Yulimar Rojas frá Venesúela bætti í kvöld 16 ára gamalt heimsmet í þrístökki innanhúss þegar hún stökk 15,43 metra í sjöttu og síðustu tilraun á heimsbikarmóti í Madrid.
Rojas, sem er 24 ára gömul og tvöfaldur heimsmeistari, bætti met hinnar rússnesku Tatjönu Lebedeva um sjö sentímetra. Hún fagnaði að vonum gríðarlega eins og sjá má hér að neðan.
Break a record
— #TokyoOlympics (@NBCOlympics) February 21, 2020
Run around the track celebrating
Venezuelan Triple Jumper Yulimar Rojas broke the indoor world record today at the #WorldIndoorTour in Madrid, Spain.
Catch this exciting moment tonight at 7pm ET on @olympicchannel. pic.twitter.com/yz0XMX6lrq
Rojas setti suður-amerískt met fyrr í þessum mánuði þegar hún stökk 15,03 metra.
Heimsmetið í þrístökki utanhúss stendur enn en það er 15,50 metrar og í eigu hinnar sænsku Inessa Kravets sem setti metið í Gautaborg árið 1995.