Rússar sagðir reyna að hjálpa Sanders til að skapa usla hjá demókrötum Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2020 21:42 Sanders er efstur í forvali demókrata án þess að hafa fengið meirihluta atkvæða. Rússar eru sagðir reyna að hjálpa framboði hans með það fyrir augum að ala á sundrung innan flokksins. Vísir/EPA Bandarískir embættismenn hafa tjáð Bernie Sanders, öldungadeildarþingmanni sem sækist eftir að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, að rússnesk stjórnvöld reyni að hjálpa framboði hans. Það sé liður í tilraunum Rússa til að trufla forval demókrata fyrir forsetakosningarnar í haust. Leyniþjónustan telur einnig að Rússar reyni að hjálpa Donald Trump forseta að ná endurkjöri. Bæði Trump forseti og bandarískir þingmenn hafa fengið upplýsingar um að Rússar reyni nú að aðstoða framboð Sanders samkvæmt heimildum Washington Post. Ekki sé ljóst á hvaða hátt Rússar reyni að skipta sér af forvali demókrata. Rússar reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 og að hjálpa Trump til sigurs. Talið var að þeir hafi einnig notað samfélagsmiðla til að styðja Sanders gegn Hillary Clinton í forvali demókrata. Það hafi verið leið til að koma höggi á Clinton. „Mér er hreinlega sama hver [Vladímír] Pútín [Rússlandsforseti] vill að verði forseti. Skilaboð mín til Pútín eru skýr: haltu þig frá bandarískum kosningum og sem forseti mun ég tryggja að þú gerir það,“ sagði Sanders í yfirlýsingu til Washington Post. Sanders hefur áður gefið í skyn að samfélagsmiðlareikningar sem hafa haldið úti hörðum árásum á keppinauta hans í forvalinu gætu í raun verið tilraunir óprúttinna aðila til þess að ala á sundrung í röðum demókrata í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember. Afskrifar álit leyniþjónustunnar sem „gabb“ demókrata Bandaríska leyniþjónustuna telur að rússnesk stjórnvöld vinni nú aftur að því að hjálpa Trump að ná kjöri í forsetakosningunum. Fulltrúi skrifstofu yfirmanns leyniþjónustunnar (ODNI) kynnti þingmönnum það á leynilegum fundi í síðustu viku. Trump forseti er sagður hafa snöggreiðst yfir fundinum og hellt sér yfir Joseph Maguire, starfandi yfirmann leyniþjónustunnar. Hann hafi óttast að demókratar myndu nota upplýsingarnar gegn honum. Reiði forsetans með að leyniþjónustan hafi greint þingmönnum frá kosningaafskiptum Rússa er sögð hafa verið ástæða þess að hann ákvað að tilnefna Maguire ekki varanlega sem yfirmann leyniþjónustunnar og velja í staðinn Richard Grenell, sendiherra í Þýskalandi, sem er talinn einarður stuðningsmaður forsetans. Trump gekk enn lengra á Twitter í dag þegar hann fullyrti við stuðningsmenn sína að ályktun leyniþjónustunnar um afskipti Rússa væru í reynd „gabb“ á vegum demókrata. Forsetinn hefur ítrekað hafnað niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar um afskipti Rússa og jafnvel tekið orð Pútín fram yfir hana. Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Trump trompaðist yfir leynilegum fundi um kosningaafskipti Rússa Bandaríkjaforseti er sagður hafa úthúðað Joseph Maguire, starfandi yfirmanni leyniþjónustunnar, fyrir að hafa leyft fulltrúa sínum að upplýsa þingmenn um áframhaldandi kosningaafskipti Rússa. Það hafi orðið til þess að Trump ákvaða að ganga fram hjá Maguire við varanlega skipan í embættið. 20. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Sjá meira
