„Við erum ekki að fara að vísa neinum á götuna í Reykjavík“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 19:42 Heiða Björg Himisdóttir er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs Reykjavíkur. Vísir/Egill Það er ekki val að lenda á götunni heldur rothögg segir hópur kvenna sem býr við heimilisleysi. Þær hafi lent á götunni í kjölfar áfalla og ofbeldis sem þær hafi orðið fyrir en á götunni snúist allt um að lifa af. Þær kalla eftir varanlegu úrræði fyrir heimilislausar konur. Formaður velferðarráðs Reykjavíkur segir markmiðið vera að öllum muni standa varanlegt húsnæði til boða. „Það á enginn að vera heimilislaus. Sorglega staðreyndin er sú að það þurfti heimsfaraldur til að aðeins færri yrðu heimilislausir á Íslandi.“ Svo segir meðal annars í yfirlýsingu sem hópur kvenna sendi frá sér í morgun en allar eru þær heimilislausar. Þar er vísað til neyðarúrræðis sem komið var á fót í apríl á vegum Reykjavíkurborgar og félagsmálaráðuneytisins til að mæta þörfum heimilislausra kvenna. Úrræðið var tímabundið og átti að renna sitt skeið þann 1. september. Í kjölfar yfirlýsingar kvennanna barst yfirlýsing frá borginni um að ákveðið hafi verið að framlengja úrræðinu, aftur tímabundið. „Að þessu sinni erum við að tala um þrjá mánuði. Við erum komin með fjármagn í það en ef það reynist ekki nóg þá finnum við aðrar lausnir. Við erum ekki að fara að vísa neinum á götuna í Reykjavík,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Í yfirlýsingunni lýsa konurnar erfiðri reynslu sinni af því að búa á götunni. Það sé ekki val heldur rothögg. Enginn lendi mjúklega á götunni en þar snúist baráttan um að lifa af. Í slíkum kringumstæðum þurfi að gera hluti sem geti leitt af sér enn fleiri áföll og enn meira ofbeldi. Heiða kveðst afar ánægð með að konurnar hafi stigið fram og sent frá sér yfirlýsinguna. „Ég varð eiginlega bara mjög stolt af þeim og ánægð með þær. Að taka sér pláss og senda frá sér þessa sterku yfirlýsingu sem að ég tek bara heilshugar undir,“ segir Heiða. Lengra viðtal við Heiðu um málefni heimilislausra kvenna má finna í spilaranum hér að neðan. Húsnæðismál Mannréttindi Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Það er ekki val að lenda á götunni heldur rothögg segir hópur kvenna sem býr við heimilisleysi. Þær hafi lent á götunni í kjölfar áfalla og ofbeldis sem þær hafi orðið fyrir en á götunni snúist allt um að lifa af. Þær kalla eftir varanlegu úrræði fyrir heimilislausar konur. Formaður velferðarráðs Reykjavíkur segir markmiðið vera að öllum muni standa varanlegt húsnæði til boða. „Það á enginn að vera heimilislaus. Sorglega staðreyndin er sú að það þurfti heimsfaraldur til að aðeins færri yrðu heimilislausir á Íslandi.“ Svo segir meðal annars í yfirlýsingu sem hópur kvenna sendi frá sér í morgun en allar eru þær heimilislausar. Þar er vísað til neyðarúrræðis sem komið var á fót í apríl á vegum Reykjavíkurborgar og félagsmálaráðuneytisins til að mæta þörfum heimilislausra kvenna. Úrræðið var tímabundið og átti að renna sitt skeið þann 1. september. Í kjölfar yfirlýsingar kvennanna barst yfirlýsing frá borginni um að ákveðið hafi verið að framlengja úrræðinu, aftur tímabundið. „Að þessu sinni erum við að tala um þrjá mánuði. Við erum komin með fjármagn í það en ef það reynist ekki nóg þá finnum við aðrar lausnir. Við erum ekki að fara að vísa neinum á götuna í Reykjavík,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Í yfirlýsingunni lýsa konurnar erfiðri reynslu sinni af því að búa á götunni. Það sé ekki val heldur rothögg. Enginn lendi mjúklega á götunni en þar snúist baráttan um að lifa af. Í slíkum kringumstæðum þurfi að gera hluti sem geti leitt af sér enn fleiri áföll og enn meira ofbeldi. Heiða kveðst afar ánægð með að konurnar hafi stigið fram og sent frá sér yfirlýsinguna. „Ég varð eiginlega bara mjög stolt af þeim og ánægð með þær. Að taka sér pláss og senda frá sér þessa sterku yfirlýsingu sem að ég tek bara heilshugar undir,“ segir Heiða. Lengra viðtal við Heiðu um málefni heimilislausra kvenna má finna í spilaranum hér að neðan.
Húsnæðismál Mannréttindi Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira