Stefnir í sögulegan sigur Færeyinga vegna smits Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2020 10:00 KÍ hefur ekki frekar en önnur færeysk lið komist í gegnum 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. VÍSIR/GETTY Útlit er fyrir að færeyska meistaraliðinu KÍ verði úrskurðaður 3-0 sigur í einvígi sínu við Slóvakíumeistara Slovan Bratislava í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Slóvakarnir mættu til Færeyja á mánudaginn og átti leikurinn að fara fram í dag. Í samræmi við sérstakar Covid-reglur UEFA urðu allir leikmenn og starfslið að fara í kórónuveirupróf og greindist sjúkraþjálfari Slovan Bratislava með smit. Samkvæmt þeim reglum sem gilda í Færeyjum er því allur slóvakíski hópurinn kominn í 14 daga sóttkví. Í reglum UEFA er tekið fram að liði sem smit greinist hjá sé úrskurðað 3-0 tap séu reglur í keppnislandinu á þann veg að leikurinn geti ekki farið fram. Þrettán leikmenn þurfi að vera gjaldgengir, þar af einn markvörður. UEFA fundar í dag með forráðamönnum KÍ, samkvæmt frétt In.fo, þar sem vænta má þess að endanleg ákvörðun verði tekin. Hugsanlegt er að leiknum verið frestað um 1-2 daga en útilokað virðist vera að þeir leikmenn Slovan Bratislava sem komnir eru til Færeyja fái að spila. Í samtali við In.fo sagðist formaður KÍ ekki reikna með því að leikurinn yrði spilaður. Ef KÍ verður úrskurðaður sigur verður liðið það fyrsta í sögu Færeyja til að komast í 2. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. KÍ myndi þá mæta Young Boys í Sviss 26. ágúst, og fá jafnvirði rúmlega 60 milljóna íslenskra króna fyrir að hafa komist í gegnum 1. umferð. Meistaradeild Evrópu Færeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Sjá meira
Útlit er fyrir að færeyska meistaraliðinu KÍ verði úrskurðaður 3-0 sigur í einvígi sínu við Slóvakíumeistara Slovan Bratislava í 1. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Slóvakarnir mættu til Færeyja á mánudaginn og átti leikurinn að fara fram í dag. Í samræmi við sérstakar Covid-reglur UEFA urðu allir leikmenn og starfslið að fara í kórónuveirupróf og greindist sjúkraþjálfari Slovan Bratislava með smit. Samkvæmt þeim reglum sem gilda í Færeyjum er því allur slóvakíski hópurinn kominn í 14 daga sóttkví. Í reglum UEFA er tekið fram að liði sem smit greinist hjá sé úrskurðað 3-0 tap séu reglur í keppnislandinu á þann veg að leikurinn geti ekki farið fram. Þrettán leikmenn þurfi að vera gjaldgengir, þar af einn markvörður. UEFA fundar í dag með forráðamönnum KÍ, samkvæmt frétt In.fo, þar sem vænta má þess að endanleg ákvörðun verði tekin. Hugsanlegt er að leiknum verið frestað um 1-2 daga en útilokað virðist vera að þeir leikmenn Slovan Bratislava sem komnir eru til Færeyja fái að spila. Í samtali við In.fo sagðist formaður KÍ ekki reikna með því að leikurinn yrði spilaður. Ef KÍ verður úrskurðaður sigur verður liðið það fyrsta í sögu Færeyja til að komast í 2. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. KÍ myndi þá mæta Young Boys í Sviss 26. ágúst, og fá jafnvirði rúmlega 60 milljóna íslenskra króna fyrir að hafa komist í gegnum 1. umferð.
Meistaradeild Evrópu Færeyjar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti