Haaland nýtur sín betur í boltanum en rappinu 21. febrúar 2020 07:00 Erling Braut Haaland fagnar öðru marka sinna gegn PSG í vikunni. vísir/getty Erling Braut Haaland er heitasti framherji Evrópu á þessu ári og það er kannski fyrir bestu að Norðmaðurinn ungi hafi valið að einbeita sér að fótboltaferlinum frekar en að reyna fyrir sér sem tónlistarmaður. Þó er rappvídjó sem hann og félagar hans gerðu komið með tæplega 2 milljónir áhorfa á Youtube. Eftir að Haaland skaut af alvöru upp á stjörnuhimininn í vetur hefur áhorfum á gamalt tónlistarmyndband rappsveitarinnar Flow Kingz fjölgað gríðarlega. Myndbandið má sjá hér að neðan en lagið heitir Kygo Jo. Haaland skipaði sveitina Flow Kingz með þeim Erik Botheim úr Rosenborg og Erik Tobias Sandberg úr Lilleström en þeir léku saman fyrir yngri landslið Noregs. Það var í einu verkefni þeirra með U17-landsliðinu sem lagið varð til. Botheim sagði í viðtali við Adressavisen í ágúst 2017 að markmiðið hefði verið að koma laginu inn á topp 40 lista VG yfir vinsælustu lögin í Noregi, en það gekk ekki alveg upp. Botheim sagði svo frá því í hlaðvarpsþættinum Rasmus & Saga í maí á síðasta ári að tríóið hefði ætlað sér að koma nýju lagi í loftið í desember 2018 en það hefði ekki gengið upp. Og hann hljómaði ekkert allt of stoltur af laginu sem félagarnir sendu frá sér á sínum tíma: „Þetta er lélegur texti og slappt lag. En þetta var það besta sem við gátum gert á þeim tíma,“ sagði Botheim hlæjandi. Haaland, Botheim og Sandberg eru enn góðir vinir og í desember síðastliðnum birti Haaland myndir af þríeykinu á Instagram, þar sem hann skrifaði „Flow Kingz eru komnir aftur“. Ekkert hefur þó heyrst af frekari lagasmíðum þeirra enn sem komið er. Í staðinn raðar Haaland inn mörkum fyrir Dortmund en hann hefur skorað 8 mörk í fyrstu 5 leikjum sínum í þýsku 1. deildinni og skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri gegn PSG í vikunni. View this post on Instagram Flow Kingz is back¿ A post shared by Erling Braut Haaland (@erling.haaland) on Dec 28, 2019 at 10:36am PST Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Tengdar fréttir Håland afgreiddi PSG Erling Braut Håland heldur áfram að raða inn mörkum en hann skoraði bæði mörkin er Dortmund vann 2-1 sigur á PSG í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2020 21:45 Haaland hlær að sögum um græðgi | Solskjær of seint á ferðinni Erling Braut Haaland segir að Manchester United hafi verið of seint á ferðinni þegar félagið freistaði þess að fá markahrókinn í janúar. 13. febrúar 2020 23:30 Haaland á ógnarhraða í hóp tíu markahæstu Erling Braut Haaland er kominn í hóp tíu markahæstu manna í þýsku 1. deildinni í fótbolta eftir að hann skoraði í 4-0 sigri Dortmund á Frankfurt í kvöld. 14. febrúar 2020 21:36 Búinn að skora fleiri mörk í Meistaradeildinni en allt Barcelona liðið til samans Það kemur kannski ekki mikið á óvart en Norðmaðurinn Erling Braut Håland var aftur á skotskónum í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Draumabyrjun hans með Dortmund og ótrúlegt frammistaða hans á sinni fyrstu leiktíð í Meistaradeildinni er engu öðru líkt. 19. febrúar 2020 10:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
Erling Braut Haaland er heitasti framherji Evrópu á þessu ári og það er kannski fyrir bestu að Norðmaðurinn ungi hafi valið að einbeita sér að fótboltaferlinum frekar en að reyna fyrir sér sem tónlistarmaður. Þó er rappvídjó sem hann og félagar hans gerðu komið með tæplega 2 milljónir áhorfa á Youtube. Eftir að Haaland skaut af alvöru upp á stjörnuhimininn í vetur hefur áhorfum á gamalt tónlistarmyndband rappsveitarinnar Flow Kingz fjölgað gríðarlega. Myndbandið má sjá hér að neðan en lagið heitir Kygo Jo. Haaland skipaði sveitina Flow Kingz með þeim Erik Botheim úr Rosenborg og Erik Tobias Sandberg úr Lilleström en þeir léku saman fyrir yngri landslið Noregs. Það var í einu verkefni þeirra með U17-landsliðinu sem lagið varð til. Botheim sagði í viðtali við Adressavisen í ágúst 2017 að markmiðið hefði verið að koma laginu inn á topp 40 lista VG yfir vinsælustu lögin í Noregi, en það gekk ekki alveg upp. Botheim sagði svo frá því í hlaðvarpsþættinum Rasmus & Saga í maí á síðasta ári að tríóið hefði ætlað sér að koma nýju lagi í loftið í desember 2018 en það hefði ekki gengið upp. Og hann hljómaði ekkert allt of stoltur af laginu sem félagarnir sendu frá sér á sínum tíma: „Þetta er lélegur texti og slappt lag. En þetta var það besta sem við gátum gert á þeim tíma,“ sagði Botheim hlæjandi. Haaland, Botheim og Sandberg eru enn góðir vinir og í desember síðastliðnum birti Haaland myndir af þríeykinu á Instagram, þar sem hann skrifaði „Flow Kingz eru komnir aftur“. Ekkert hefur þó heyrst af frekari lagasmíðum þeirra enn sem komið er. Í staðinn raðar Haaland inn mörkum fyrir Dortmund en hann hefur skorað 8 mörk í fyrstu 5 leikjum sínum í þýsku 1. deildinni og skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri gegn PSG í vikunni. View this post on Instagram Flow Kingz is back¿ A post shared by Erling Braut Haaland (@erling.haaland) on Dec 28, 2019 at 10:36am PST
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Tengdar fréttir Håland afgreiddi PSG Erling Braut Håland heldur áfram að raða inn mörkum en hann skoraði bæði mörkin er Dortmund vann 2-1 sigur á PSG í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2020 21:45 Haaland hlær að sögum um græðgi | Solskjær of seint á ferðinni Erling Braut Haaland segir að Manchester United hafi verið of seint á ferðinni þegar félagið freistaði þess að fá markahrókinn í janúar. 13. febrúar 2020 23:30 Haaland á ógnarhraða í hóp tíu markahæstu Erling Braut Haaland er kominn í hóp tíu markahæstu manna í þýsku 1. deildinni í fótbolta eftir að hann skoraði í 4-0 sigri Dortmund á Frankfurt í kvöld. 14. febrúar 2020 21:36 Búinn að skora fleiri mörk í Meistaradeildinni en allt Barcelona liðið til samans Það kemur kannski ekki mikið á óvart en Norðmaðurinn Erling Braut Håland var aftur á skotskónum í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Draumabyrjun hans með Dortmund og ótrúlegt frammistaða hans á sinni fyrstu leiktíð í Meistaradeildinni er engu öðru líkt. 19. febrúar 2020 10:30 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Fleiri fréttir City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
Håland afgreiddi PSG Erling Braut Håland heldur áfram að raða inn mörkum en hann skoraði bæði mörkin er Dortmund vann 2-1 sigur á PSG í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 18. febrúar 2020 21:45
Haaland hlær að sögum um græðgi | Solskjær of seint á ferðinni Erling Braut Haaland segir að Manchester United hafi verið of seint á ferðinni þegar félagið freistaði þess að fá markahrókinn í janúar. 13. febrúar 2020 23:30
Haaland á ógnarhraða í hóp tíu markahæstu Erling Braut Haaland er kominn í hóp tíu markahæstu manna í þýsku 1. deildinni í fótbolta eftir að hann skoraði í 4-0 sigri Dortmund á Frankfurt í kvöld. 14. febrúar 2020 21:36
Búinn að skora fleiri mörk í Meistaradeildinni en allt Barcelona liðið til samans Það kemur kannski ekki mikið á óvart en Norðmaðurinn Erling Braut Håland var aftur á skotskónum í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Draumabyrjun hans með Dortmund og ótrúlegt frammistaða hans á sinni fyrstu leiktíð í Meistaradeildinni er engu öðru líkt. 19. febrúar 2020 10:30