KR er 32 mörk í mínus í síðustu þrettán Evrópuleikjum undir stjórn Rúnars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2020 11:00 Breiðablik - KR. Pepsi deild karla, sumar 2019. Fótbolti, knattspyrna. Foto: Bára Dröfn Kristinsdóttir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Enginn bjóst við því að Íslandsmeistarar KR myndu slá skosku meistarana í Celtic út í Glasgow í forkeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi en frammistaðan var engu að síður mikil vonbrigði. Sex núll tap og lítil mótstaða frá Vesturbæjarliðinu. Rúnar Kristinsson hefur náð frábærum árangri með KR-liðið heima á Íslandi en árangur liðsins í Evrópukeppninni undir hans stjórn er langt frá því að vera glæsilegur. Undanfarin tvö ár hafa KR-ingar vissulega ekki verið mjög heppnir með mótherja en bæði árin hefur liðið tapað útileik sínum mjög stórt. KR tapaði 1-7 á móti Molde út í Noregi í fyrra og svo 0-6 á móti Celtic í Skotlandi í gær. KR datt einnig út 5-0 samanlagt á móti Celtic í Evrópukeppninni á síðasta tímabili Rúnars áður en hann reyndi fyrir sér í þjálfun erlendis. Nú er svo komið að markatala liða Rúnars í síðustu þrettán Evrópuleikjum undir hans stjórn er orðin afar skrautleg. Í þessum þrettán Evrópuleikjum, eða öllum Evrópuleikjum KR undir stjórn Rúnars frá og með leikjunum við Dinamo Tbilisi í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar 2011, hefur KR-liðið skorað 32 mörkum færra en andstæðingarnir. Markatalan er sem sagt 7-39 í þessum þrettán leikjum. Eini sigurinn er 3-0 sigur á norður-írska félaginu Glentoran á útivelli 11. júlí 2013. KR-liðið spilaði tólf Evrópuleiki á þeim þremur tímabilum sem Rúnars naut ekki við á árunum 2015 til 2017 en markatalan í þeim er aftur á móti eitt mark í plús eða 18-17. Rúnar Kristinsson og lærisveinar hans frá engu að síður annað tækifæri til að gera eitthvað í Evrópu í sumar því þeir fara nú inn í forkeppni Evrópudeildarinnar. KR í Evrópukeppni undir stjórn Rúnars Kristinssonar: 2020 - forkeppni Meistaradeildarinnar 0-6 á móti Celtic frá Skotlandi (í einum leik) 2019 - forkeppni Evrópudeildarinnar 1-7 á móti Molde frá Noregi (í tveimur leikjum) 2014 - forkeppni Meistaradeildarinnar 0-5 á móti Celtic frá Skotlandi(í tveimur leikjum) 2013 - forkeppni Evrópudeildarinnar 3-0 á móti Glentoran frá Norður-Írlandi (í tveimur leikjum) 2-6 á móti Standard Liege frá Belgíu(í tveimur leikjum) 2012 - forkeppni Meistaradeildarinnar 1-9 á móti HJK Helsinki frá Finnalandi (í tveimur leikjum) 2011 - forkeppni Evrópudeildarinnar 8-2 á móti ÍF frá Færeyjum (í tveimur leikjum) 3-2 á móti MŠK Žilina frá Slóvakíu (í tveimur leikjum) 1-6 á móti Dinamo Tbilisi frá Georgíu(í tveimur leikjum) 2010 - forkeppni Evrópudeildarinnar 2-3 í seinni leiknum á móti Karpaty Lviv frá Úkraínu (í einum leik) Stóru töpin í Evrópu undir stjórn Rúnars Kristinssonar: 1-4 á móti Dinamo Tbilisi frá Georgíu 2011 0-7 á móti HJK Helsinki frá Finnalandi 2012 0-4 á móti Celtic frá Skotlandi 2014 1-7 á móti Molde frá Noregi 2019 0-6 á móti Celtic frá Skotlandi 2020 Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Enginn bjóst við því að Íslandsmeistarar KR myndu slá skosku meistarana í Celtic út í Glasgow í forkeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi en frammistaðan var engu að síður mikil vonbrigði. Sex núll tap og lítil mótstaða frá Vesturbæjarliðinu. Rúnar Kristinsson hefur náð frábærum árangri með KR-liðið heima á Íslandi en árangur liðsins í Evrópukeppninni undir hans stjórn er langt frá því að