Mun ekki þvo treyjuna eftir að hafa faðmað Messi Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2020 22:30 Martin Braithwaite gleymir seint þessu faðmlagi. vísir/getty Danski landsliðsmaðurinn Martin Braithwaite svífur um á bleiku skýi þessa dagana eftir að hafa óvænt gengið í raðir Barcelona í vikunni. Hann komst vel frá sínum fyrsta leik fyrir félagið. Braithwaite kom inn á sem varamaður í 5-0 sigri Barcelona gegn Eibar í dag og lagði fljótlega upp fjórða markið sem Lionel Messi skoraði í leiknum. Hann átti einnig skot sem var varið í aðdraganda þess að Arthur skoraði síðasta mark leiksins. „Þarna var draumur að rætast. Ég er svo ánægður með alla nýju stuðningsmennina mína. Ég reyndi bara að gera mitt allra besta,“ sagði Braithwaite glaðbeittur eftir leik. Hann svaraði skemmtilega þegar hann var spurður út í Messi, sem skoraði fernu í leiknum og þar af þrjú mörk strax í fyrri hálfleik. „Hann óskaði mér til hamingju. Maður sér strax að hann er frábær náungi og hann vill að manni líði vel. Hann leitaði að mér með nokkrar sendingar eftir að ég kom inn á. Ég mun ekki þvo fötin mín eftir að hafa faðmað hann. Hann óskaði mér til hamingju og þetta var besta snerting í heimi. Mér líður frábærlega og er afar ánægður með fyrstu dagana á Camp Nou. Ef einhver hefði sagt mér fyrir 15 dögum að ég myndi ganga í raðir Barcelona þá verð ég að viðurkenna að það hefði verið óvænt,“ sagði Braithwaite. Spænski boltinn Tengdar fréttir Messi lauk "markaþurrð“ með fernu Lionel Messi skoraði þrennu í fyrri hálfleik og fjögur mörk alls þegar Barcelona valtaði yfir Eibar í spænsku 1. deildinni í fótbolta, 5-0. 22. febrúar 2020 17:30 Nýi Daninn í Barcelona réð lítið við boltann á kynningu sinni á Nývangi Martin Braithwaite var ekki nógu góður fyrir Middlesbrough en hann er orðinn leikmaður spænska stórliðsins Barcelona í dag. Það kemur mörgum á óvart. 21. febrúar 2020 16:00 Neyddist til að segja konunni þegar tíðindin rötuðu í fjölmiðla "Ég heyrði af þessu fyrir viku og hef svo bara beðið. Ég sagði engum frá þessu en ég neyddist til að segja konunni minni þetta þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta,“ segir Martin Braithwaite sem þakkar Guði fyrir það að hann skuli öllum að óvörum vera orðinn leikmaður hins eina sanna Barcelona. 20. febrúar 2020 23:30 Laudrup um nýja Danann í Barca: Hann vann í lottóinu Allan Simonsen og Michael Laudrup voru fyrstu Danirnir hjá Barcelona en nú verður 28 ára Dani í framlínusveit Barcelona fram á vor. 21. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Sjá meira
Danski landsliðsmaðurinn Martin Braithwaite svífur um á bleiku skýi þessa dagana eftir að hafa óvænt gengið í raðir Barcelona í vikunni. Hann komst vel frá sínum fyrsta leik fyrir félagið. Braithwaite kom inn á sem varamaður í 5-0 sigri Barcelona gegn Eibar í dag og lagði fljótlega upp fjórða markið sem Lionel Messi skoraði í leiknum. Hann átti einnig skot sem var varið í aðdraganda þess að Arthur skoraði síðasta mark leiksins. „Þarna var draumur að rætast. Ég er svo ánægður með alla nýju stuðningsmennina mína. Ég reyndi bara að gera mitt allra besta,“ sagði Braithwaite glaðbeittur eftir leik. Hann svaraði skemmtilega þegar hann var spurður út í Messi, sem skoraði fernu í leiknum og þar af þrjú mörk strax í fyrri hálfleik. „Hann óskaði mér til hamingju. Maður sér strax að hann er frábær náungi og hann vill að manni líði vel. Hann leitaði að mér með nokkrar sendingar eftir að ég kom inn á. Ég mun ekki þvo fötin mín eftir að hafa faðmað hann. Hann óskaði mér til hamingju og þetta var besta snerting í heimi. Mér líður frábærlega og er afar ánægður með fyrstu dagana á Camp Nou. Ef einhver hefði sagt mér fyrir 15 dögum að ég myndi ganga í raðir Barcelona þá verð ég að viðurkenna að það hefði verið óvænt,“ sagði Braithwaite.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Messi lauk "markaþurrð“ með fernu Lionel Messi skoraði þrennu í fyrri hálfleik og fjögur mörk alls þegar Barcelona valtaði yfir Eibar í spænsku 1. deildinni í fótbolta, 5-0. 22. febrúar 2020 17:30 Nýi Daninn í Barcelona réð lítið við boltann á kynningu sinni á Nývangi Martin Braithwaite var ekki nógu góður fyrir Middlesbrough en hann er orðinn leikmaður spænska stórliðsins Barcelona í dag. Það kemur mörgum á óvart. 21. febrúar 2020 16:00 Neyddist til að segja konunni þegar tíðindin rötuðu í fjölmiðla "Ég heyrði af þessu fyrir viku og hef svo bara beðið. Ég sagði engum frá þessu en ég neyddist til að segja konunni minni þetta þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta,“ segir Martin Braithwaite sem þakkar Guði fyrir það að hann skuli öllum að óvörum vera orðinn leikmaður hins eina sanna Barcelona. 20. febrúar 2020 23:30 Laudrup um nýja Danann í Barca: Hann vann í lottóinu Allan Simonsen og Michael Laudrup voru fyrstu Danirnir hjá Barcelona en nú verður 28 ára Dani í framlínusveit Barcelona fram á vor. 21. febrúar 2020 18:30 Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Sjá meira
Messi lauk "markaþurrð“ með fernu Lionel Messi skoraði þrennu í fyrri hálfleik og fjögur mörk alls þegar Barcelona valtaði yfir Eibar í spænsku 1. deildinni í fótbolta, 5-0. 22. febrúar 2020 17:30
Nýi Daninn í Barcelona réð lítið við boltann á kynningu sinni á Nývangi Martin Braithwaite var ekki nógu góður fyrir Middlesbrough en hann er orðinn leikmaður spænska stórliðsins Barcelona í dag. Það kemur mörgum á óvart. 21. febrúar 2020 16:00
Neyddist til að segja konunni þegar tíðindin rötuðu í fjölmiðla "Ég heyrði af þessu fyrir viku og hef svo bara beðið. Ég sagði engum frá þessu en ég neyddist til að segja konunni minni þetta þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta,“ segir Martin Braithwaite sem þakkar Guði fyrir það að hann skuli öllum að óvörum vera orðinn leikmaður hins eina sanna Barcelona. 20. febrúar 2020 23:30
Laudrup um nýja Danann í Barca: Hann vann í lottóinu Allan Simonsen og Michael Laudrup voru fyrstu Danirnir hjá Barcelona en nú verður 28 ára Dani í framlínusveit Barcelona fram á vor. 21. febrúar 2020 18:30