Aðeins 170 fyrirtæki sótt um lokunarstyrki en búist var við 2000 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 19:29 Kringlan á fyrsta degi samkomubanns Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson 170 umsóknir um lokunarstyrk hafa borist en upphaflega var gert ráð fyrir að um 2000 fyrirtæki gætu fallið undir úrræðið. 125 umsóknir hafa verið samþykktar og nema útgreiðslur alls 137 milljónum króna að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins. Gripið var til ýmissa aðgerða í mars í því skyni að verja grunnstoðir samfélagsins vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, til dæmis með hlutastarfaleið, viðbótarlánum, frestum skattgreiðslna, lokunarstyrkjum, greiðsluhléi lána, úttekt séreignarsparnaðar, styrkingu ferðaþjónustu og fleiri aðgerðum. „Yfirlit yfir úrræðin sýnir að þau hafa sannað gildi sitt og verið nýtt af fjölda einstaklinga og fyrirtækja,“ segir á vef stjórnarráðsins. Þá kemur fram að hátt í fjögur þúsund einstaklingar fengu greiddar hlutabætur í júlí en þeim hefur fækkað hratt á milli mánaða. Þann 13. ágúst höfðu alls verið greiddir út rúmir 18 milljarðar króna vegna hlutabótaleiðarinnar. Atvinnuleysi jókst þá lítillega milli júní og júlímánaðar. Umsóknum frá einstaklingum um endurgreiðslur vegna íbúðarhúsnæðis hefur fjölgað mikið frá fyrra ári en endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts af vinnu vegna nýbyggingar eða endurbóta á íbúðarhúsnæði var hækkað úr 60 prósentum í hundrað prósent og endurgreiðsluheimildir voru jafnframt víkkaðar út. Þann 10. ágúst höfðu 14,5 milljarðar króna verið greiddir út í séreignarsparnaðarleiðinni vegna Covid-19 til tæplega sjö þúsund einstaklinga. Alls höfðu 136.555 einstaklingar sótt ferðagjafir og 948 fyrirtæki skráð sig til þátttöku. Um 76 þúsund einstaklingar hafa nýtt sínar gjafir hjá 759 fyrirtækjum. Að meðaltali hafa um tvö þúsund gjafir verið nýttar daglega. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öllum starfsmönnum b5 sagt upp Öllum starfsmönnum skemmtistaðarins b5 hefur verið sagt upp vegna erfiðrar fjárhagslegrar stöðu staðarins. 14. ágúst 2020 07:35 Lokunarstyrkur dugði fyrir rúmlega helmingi af mánaðarleigu Jónas Óli Jónasson, einn eigenda skemmtistaðarins B5, segir útséð að staðurinn verði ekki opinn á meðan tveggja metra reglan er í gildi. 10. ágúst 2020 08:58 „Þarf að hugsa þessar stuðningsaðgerðir við atvinnulífið upp á nýtt“ Hann telur að stjórnvöld verði að endurskoða þær efnahagsaðgerðir sem gripið hefur verið til sem allra fyrst. Aðgerðirnar verið að hugsa upp á nýtt í ljósi þróunar faraldursins. 11. ágúst 2020 20:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Sjá meira
170 umsóknir um lokunarstyrk hafa borist en upphaflega var gert ráð fyrir að um 2000 fyrirtæki gætu fallið undir úrræðið. 125 umsóknir hafa verið samþykktar og nema útgreiðslur alls 137 milljónum króna að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins. Gripið var til ýmissa aðgerða í mars í því skyni að verja grunnstoðir samfélagsins vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, til dæmis með hlutastarfaleið, viðbótarlánum, frestum skattgreiðslna, lokunarstyrkjum, greiðsluhléi lána, úttekt séreignarsparnaðar, styrkingu ferðaþjónustu og fleiri aðgerðum. „Yfirlit yfir úrræðin sýnir að þau hafa sannað gildi sitt og verið nýtt af fjölda einstaklinga og fyrirtækja,“ segir á vef stjórnarráðsins. Þá kemur fram að hátt í fjögur þúsund einstaklingar fengu greiddar hlutabætur í júlí en þeim hefur fækkað hratt á milli mánaða. Þann 13. ágúst höfðu alls verið greiddir út rúmir 18 milljarðar króna vegna hlutabótaleiðarinnar. Atvinnuleysi jókst þá lítillega milli júní og júlímánaðar. Umsóknum frá einstaklingum um endurgreiðslur vegna íbúðarhúsnæðis hefur fjölgað mikið frá fyrra ári en endurgreiðsluhlutfall virðisaukaskatts af vinnu vegna nýbyggingar eða endurbóta á íbúðarhúsnæði var hækkað úr 60 prósentum í hundrað prósent og endurgreiðsluheimildir voru jafnframt víkkaðar út. Þann 10. ágúst höfðu 14,5 milljarðar króna verið greiddir út í séreignarsparnaðarleiðinni vegna Covid-19 til tæplega sjö þúsund einstaklinga. Alls höfðu 136.555 einstaklingar sótt ferðagjafir og 948 fyrirtæki skráð sig til þátttöku. Um 76 þúsund einstaklingar hafa nýtt sínar gjafir hjá 759 fyrirtækjum. Að meðaltali hafa um tvö þúsund gjafir verið nýttar daglega.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Öllum starfsmönnum b5 sagt upp Öllum starfsmönnum skemmtistaðarins b5 hefur verið sagt upp vegna erfiðrar fjárhagslegrar stöðu staðarins. 14. ágúst 2020 07:35 Lokunarstyrkur dugði fyrir rúmlega helmingi af mánaðarleigu Jónas Óli Jónasson, einn eigenda skemmtistaðarins B5, segir útséð að staðurinn verði ekki opinn á meðan tveggja metra reglan er í gildi. 10. ágúst 2020 08:58 „Þarf að hugsa þessar stuðningsaðgerðir við atvinnulífið upp á nýtt“ Hann telur að stjórnvöld verði að endurskoða þær efnahagsaðgerðir sem gripið hefur verið til sem allra fyrst. Aðgerðirnar verið að hugsa upp á nýtt í ljósi þróunar faraldursins. 11. ágúst 2020 20:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Sjá meira
Öllum starfsmönnum b5 sagt upp Öllum starfsmönnum skemmtistaðarins b5 hefur verið sagt upp vegna erfiðrar fjárhagslegrar stöðu staðarins. 14. ágúst 2020 07:35
Lokunarstyrkur dugði fyrir rúmlega helmingi af mánaðarleigu Jónas Óli Jónasson, einn eigenda skemmtistaðarins B5, segir útséð að staðurinn verði ekki opinn á meðan tveggja metra reglan er í gildi. 10. ágúst 2020 08:58
„Þarf að hugsa þessar stuðningsaðgerðir við atvinnulífið upp á nýtt“ Hann telur að stjórnvöld verði að endurskoða þær efnahagsaðgerðir sem gripið hefur verið til sem allra fyrst. Aðgerðirnar verið að hugsa upp á nýtt í ljósi þróunar faraldursins. 11. ágúst 2020 20:00