vera glæsilegur. Undanfarin tvö ár hafa KR-ingar vissulega ekki verið mjög heppnir með mótherja en bæði árin hefur liðið tapað útileik sínum mjög stórt. KR tapaði 1-7 á móti Molde út í Noregi í fyrra og svo 0-6 á móti Celtic í Skotlandi í gær. KR datt einnig út 5-0 samanlagt á móti Celtic í Evrópukeppninni á síðasta tímabili Rúnars áður en hann reyndi fyrir sér í þjálfun erlendis. Nú er svo komið að markatala liða Rúnars í síðustu þrettán Evrópuleikjum undir hans stjórn er orðin afar skrautleg. Í þessum þrettán Evrópuleikjum, eða öllum Evrópuleikjum KR undir stjórn Rúnars frá og með leikjunum við Dinamo Tbilisi í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar 2011, hefur KR-liðið skorað 32 mörkum færra en andstæðingarnir. Markatalan er sem sagt 7-39 í þessum þrettán leikjum. Eini sigurinn er 3-0 sigur á norður-írska félaginu Glentoran á útivelli 11. júlí 2013. KR-liðið spilaði tólf Evrópuleiki á þeim þremur tímabilum sem Rúnars naut ekki við á árunum 2015 til 2017 en markatalan í þeim er aftur á móti eitt mark í plús eða 18-17. Rúnar Kristinsson og lærisveinar hans frá engu að síður annað tækifæri til að gera eitthvað í Evrópu í sumar því þeir fara nú inn í forkeppni Evrópudeildarinnar. KR í Evrópukeppni undir stjórn Rúnars Kristinssonar: 2020 - forkeppni Meistaradeildarinnar 0-6 á móti Celtic frá Skotlandi (í einum leik) 2019 - forkeppni Evrópudeildarinnar 1-7 á móti Molde frá Noregi (í tveimur leikjum) 2014 - forkeppni Meistaradeildarinnar 0-5 á móti Celtic frá Skotlandi(í tveimur leikjum) 2013 - forkeppni Evrópudeildarinnar 3-0 á móti Glentoran frá Norður-Írlandi (í tveimur leikjum) 2-6 á móti Standard Liege frá Belgíu(í tveimur leikjum) 2012 - forkeppni Meistaradeildarinnar 1-9 á móti HJK Helsinki frá Finnalandi (í tveimur leikjum) 2011 - forkeppni Evrópudeildarinnar 8-2 á móti ÍF frá Færeyjum (í tveimur leikjum) 3-2 á móti MŠK Žilina frá Slóvakíu (í tveimur leikjum) 1-6 á móti Dinamo Tbilisi frá Georgíu(í tveimur leikjum) 2010 - forkeppni Evrópudeildarinnar 2-3 í seinni leiknum á móti Karpaty Lviv frá Úkraínu (í einum leik) Stóru töpin í Evrópu undir stjórn Rúnars Kristinssonar: 1-4 á móti Dinamo Tbilisi frá Georgíu 2011 0-7 á móti HJK Helsinki frá Finnalandi 2012 0-4 á móti Celtic frá Skotlandi 2014 1-7 á móti Molde frá Noregi 2019 0-6 á móti Celtic frá Skotlandi 2020
KR í Evrópukeppni undir stjórn Rúnars Kristinssonar: 2020 - forkeppni Meistaradeildarinnar 0-6 á móti Celtic frá Skotlandi (í einum leik) 2019 - forkeppni Evrópudeildarinnar 1-7 á móti Molde frá Noregi (í tveimur leikjum) 2014 - forkeppni Meistaradeildarinnar 0-5 á móti Celtic frá Skotlandi(í tveimur leikjum) 2013 - forkeppni Evrópudeildarinnar 3-0 á móti Glentoran frá Norður-Írlandi (í tveimur leikjum) 2-6 á móti Standard Liege frá Belgíu(í tveimur leikjum) 2012 - forkeppni Meistaradeildarinnar 1-9 á móti HJK Helsinki frá Finnalandi (í tveimur leikjum) 2011 - forkeppni Evrópudeildarinnar 8-2 á móti ÍF frá Færeyjum (í tveimur leikjum) 3-2 á móti MŠK Žilina frá Slóvakíu (í tveimur leikjum) 1-6 á móti Dinamo Tbilisi frá Georgíu(í tveimur leikjum) 2010 - forkeppni Evrópudeildarinnar 2-3 í seinni leiknum á móti Karpaty Lviv frá Úkraínu (í einum leik) Stóru töpin í Evrópu undir stjórn Rúnars Kristinssonar: 1-4 á móti Dinamo Tbilisi frá Georgíu 2011 0-7 á móti HJK Helsinki frá Finnalandi 2012 0-4 á móti Celtic frá Skotlandi 2014 1-7 á móti Molde frá Noregi 2019 0-6 á móti Celtic frá Skotlandi 2020
Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira