Má gagnrýna bætur? Guðný Hjaltadóttir skrifar 20. febrúar 2020 08:00 Skaðabætur eru bætur sem aðili getur sótt vegna fjárhagslegs tjóns sem hann hefur orðið fyrir. Miskabætur eru bætur vegna ófjárhagslegs tjóns, þ.e.a.s. bætur vegna miska sem aðili hefur orðið fyrir. Fjárhæð skaðabóta sem aðili á rétt á má finna út með nokkuð nákvæmum hætti (þó útreikningurinn geti verið flókinn). Sem dæmi um tiltölulega einfaldan útreikning skaðabóta er skaðabótakrafa einstaklings sem hefur orðið af starfi hjá hinu opinbera og ráðningin talin brjóta gegn lögum. Fjárhæð skaðabótakröfunnar nemur þá þeirri upphæð sem munar á þeim tekjum sem einstaklingurinn hefði haft ef hann hefði fengið starfið annars vegar og þeim tekjum sem einstaklingurinn er með hins vegar. Takist einstaklingi að sýna fram á að ólöglega hafi verið staðið að ráðningu og hann orðið fyrir fjárhagslegu tjóni er erfitt að verjast skaðabótakröfu hans, þó fjárhæð kröfunnar kunni að virðast furðulega há. Sé það mat ríkislögmanns að ekki séu líkur á að ríkið vinni fyrir dómstólum kann hann að fara þá leið, til að takmarka tjón ríkisins, að semja um bætur við viðkomandi einstakling og komast þannig hjá dýrum málaferlum. Skaðabætur hafa svo auðvitað ákveðinn fælingarmátt og eru þannig hvetjandi fyrir hið opinbera að reyna vanda ráðningar í opinber störf. Það er öllu flóknara að áætla fjárhæð miskabóta enda er tjónið ófjárhagslegt. Dómstólar styðjast því helst við fyrri dóma við ákvörðun slíkra bóta. Er það mat margra að miskabætur á Íslandi séu furðulega lágar. Varð almenningur var við það á dögunum þegar fréttamiðlar greindu frá því að foreldrar sem misstu nýfætt barn sitt vegna mistaka starfsmanna Landspítalans hefðu fengið samanlagt 5 milljónir í miskabætur. Fréttaumfjöllunin kom skömmu eftir umfjöllun um 20 milljón króna skaðabætur sem einstaklingur hlaut vegna starfsráðningar sem kærunefnd jafnréttismála taldi brjóta gegn jafnréttislögum. Einhverjum þótti ómaklegt að bera málin saman enda ótækt að bera saman skaðabætur og miskabætur. Og það er í sjálfu sér rétt, lögfræðilega er það ótækt. En mannlega er það fullkomlega eðlilegt. Það setur hlutina í ákveðið samhengi. Án þess að ætlunin sé að kasta nokkurri rýrð á einstaklinginn sem varð af starfinu enda krafa hans réttmæt. Það beinir einfaldlega kastljósinu að miskabótunum. Réttarstaða er ekkert nema afleiðing ákvarðana manna og hún er ekki alltaf hafin yfir gagnrýni. Það er ekki margt sem hægt er að treysta á í þessu lífi. Ekki fullkomna heilsu, ekki langlífi, ekki draumastarfið. Reyndar getur maður ekki treyst því að ganga út af fæðingardeildinni með heilbrigt barn og sælubros á vörum. Maður á þó að geta treyst því að barnið sem allt líf manns hefur snúist um að fá í hendurnar í óralangan tíma, sem maður er farinn að þekkja svo vel af spörkum þess í móðurkviði og fæðir svo í þennan heim til þess að ganga í gegnum lífið saman, látist ekki vegna mistaka heilbrigðisstarfsmanna (sem eiga notabene vafalaust líka um sárt að binda vegna þessa máls). Það skilja það allir að slík sorg er óyfirstíganleg. Miskinn yfirþyrmandi og varanlegur til eilífðar. Þó að engin fjárhæð geti bætt slíkan miska er boð um 5 milljónir ekkert nema skammarlegt. Það er þó ekki við ríkislögmann að sakast. Hlutverk hans er að takmarka tjón ríkisins, verjast bótakröfum. Fjárhæð miskabótanna mun hafa verið fengin út með því að uppreikna miskabætur sem Hæstiréttur dæmdi í sambærilegu máli fyrir 10 árum síðan (er þar væntanlega átt við Hrd. nr. 341/2010). Hæstiréttur hefur því lagt línurnar og það er því ljóst að endurtaki svona harmleikur sig munu þeir sem í honum lenda fá boð um sömu upphæð, uppreiknaða. Hvorki ríkislögmaður né dómstólar eru í aðstöðu til að hækka upphæðina svo um muni, m.t.t. jafnræðissjónarmiða. Sé vilji til að breyta þessari réttarstöðu er því þörf á inngripi löggjafarvaldsins (svo sem með setningu reglna um bótafjárhæðir vegna andláts sem rekja má til mistaka heilbrigðisstarfsmanna). Í betri heimi myndi slík breyting á réttarstöðu gilda afturvirkt. Greinarhöfundur er lögfræðingur og móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Guðný Hjaltadóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Skaðabætur eru bætur sem aðili getur sótt vegna fjárhagslegs tjóns sem hann hefur orðið fyrir. Miskabætur eru bætur vegna ófjárhagslegs tjóns, þ.e.a.s. bætur vegna miska sem aðili hefur orðið fyrir. Fjárhæð skaðabóta sem aðili á rétt á má finna út með nokkuð nákvæmum hætti (þó útreikningurinn geti verið flókinn). Sem dæmi um tiltölulega einfaldan útreikning skaðabóta er skaðabótakrafa einstaklings sem hefur orðið af starfi hjá hinu opinbera og ráðningin talin brjóta gegn lögum. Fjárhæð skaðabótakröfunnar nemur þá þeirri upphæð sem munar á þeim tekjum sem einstaklingurinn hefði haft ef hann hefði fengið starfið annars vegar og þeim tekjum sem einstaklingurinn er með hins vegar. Takist einstaklingi að sýna fram á að ólöglega hafi verið staðið að ráðningu og hann orðið fyrir fjárhagslegu tjóni er erfitt að verjast skaðabótakröfu hans, þó fjárhæð kröfunnar kunni að virðast furðulega há. Sé það mat ríkislögmanns að ekki séu líkur á að ríkið vinni fyrir dómstólum kann hann að fara þá leið, til að takmarka tjón ríkisins, að semja um bætur við viðkomandi einstakling og komast þannig hjá dýrum málaferlum. Skaðabætur hafa svo auðvitað ákveðinn fælingarmátt og eru þannig hvetjandi fyrir hið opinbera að reyna vanda ráðningar í opinber störf. Það er öllu flóknara að áætla fjárhæð miskabóta enda er tjónið ófjárhagslegt. Dómstólar styðjast því helst við fyrri dóma við ákvörðun slíkra bóta. Er það mat margra að miskabætur á Íslandi séu furðulega lágar. Varð almenningur var við það á dögunum þegar fréttamiðlar greindu frá því að foreldrar sem misstu nýfætt barn sitt vegna mistaka starfsmanna Landspítalans hefðu fengið samanlagt 5 milljónir í miskabætur. Fréttaumfjöllunin kom skömmu eftir umfjöllun um 20 milljón króna skaðabætur sem einstaklingur hlaut vegna starfsráðningar sem kærunefnd jafnréttismála taldi brjóta gegn jafnréttislögum. Einhverjum þótti ómaklegt að bera málin saman enda ótækt að bera saman skaðabætur og miskabætur. Og það er í sjálfu sér rétt, lögfræðilega er það ótækt. En mannlega er það fullkomlega eðlilegt. Það setur hlutina í ákveðið samhengi. Án þess að ætlunin sé að kasta nokkurri rýrð á einstaklinginn sem varð af starfinu enda krafa hans réttmæt. Það beinir einfaldlega kastljósinu að miskabótunum. Réttarstaða er ekkert nema afleiðing ákvarðana manna og hún er ekki alltaf hafin yfir gagnrýni. Það er ekki margt sem hægt er að treysta á í þessu lífi. Ekki fullkomna heilsu, ekki langlífi, ekki draumastarfið. Reyndar getur maður ekki treyst því að ganga út af fæðingardeildinni með heilbrigt barn og sælubros á vörum. Maður á þó að geta treyst því að barnið sem allt líf manns hefur snúist um að fá í hendurnar í óralangan tíma, sem maður er farinn að þekkja svo vel af spörkum þess í móðurkviði og fæðir svo í þennan heim til þess að ganga í gegnum lífið saman, látist ekki vegna mistaka heilbrigðisstarfsmanna (sem eiga notabene vafalaust líka um sárt að binda vegna þessa máls). Það skilja það allir að slík sorg er óyfirstíganleg. Miskinn yfirþyrmandi og varanlegur til eilífðar. Þó að engin fjárhæð geti bætt slíkan miska er boð um 5 milljónir ekkert nema skammarlegt. Það er þó ekki við ríkislögmann að sakast. Hlutverk hans er að takmarka tjón ríkisins, verjast bótakröfum. Fjárhæð miskabótanna mun hafa verið fengin út með því að uppreikna miskabætur sem Hæstiréttur dæmdi í sambærilegu máli fyrir 10 árum síðan (er þar væntanlega átt við Hrd. nr. 341/2010). Hæstiréttur hefur því lagt línurnar og það er því ljóst að endurtaki svona harmleikur sig munu þeir sem í honum lenda fá boð um sömu upphæð, uppreiknaða. Hvorki ríkislögmaður né dómstólar eru í aðstöðu til að hækka upphæðina svo um muni, m.t.t. jafnræðissjónarmiða. Sé vilji til að breyta þessari réttarstöðu er því þörf á inngripi löggjafarvaldsins (svo sem með setningu reglna um bótafjárhæðir vegna andláts sem rekja má til mistaka heilbrigðisstarfsmanna). Í betri heimi myndi slík breyting á réttarstöðu gilda afturvirkt. Greinarhöfundur er lögfræðingur og móðir.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun