mjólkina umfram eitthvað annað“, segir Þórunn og bætir við: „Ég held að mjólk sé best fyrir kálfa eins og hún er búin til upphaflega af kúnni, það er bara þannig.“ Þórunn segir segir að mjólk sé fyrir kálfa, ekki börn og getur því ekki samþykkt næringastefnu Hveragerðisbæjar þar sem börnum í bæjarfélaginu er ráðlagt að drekka 2 glös af mjólk á dag til að tryggja kalkinntöku.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En drekkur Þórunn sjálf mjólk? „Ekki í dag, ég drakk mjög mikið af mjólk þegar ég var barn beint úr kúnni og svo varð laktósa óþol og annað skemmtilegt til þess að ég steinhætti því, ég tel líka að kálfurinn eigi að njóta hennar en ekki ég.“ Þórunn segir að mjólk sé fyrst og fremst fyrir kálfa.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Börn og uppeldi Hveragerði Landbúnaður Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
„Mjólk er fyrir kálfa en ekki börn“, segir bæjarfulltrúi í Hveragerði, sem sat hjá þegar bæjarstjórn samþykkti næringarstefnu fyrir grunn og leikskóla bæjarins. Bæjarfulltrúinn segir að kalk úr mjólk sé ekki besti kalkgjafi sem völ er á. Í nýrri næringastefnu Hveragerðisbæjar sem var samþykkt með sex af sjö atkvæðum bæjarfulltrúa kemur meðal annars fram að börn verji stórum hluta dagsins í leik- og grunnskóla og því sé mikilvægt að þau eigi þar kost á hollum og góðum mat. Í skólum Hveragerðisbæjar er lögð áhersla á að bjóða upp á heilsusamlegt fæði og fjölbreytt hráefnaval samkvæmt ráðleggingum Landlæknis. Í stefnunni er fjallað um fæðuofnæmi og óþol og einnig hvernig mötuneytin mæta öðrum óskum um sérfæði. Þórunn Pétursdóttir, bæjarfulltrúi hjá „Okkar Hveragerði“, sem situr í minni hluta sat hjá þegar atkvæðagreiðsla fór fram um nýju næringarstefnunnar þar sem kemur að mjólkurkaflanum en í stefnunni eru börnum í Hveragerði ráðlagt að drekka tvö glös af mjólk á dag til að tryggja kalkinntöku. „Ég get bara ekki skrifað upp á það að við eigum að ráðleggja mjólkurdrykkjum til að tryggja kalkinntöku. Það eru skiptar skoðanir á hollustu mjólkur yfir höfuð og það eru svo margar aðrar leiðir til að tryggja kalkinntöku, til dæmis með grænu grænmeti, Sesamfræjum, baunum og möndlum. Ég tel að við ættum frekar að horfa til þess að skólafæði sé samsett þannig að það uppfylli næringarþarfir barnanna, en ekki að draga fram mjólkina umfram eitthvað annað“, segir Þórunn og bætir við: „Ég held að mjólk sé best fyrir kálfa eins og hún er búin til upphaflega af kúnni, það er bara þannig.“ Þórunn segir segir að mjólk sé fyrir kálfa, ekki börn og getur því ekki samþykkt næringastefnu Hveragerðisbæjar þar sem börnum í bæjarfélaginu er ráðlagt að drekka 2 glös af mjólk á dag til að tryggja kalkinntöku.Magnús Hlynur Hreiðarsson. En drekkur Þórunn sjálf mjólk? „Ekki í dag, ég drakk mjög mikið af mjólk þegar ég var barn beint úr kúnni og svo varð laktósa óþol og annað skemmtilegt til þess að ég steinhætti því, ég tel líka að kálfurinn eigi að njóta hennar en ekki ég.“ Þórunn segir að mjólk sé fyrst og fremst fyrir kálfa.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Börn og uppeldi Hveragerði Landbúnaður Skóla - og menntamál Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira