Neymar braut sóttvarnarreglur í gær og UEFA gæti sett hann í bann í úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2020 09:00 Neymar var eini leikmaður Paris Saint Germain sem skipti um treyju eftir leik enda er það bannað. EPA-EFE/David Ramos Paris Saint Germain er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn en hugsunarleysi brasilísku stjörnunnar Neymar eftir leik gæti haft sínar afleiðingar í aðdraganda úrslitaleiksins. Neymar lék vel í leiknum þrátt fyrir að hafa ekki náð að skora en hann átti meðal annars tvö stangarskot. Mörk PSG skoruðu aftur á móti þeir Marquinhos, Angel Di Maria og Juan Bernat. Erlendir fjölmiðlar hafa skrifað um það sem fram fór strax eftir leik en Neymar skipti þá um treyju við Marcel Halstenberg hjá RB Leipzig. Bad news. https://t.co/q7AzshMunv— SPORTbible (@sportbible) August 19, 2020 Neymar hefur verið einstaklega duglegur að koma sér í vandræði utan vallar og þótt að leikaraskapurinn innan vallar sé á undanhaldi hjá honum þá er hann áfram iðinn við að búa til vesen. Samkvæmt fyrirmælum frá UEFA og út frá ströngum sóttvarnarreglum þá mega leikmenn ekki skipta um treyjur eftir leiki sína enda að taka við sveittum treyjum frá öðrum leikmanni. Refsingin ætti þá að vera einn leikur í bann og hvor leikmaður þyrfti að fara í sóttkví í tólf daga. Hvor refsing fyrir sig myndi koma í veg fyrir að Neymar geti spilað úrslitaleikinn sem er strax á sunnudaginn kemur. Reports claim Neymar could be banned for Sunday's final But UEFA's rules mean he will surely be allowed to play! #PSG #Neymar https://t.co/CQuB7u1bU1— GiveMeSport Football (@GMS__Football) August 19, 2020 Neymar klæddi sig reyndar ekki í treyju Marcel Halstenberg og hefur síðan væntanlega skellt henni í þvott. Það breytir því ekki að um smithættu eru að ræða. Aðrir miðlar hafa bent á það að þessi einstaka regla hafi meira verið vinsamleg tilmæli frekar en hörð regla. Það má búast við því að UEFA þurfi að taka á þessu máli og koma því endanlega á hreint hvort þetta sé bannað og hvort að sambandið geti sett leikmenn í bann vegna svona brota. Paris Saint Germain mætir annað hvort Bayern München eða Lyon í úrslitaleiknum en seinni undanúrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram í kvöld. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Sjá meira
Paris Saint Germain er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn en hugsunarleysi brasilísku stjörnunnar Neymar eftir leik gæti haft sínar afleiðingar í aðdraganda úrslitaleiksins. Neymar lék vel í leiknum þrátt fyrir að hafa ekki náð að skora en hann átti meðal annars tvö stangarskot. Mörk PSG skoruðu aftur á móti þeir Marquinhos, Angel Di Maria og Juan Bernat. Erlendir fjölmiðlar hafa skrifað um það sem fram fór strax eftir leik en Neymar skipti þá um treyju við Marcel Halstenberg hjá RB Leipzig. Bad news. https://t.co/q7AzshMunv— SPORTbible (@sportbible) August 19, 2020 Neymar hefur verið einstaklega duglegur að koma sér í vandræði utan vallar og þótt að leikaraskapurinn innan vallar sé á undanhaldi hjá honum þá er hann áfram iðinn við að búa til vesen. Samkvæmt fyrirmælum frá UEFA og út frá ströngum sóttvarnarreglum þá mega leikmenn ekki skipta um treyjur eftir leiki sína enda að taka við sveittum treyjum frá öðrum leikmanni. Refsingin ætti þá að vera einn leikur í bann og hvor leikmaður þyrfti að fara í sóttkví í tólf daga. Hvor refsing fyrir sig myndi koma í veg fyrir að Neymar geti spilað úrslitaleikinn sem er strax á sunnudaginn kemur. Reports claim Neymar could be banned for Sunday's final But UEFA's rules mean he will surely be allowed to play! #PSG #Neymar https://t.co/CQuB7u1bU1— GiveMeSport Football (@GMS__Football) August 19, 2020 Neymar klæddi sig reyndar ekki í treyju Marcel Halstenberg og hefur síðan væntanlega skellt henni í þvott. Það breytir því ekki að um smithættu eru að ræða. Aðrir miðlar hafa bent á það að þessi einstaka regla hafi meira verið vinsamleg tilmæli frekar en hörð regla. Það má búast við því að UEFA þurfi að taka á þessu máli og koma því endanlega á hreint hvort þetta sé bannað og hvort að sambandið geti sett leikmenn í bann vegna svona brota. Paris Saint Germain mætir annað hvort Bayern München eða Lyon í úrslitaleiknum en seinni undanúrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram í kvöld.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Sjá meira