Bandarískir embættismenn hafa tjáð Bernie Sanders, öldungadeildarþingmanni sem sækist eftir að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, að rússnesk stjórnvöld reyni að hjálpa framboði hans. Það sé liður í tilraunum Rússa til að trufla forval demókrata fyrir forsetakosningarnar í haust. Leyniþjónustan telur einnig að Rússar reyni að hjálpa Donald Trump forseta að ná endurkjöri. Bæði Trump forseti og bandarískir þingmenn hafa fengið upplýsingar um að Rússar reyni nú að aðstoða framboð Sanders samkvæmt heimildum Washington Post. Ekki sé ljóst á hvaða hátt Rússar reyni að skipta sér af forvali demókrata. Rússar reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 og að hjálpa Trump til sigurs. Talið var að þeir hafi einnig notað samfélagsmiðla til að styðja Sanders gegn Hillary Clinton í forvali demókrata. Það hafi verið leið til að koma höggi á Clinton. „Mér er hreinlega sama hver [Vladímír] Pútín [Rússlandsforseti] vill að verði forseti. Skilaboð mín til Pútín eru skýr: haltu þig frá bandarískum kosningum og sem forseti mun ég tryggja að þú gerir það,“ sagði Sanders í yfirlýsingu til Washington Post. Sanders hefur áður gefið í skyn að samfélagsmiðlareikningar sem hafa haldið úti hörðum árásum á keppinauta hans í forvalinu gætu í raun verið tilraunir óprúttinna aðila til þess að ala á sundrung í röðum demókrata í aðdraganda forsetakosninganna í nóvember. Afskrifar álit leyniþjónustunnar sem „gabb“ demókrata Bandaríska leyniþjónustuna telur að rússnesk stjórnvöld vinni nú aftur að því að hjálpa Trump að ná kjöri í forsetakosningunum. Fulltrúi skrifstofu yfirmanns leyniþjónustunnar (ODNI) kynnti þingmönnum það á leynilegum fundi í síðustu viku. Trump forseti er sagður hafa snöggreiðst yfir fundinum og hellt sér yfir Joseph Maguire, starfandi yfirmann leyniþjónustunnar. Hann hafi óttast að demókratar myndu nota upplýsingarnar gegn honum. Reiði forsetans með að leyniþjónustan hafi greint þingmönnum frá kosningaafskiptum Rússa er sögð hafa verið ástæða þess að hann ákvað að tilnefna Maguire ekki varanlega sem yfirmann leyniþjónustunnar og velja í staðinn Richard Grenell, sendiherra í Þýskalandi, sem er talinn einarður stuðningsmaður forsetans. Trump gekk enn lengra á Twitter í dag þegar hann fullyrti við stuðningsmenn sína að ályktun leyniþjónustunnar um afskipti Rússa væru í reynd „gabb“ á vegum demókrata. Forsetinn hefur ítrekað hafnað niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar um afskipti Rússa og jafnvel tekið orð Pútín fram yfir hana.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Trump trompaðist yfir leynilegum fundi um kosningaafskipti Rússa Bandaríkjaforseti er sagður hafa úthúðað Joseph Maguire, starfandi yfirmanni leyniþjónustunnar, fyrir að hafa leyft fulltrúa sínum að upplýsa þingmenn um áframhaldandi kosningaafskipti Rússa. Það hafi orðið til þess að Trump ákvaða að ganga fram hjá Maguire við varanlega skipan í embættið. 20. febrúar 2020 22:45 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Sjá meira
Trump trompaðist yfir leynilegum fundi um kosningaafskipti Rússa Bandaríkjaforseti er sagður hafa úthúðað Joseph Maguire, starfandi yfirmanni leyniþjónustunnar, fyrir að hafa leyft fulltrúa sínum að upplýsa þingmenn um áframhaldandi kosningaafskipti Rússa. Það hafi orðið til þess að Trump ákvaða að ganga fram hjá Maguire við varanlega skipan í embættið. 20. febrúar 2020 22:45
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila