Meta fjárhagsleg áhrif samkomulags við Boeing á 35 milljarða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. ágúst 2020 10:02 Þrjár af þeim 737-MAX vélum sem Icelandair átti að fá frá Boeing hafa meðal annars verið geymdar á þessu bílastæði í grennd við verksmiðju Boeing við Seattle í Bandaríkjunum. Getty/David Rider Icelandair reiknar með að fjárhagsleg áhrif samkomulags við flugvélaframleiðandann Boeing vegna 737 MAX flugvélanna nemi um það bil 260 milljónum dollurum, 35 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Þetta kemur fram í kynningargögnum Icelandair vegna væntanlegs hlutafjárútboðs sem halda á í næsta mánuði. Icelandair birti gögnin í gærkvöldi. Félagið hefur að undanförnu unnið að því ná samkomulagi við Boeing um bætur vegna Boeing 737 Max vélanna, sem hafa verið í alþjóðlegu flugbanni eftir tvo mannskæð flugslys. Icelandair reiknar með að taka sex MAX-vélar inn í flugflota sinn til viðbótar, þrjár í vetur, og þrjár veturinn þar á eftir.Mynd/Icelandair Icelandair hafði pantað 16 slíkar flugvélar og fengið sex afhentar. Félagið hefur hins vegar lítið geta notað þær og verið í viðræðum um bætur við Boeing vegna þess. Fréttir hafa verið sagðar af því að nást hafi samkomulag á milli Icelandair og Boeing um bætur, án þess að miklar upplýsingar hafi verið gefnar um fjárhagsleg áhrif samkomulagsins. Í kynningargögnunum segir að samkomulagið við Boeing sé þríþætt. Það feli í sér greiðslu frá Boeing, Icelandair kaupi sex 737 MAX vélar til viðbótar í stað tíu og að Icelandair fái afslátt af kaupverði þeirra MAX-véla sem félagið á eftir að fá afhentar. Icelandair segist einnig hafa tryggt fjármögnun vegna kaupa á vélunum sex sem eftir standa. Í gögnunum segir að vænt áhrif þess á fjárhag Icelandair nemi alls 260 milljónum dollara, um 35 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Til samanburðar má geta þess að möguleg ríkisábyrgð vegna Icelandair sem tilkynnt var um í gær nemur allt að 16,5 milljörðum, auk þess sem að Icelandair ætlar sér að safna allt að 23 milljörðum í hlutafjárútboðinu. Í gögnunum segir einnig að félagið geri ráð fyrir að flugmálayfirvöld heimsins opni á það á síðasta ársfjórðungi ársins að MAX-vélarnar hefji sig til lofts á ný. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Boeing Tengdar fréttir Icelandair sýnir spilin fyrir væntanlegt hlutafjárútboð Icelandair birti í gærkvöldi kynningargögn fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins sem haldið verður 14. til 15. september næstkomandi, fáist samþykki hluthafafundar þann 9. september. 19. ágúst 2020 08:43 Segir ekki koma á óvart að hlutafjárútboði hafi verið frestað Fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair hefur verið frestað fram í september. Greinandi segir þá ákvörðun ekki koma á óvart enda séu miklir hagsmunir í húfi. 18. ágúst 2020 20:15 Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. 18. ágúst 2020 19:42 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Sjá meira
Icelandair reiknar með að fjárhagsleg áhrif samkomulags við flugvélaframleiðandann Boeing vegna 737 MAX flugvélanna nemi um það bil 260 milljónum dollurum, 35 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Þetta kemur fram í kynningargögnum Icelandair vegna væntanlegs hlutafjárútboðs sem halda á í næsta mánuði. Icelandair birti gögnin í gærkvöldi. Félagið hefur að undanförnu unnið að því ná samkomulagi við Boeing um bætur vegna Boeing 737 Max vélanna, sem hafa verið í alþjóðlegu flugbanni eftir tvo mannskæð flugslys. Icelandair reiknar með að taka sex MAX-vélar inn í flugflota sinn til viðbótar, þrjár í vetur, og þrjár veturinn þar á eftir.Mynd/Icelandair Icelandair hafði pantað 16 slíkar flugvélar og fengið sex afhentar. Félagið hefur hins vegar lítið geta notað þær og verið í viðræðum um bætur við Boeing vegna þess. Fréttir hafa verið sagðar af því að nást hafi samkomulag á milli Icelandair og Boeing um bætur, án þess að miklar upplýsingar hafi verið gefnar um fjárhagsleg áhrif samkomulagsins. Í kynningargögnunum segir að samkomulagið við Boeing sé þríþætt. Það feli í sér greiðslu frá Boeing, Icelandair kaupi sex 737 MAX vélar til viðbótar í stað tíu og að Icelandair fái afslátt af kaupverði þeirra MAX-véla sem félagið á eftir að fá afhentar. Icelandair segist einnig hafa tryggt fjármögnun vegna kaupa á vélunum sex sem eftir standa. Í gögnunum segir að vænt áhrif þess á fjárhag Icelandair nemi alls 260 milljónum dollara, um 35 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Til samanburðar má geta þess að möguleg ríkisábyrgð vegna Icelandair sem tilkynnt var um í gær nemur allt að 16,5 milljörðum, auk þess sem að Icelandair ætlar sér að safna allt að 23 milljörðum í hlutafjárútboðinu. Í gögnunum segir einnig að félagið geri ráð fyrir að flugmálayfirvöld heimsins opni á það á síðasta ársfjórðungi ársins að MAX-vélarnar hefji sig til lofts á ný.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Boeing Tengdar fréttir Icelandair sýnir spilin fyrir væntanlegt hlutafjárútboð Icelandair birti í gærkvöldi kynningargögn fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins sem haldið verður 14. til 15. september næstkomandi, fáist samþykki hluthafafundar þann 9. september. 19. ágúst 2020 08:43 Segir ekki koma á óvart að hlutafjárútboði hafi verið frestað Fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair hefur verið frestað fram í september. Greinandi segir þá ákvörðun ekki koma á óvart enda séu miklir hagsmunir í húfi. 18. ágúst 2020 20:15 Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. 18. ágúst 2020 19:42 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Sjá meira
Icelandair sýnir spilin fyrir væntanlegt hlutafjárútboð Icelandair birti í gærkvöldi kynningargögn fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins sem haldið verður 14. til 15. september næstkomandi, fáist samþykki hluthafafundar þann 9. september. 19. ágúst 2020 08:43
Segir ekki koma á óvart að hlutafjárútboði hafi verið frestað Fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair hefur verið frestað fram í september. Greinandi segir þá ákvörðun ekki koma á óvart enda séu miklir hagsmunir í húfi. 18. ágúst 2020 20:15
Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. 18. ágúst 2020 19:42