Gæti tekið langan tíma að vinda ofan af verkfalli sorphirðufólks Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2020 19:01 Sorptunnur verða ekki tæmdar á meðan ótímabundið verkfall Eflingarfólks stendur yfir. Vísir/Vilhelm Borgarbúar ættu að fara með sorp í endurvinnslu- og grenndarstöðvar ef ótímabundið verkfall sorphirðufólks sem hófst á aðfaranótt þriðjudags dregst á langinn. Rekstrarstjóri sorphirðu hjá Reykjavíkurborg varar við því að langan tíma gæti tekið að vinda ofan af verkfallinu ef mikið magn af sorpi safnast upp á meðan. Um fimmtíu manns af 53 sem starfa við sorphirðu hjá borginni eru félagsmenn Eflingar og hafa verið í ótímabundnu verkfalli í vikunni. Engin sorphirða hefur því farið fram í borginni frá því á mánudag og verður ekki fyrr en úr verkfallinu leysist. Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri sorphirðu hjá Reykjavíkurborg, sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að það gæti tekið sinn tíma að koma sorphirðu aftur í fyrra horf ef verkfallið dregst á langinn og sorp verður látið safnast fyrir í ruslageymslum. „Þetta verður mjög erfitt þegar við byrjum aftur og það verður auðvitað erfiðara eftir því sem lengra dregur,“ sagði hún. Sorphirðufólk muni gera sitt besta til að tæma rusl sem safnast upp og telur Sigríður líklegt að unnið verði á laugardögum til að vinna það upp. Borgarstarfsmenn muni hins vegar ekki losa rennur eða hirða litla sorppoka í geymslum. Benti hún borgarbúum á að ganga vel frá sorpi í stóra poka og skilja við þá þannig að hægt sé að hirða þá. Þá mælti hún með því að borgarbúar færu sjálfir með sorp í endurvinnslu- eða grenndarstöðvar á meðan á verkfallinu stendur. Starfsmenn Sorpu hafi búið sig undir að fleiri leiti þangað með heimilissorp sitt. Ítrekaði Sigríður að ekki mætti skilja almennt sorp eftir við grenndarstöðvar sem eru ætlaðar fyrir flokkaðan úrgang eins og plast, dagblöð og gler. Sigríður segir að borgaryfirvöld hafi ekki fengið mikið af símtölum frá íbúum sem séu að drukkna í sorpi. Hún hafi heyrt af því að í sumum fjölbýlishúsum hafi verið lokað fyrir sorplúgur og geymslur svo að íbúar verði að fara sjálft með sorp í eina af þremur endurvinnslustöðvum í borginni. Kjaramál Reykjavík Reykjavík síðdegis Sorpa Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Borgarbúar ættu að fara með sorp í endurvinnslu- og grenndarstöðvar ef ótímabundið verkfall sorphirðufólks sem hófst á aðfaranótt þriðjudags dregst á langinn. Rekstrarstjóri sorphirðu hjá Reykjavíkurborg varar við því að langan tíma gæti tekið að vinda ofan af verkfallinu ef mikið magn af sorpi safnast upp á meðan. Um fimmtíu manns af 53 sem starfa við sorphirðu hjá borginni eru félagsmenn Eflingar og hafa verið í ótímabundnu verkfalli í vikunni. Engin sorphirða hefur því farið fram í borginni frá því á mánudag og verður ekki fyrr en úr verkfallinu leysist. Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri sorphirðu hjá Reykjavíkurborg, sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að það gæti tekið sinn tíma að koma sorphirðu aftur í fyrra horf ef verkfallið dregst á langinn og sorp verður látið safnast fyrir í ruslageymslum. „Þetta verður mjög erfitt þegar við byrjum aftur og það verður auðvitað erfiðara eftir því sem lengra dregur,“ sagði hún. Sorphirðufólk muni gera sitt besta til að tæma rusl sem safnast upp og telur Sigríður líklegt að unnið verði á laugardögum til að vinna það upp. Borgarstarfsmenn muni hins vegar ekki losa rennur eða hirða litla sorppoka í geymslum. Benti hún borgarbúum á að ganga vel frá sorpi í stóra poka og skilja við þá þannig að hægt sé að hirða þá. Þá mælti hún með því að borgarbúar færu sjálfir með sorp í endurvinnslu- eða grenndarstöðvar á meðan á verkfallinu stendur. Starfsmenn Sorpu hafi búið sig undir að fleiri leiti þangað með heimilissorp sitt. Ítrekaði Sigríður að ekki mætti skilja almennt sorp eftir við grenndarstöðvar sem eru ætlaðar fyrir flokkaðan úrgang eins og plast, dagblöð og gler. Sigríður segir að borgaryfirvöld hafi ekki fengið mikið af símtölum frá íbúum sem séu að drukkna í sorpi. Hún hafi heyrt af því að í sumum fjölbýlishúsum hafi verið lokað fyrir sorplúgur og geymslur svo að íbúar verði að fara sjálft með sorp í eina af þremur endurvinnslustöðvum í borginni.
Kjaramál Reykjavík Reykjavík síðdegis Sorpa Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira