Icelandair sýnir spilin fyrir væntanlegt hlutafjárútboð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. ágúst 2020 08:43 Starfsmenn Icelandair vinna nú að því að styrkja rekstur félagsins til frambúðar. Vísir/Vilhelm Icelandair birti í gærkvöldi kynningargögn fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins sem haldið verður 14. til 15. september næstkomandi, fáist samþykki hluthafafundar þann 9. september. Í tilkynningu frá Icelandair segir að hlutafjárútboðið sé lokahnykkurinn í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins ásamt samkomulagi við íslensk stjórnvöld um ríkisábyrgð á lánalínu að fjárhæð allt að um 16,5 milljarða króna sem nú liggur fyrir. Ábyrgðin er háð samkomulagi aðila um skilmála hennar, samþykki Alþingis og að félagið nái markmiðum sínum um öflun nýs hlutafjár. Kynningargögnin eru ítarleg, alls 101 blaðsíða, þar sem félagið kynnir meðal annars hvernig nýjir kjarasamningar við flugmenn, flugþjóna og flugvirkja gagnist félaginu, auk þess sem að farið er yfir rekstur félagsins á ítarlegan hátt. Félagið virðist gera ráð fyrir því að Icelandair skili hagnaði aftur árið 2022 og að félagið nái sambærilegum hagnaði og árið 2015, þegar félagið hagnaðist um 134 milljónir dollara, árið 2022 þegar gert er ráð fyrir 175 milljóna dollara hagnaði. Félagið tiltekur þó að það hafi sveigjanleika til að bregðast hraðar við, verði eftirspurn sneggri að taka við sér en reiknað er með. Úr kynningu IcelandairMynd/Icelandair Í tilkynningu Icelandair segir að félagið sé nú í sterkari stöðu en búist var við eftir hluthafafund félagsins þann 22. maí. Félagið hafi, þrátt fyrir faraldurinn, haldið uppi takmarkaðri en arðbærri flugáætlun í sumar og gripið mikilvæg tækifæri í fraktflutningum og leiguflugi. „Viðskiptamódel Icelandair Group hefur margsannað sig og við förum bjartsýn inn í það hlutafjárútboð sem nú er framundan. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á félagið á liðnum mánuðum líkt og öll önnur flugfélög í heiminum. Fjárhagsstaða félagsins var góð áður en faraldurinn skall á og í kjölfar þeirra aðgerða sem við höfum gripið til og þeirra áætlana sem við höfum gert til framtíðar, hefur félagið alla burði til að koma sterkt út úr honum,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group. Kynningargögn Icelandair má nálgast hér. Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir ekki koma á óvart að hlutafjárútboði hafi verið frestað Fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair hefur verið frestað fram í september. Greinandi segir þá ákvörðun ekki koma á óvart enda séu miklir hagsmunir í húfi. 18. ágúst 2020 20:15 Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. 18. ágúst 2020 19:42 Munu veita allt að 16,5 milljarða ríkisábyrgð Íslensk stjórnvald hafa ákveðið að veita Icelandair ríkisábyrgð á lánalínu sem nemur allt að 120 milljónum Bandaríkjadala. 18. ágúst 2020 12:33 Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Icelandair birti í gærkvöldi kynningargögn fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins sem haldið verður 14. til 15. september næstkomandi, fáist samþykki hluthafafundar þann 9. september. Í tilkynningu frá Icelandair segir að hlutafjárútboðið sé lokahnykkurinn í fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins ásamt samkomulagi við íslensk stjórnvöld um ríkisábyrgð á lánalínu að fjárhæð allt að um 16,5 milljarða króna sem nú liggur fyrir. Ábyrgðin er háð samkomulagi aðila um skilmála hennar, samþykki Alþingis og að félagið nái markmiðum sínum um öflun nýs hlutafjár. Kynningargögnin eru ítarleg, alls 101 blaðsíða, þar sem félagið kynnir meðal annars hvernig nýjir kjarasamningar við flugmenn, flugþjóna og flugvirkja gagnist félaginu, auk þess sem að farið er yfir rekstur félagsins á ítarlegan hátt. Félagið virðist gera ráð fyrir því að Icelandair skili hagnaði aftur árið 2022 og að félagið nái sambærilegum hagnaði og árið 2015, þegar félagið hagnaðist um 134 milljónir dollara, árið 2022 þegar gert er ráð fyrir 175 milljóna dollara hagnaði. Félagið tiltekur þó að það hafi sveigjanleika til að bregðast hraðar við, verði eftirspurn sneggri að taka við sér en reiknað er með. Úr kynningu IcelandairMynd/Icelandair Í tilkynningu Icelandair segir að félagið sé nú í sterkari stöðu en búist var við eftir hluthafafund félagsins þann 22. maí. Félagið hafi, þrátt fyrir faraldurinn, haldið uppi takmarkaðri en arðbærri flugáætlun í sumar og gripið mikilvæg tækifæri í fraktflutningum og leiguflugi. „Viðskiptamódel Icelandair Group hefur margsannað sig og við förum bjartsýn inn í það hlutafjárútboð sem nú er framundan. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á félagið á liðnum mánuðum líkt og öll önnur flugfélög í heiminum. Fjárhagsstaða félagsins var góð áður en faraldurinn skall á og í kjölfar þeirra aðgerða sem við höfum gripið til og þeirra áætlana sem við höfum gert til framtíðar, hefur félagið alla burði til að koma sterkt út úr honum,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group. Kynningargögn Icelandair má nálgast hér.
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir ekki koma á óvart að hlutafjárútboði hafi verið frestað Fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair hefur verið frestað fram í september. Greinandi segir þá ákvörðun ekki koma á óvart enda séu miklir hagsmunir í húfi. 18. ágúst 2020 20:15 Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. 18. ágúst 2020 19:42 Munu veita allt að 16,5 milljarða ríkisábyrgð Íslensk stjórnvald hafa ákveðið að veita Icelandair ríkisábyrgð á lánalínu sem nemur allt að 120 milljónum Bandaríkjadala. 18. ágúst 2020 12:33 Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Segir ekki koma á óvart að hlutafjárútboði hafi verið frestað Fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair hefur verið frestað fram í september. Greinandi segir þá ákvörðun ekki koma á óvart enda séu miklir hagsmunir í húfi. 18. ágúst 2020 20:15
Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. 18. ágúst 2020 19:42
Munu veita allt að 16,5 milljarða ríkisábyrgð Íslensk stjórnvald hafa ákveðið að veita Icelandair ríkisábyrgð á lánalínu sem nemur allt að 120 milljónum Bandaríkjadala. 18. ágúst 2020 12:33