Gæti tekið langan tíma að vinda ofan af verkfalli sorphirðufólks Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2020 19:01 Sorptunnur verða ekki tæmdar á meðan ótímabundið verkfall Eflingarfólks stendur yfir. Vísir/Vilhelm Borgarbúar ættu að fara með sorp í endurvinnslu- og grenndarstöðvar ef ótímabundið verkfall sorphirðufólks sem hófst á aðfaranótt þriðjudags dregst á langinn. Rekstrarstjóri sorphirðu hjá Reykjavíkurborg varar við því að langan tíma gæti tekið að vinda ofan af verkfallinu ef mikið magn af sorpi safnast upp á meðan. Um fimmtíu manns af 53 sem starfa við sorphirðu hjá borginni eru félagsmenn Eflingar og hafa verið í ótímabundnu verkfalli í vikunni. Engin sorphirða hefur því farið fram í borginni frá því á mánudag og verður ekki fyrr en úr verkfallinu leysist. Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri sorphirðu hjá Reykjavíkurborg, sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að það gæti tekið sinn tíma að koma sorphirðu aftur í fyrra horf ef verkfallið dregst á langinn og sorp verður látið safnast fyrir í ruslageymslum. „Þetta verður mjög erfitt þegar við byrjum aftur og það verður auðvitað erfiðara eftir því sem lengra dregur,“ sagði hún. Sorphirðufólk muni gera sitt besta til að tæma rusl sem safnast upp og telur Sigríður líklegt að unnið verði á laugardögum til að vinna það upp. Borgarstarfsmenn muni hins vegar ekki losa rennur eða hirða litla sorppoka í geymslum. Benti hún borgarbúum á að ganga vel frá sorpi í stóra poka og skilja við þá þannig að hægt sé að hirða þá. Þá mælti hún með því að borgarbúar færu sjálfir með sorp í endurvinnslu- eða grenndarstöðvar á meðan á verkfallinu stendur. Starfsmenn Sorpu hafi búið sig undir að fleiri leiti þangað með heimilissorp sitt. Ítrekaði Sigríður að ekki mætti skilja almennt sorp eftir við grenndarstöðvar sem eru ætlaðar fyrir flokkaðan úrgang eins og plast, dagblöð og gler. Sigríður segir að borgaryfirvöld hafi ekki fengið mikið af símtölum frá íbúum sem séu að drukkna í sorpi. Hún hafi heyrt af því að í sumum fjölbýlishúsum hafi verið lokað fyrir sorplúgur og geymslur svo að íbúar verði að fara sjálft með sorp í eina af þremur endurvinnslustöðvum í borginni. Kjaramál Reykjavík Reykjavík síðdegis Sorpa Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Borgarbúar ættu að fara með sorp í endurvinnslu- og grenndarstöðvar ef ótímabundið verkfall sorphirðufólks sem hófst á aðfaranótt þriðjudags dregst á langinn. Rekstrarstjóri sorphirðu hjá Reykjavíkurborg varar við því að langan tíma gæti tekið að vinda ofan af verkfallinu ef mikið magn af sorpi safnast upp á meðan. Um fimmtíu manns af 53 sem starfa við sorphirðu hjá borginni eru félagsmenn Eflingar og hafa verið í ótímabundnu verkfalli í vikunni. Engin sorphirða hefur því farið fram í borginni frá því á mánudag og verður ekki fyrr en úr verkfallinu leysist. Sigríður Ólafsdóttir, rekstrarstjóri sorphirðu hjá Reykjavíkurborg, sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að það gæti tekið sinn tíma að koma sorphirðu aftur í fyrra horf ef verkfallið dregst á langinn og sorp verður látið safnast fyrir í ruslageymslum. „Þetta verður mjög erfitt þegar við byrjum aftur og það verður auðvitað erfiðara eftir því sem lengra dregur,“ sagði hún. Sorphirðufólk muni gera sitt besta til að tæma rusl sem safnast upp og telur Sigríður líklegt að unnið verði á laugardögum til að vinna það upp. Borgarstarfsmenn muni hins vegar ekki losa rennur eða hirða litla sorppoka í geymslum. Benti hún borgarbúum á að ganga vel frá sorpi í stóra poka og skilja við þá þannig að hægt sé að hirða þá. Þá mælti hún með því að borgarbúar færu sjálfir með sorp í endurvinnslu- eða grenndarstöðvar á meðan á verkfallinu stendur. Starfsmenn Sorpu hafi búið sig undir að fleiri leiti þangað með heimilissorp sitt. Ítrekaði Sigríður að ekki mætti skilja almennt sorp eftir við grenndarstöðvar sem eru ætlaðar fyrir flokkaðan úrgang eins og plast, dagblöð og gler. Sigríður segir að borgaryfirvöld hafi ekki fengið mikið af símtölum frá íbúum sem séu að drukkna í sorpi. Hún hafi heyrt af því að í sumum fjölbýlishúsum hafi verið lokað fyrir sorplúgur og geymslur svo að íbúar verði að fara sjálft með sorp í eina af þremur endurvinnslustöðvum í borginni.
Kjaramál Reykjavík Reykjavík síðdegis Sorpa Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira