Lögreglan má sekta grímulausa um 100 þúsund krónur Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. ágúst 2020 11:19 Ekki er almenn grímuskylda í landinu, aðeins þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð milli fólks með góðu móti. Getty Með nýjum fyrirmælum ríkissaksóknara, sem tóku gildi á föstudag, hefur lögreglan heimild til að sekta fyrir margvísleg brot á tveggja metra reglunni og reglum um grímunotkun. Heildarútlistun á sektum má nálgast hér neðar í fréttinni, eins og þau birtast í fyrirmælum ríkissaksóknara. Embættið segist jafnframt leggja áherslu á það lögreglan meti hvert tilvik fyrir sig og og ákvarði sektarfjárhæð með hliðsjón af alvarleika brots - „en ljóst er að brotin geta verið afar mismunandi og þar með mis alvarleg,“ segir ríkissaksóknari. Í því samhengi eru nefnd möguleg brot á ákvæðum um einangrun smitaðra. Brotin gætu varðað við hegningarlög, nánar tiltekið 175 grein. Hún kveður á um að hver sá sem brýtur varnir gegn næmum sjúkdómum eða varúðarreglum yfirvalda eigi að sæta allt að þriggja ára fangelsi. „Refsingin getur þó orðið fangelsi allt að 6 árum, ef um sjúkdóma er að ræða, sem hið opinbera hefur gert sérstakar ráðstafanir til að hefta eða afstýra, að berist hingað til lands,“ segir einnig í 175. grein sem ríkissaksóknari vísar til. Í fyrirmælum embættisins er tekið eftirfarandi dæmi: „[A]ð sakborningur geri nokkurn hóp manna útsettan fyrir sýkingu eða sýki hóp manna af COVID-19 og enn alvarlegra ef um er að ræða að útsetja eða sýkja þá sem eru í sérstakri hættu vegna undirliggjandi sjúkdóma.“ Ef slíkt mál kæmi upp ætti lögreglan strax að upplýsa ríkissaksóknara og héraðssaksóknara um málið. Embættið óskar samhliða eftir því að lögreglustjórar landsins sendi ríkissaksóknara allar upplýsingar um ætluð brot á fjarlægðarmörkum og grímunotkun. Það sé nauðsynlegt til að tryggja yfirsýn og samræmi í afgreiðslum lögreglustjóra. Rétt er að taka fram að ekki er almenn grímuskylda í landinu. Við aðstæður þar sem ekki er hægt að hafa tveggja metra fjarlægð á hins vegar að nota hlífðargrímu sem hylur munn og nef. Nánar hér á vef Landlæknis. Sektirnar sem ríkissaksóknari tiltekur í nýju fyrirmælunum eru eftirfarandi: Brot gegn reglugerð heilbrigðisráðherra nr. 759/2020 um sóttkví, einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19: Brot gegn skyldu til að fara/vera í sóttkví, 1. og 3. mgr. 3. gr.Sekt ákvarðist eftir alvarleika brots kr. 50.000-250.000. Brot gegn skyldum þeirra sem eru í sóttkví, 5. gr.Sekt ákvarðist eftir alvarleika brots kr. 50.000-250.000. Brot á reglum um einangrun, 1. og 2. mgr. 9. gr.Sekt ákvarðist eftir alvarleika brots kr. 150.000-500.000. Sektarheimild nær einungis til fyrsta brots. Brot gegn reglum skv. auglýsingu heilbrigðisráðherra nr. 792/2020 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar: Brot á reglum um fjöldatakmörkun, 3. gr. Sekt einstaklings sem sækir samkomu kr. 50.000. Sekt forsvarsmanns/skipuleggjanda sem stendur fyrir samkomu kr. 250.000- 500.000. Sektarheimild nær einungis til fyrsta brots forsvarsmanns/skipuleggjanda. Brot gegn skyldu til að tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki deila heimili, 1. mgr. 4. gr. Sekt forsvarsmanns/skipuleggjanda þeirrar starfsemi/samkomu sem um ræðir ákvarðist eftir alvarleika brots kr. 100.000-500.000. Sektarheimild nær einungis til fyrsta brots. Brot á reglum um notkun andlitsgrímu, 2. mgr. 4. gr. Sekt forsvarsmanns þeirrar starfsemi sem um ræðir ákvarðist eftir alvarleika brots kr. 100.000-500.000. Sekt einstaklings sem notar ekki andlitsgrímu ákvarðist eftir alvarleika brots kr. 10.000-100.000 Brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu, 1. mgr. 7. gr. Sekt ákvarðist eftir alvarleika brots kr. 100.000-500.000. Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stór dropi getur klofnað í marga litla dropa sem svífa lengra sé gríma einungis úr einu lagi af efni Grímur sem eru aðeins úr einu lagi af efni geta verið varasamar þar sem stór dropi sem kemur úr öndunarvegi og fer í gegnum þunnt lag getur klofnað í marga litla dropa sem svífa lengra og snerta fleiri yfirborðsfleti en þeir stóru. 16. ágúst 2020 15:00 „Ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum“ Ávinningur er af því að nota grímur út í samfélaginu ef grímurnar eru rétt notaðar en ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar deildarlæknis á Landspítalanum. 6. ágúst 2020 11:30 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Sjá meira
Með nýjum fyrirmælum ríkissaksóknara, sem tóku gildi á föstudag, hefur lögreglan heimild til að sekta fyrir margvísleg brot á tveggja metra reglunni og reglum um grímunotkun. Heildarútlistun á sektum má nálgast hér neðar í fréttinni, eins og þau birtast í fyrirmælum ríkissaksóknara. Embættið segist jafnframt leggja áherslu á það lögreglan meti hvert tilvik fyrir sig og og ákvarði sektarfjárhæð með hliðsjón af alvarleika brots - „en ljóst er að brotin geta verið afar mismunandi og þar með mis alvarleg,“ segir ríkissaksóknari. Í því samhengi eru nefnd möguleg brot á ákvæðum um einangrun smitaðra. Brotin gætu varðað við hegningarlög, nánar tiltekið 175 grein. Hún kveður á um að hver sá sem brýtur varnir gegn næmum sjúkdómum eða varúðarreglum yfirvalda eigi að sæta allt að þriggja ára fangelsi. „Refsingin getur þó orðið fangelsi allt að 6 árum, ef um sjúkdóma er að ræða, sem hið opinbera hefur gert sérstakar ráðstafanir til að hefta eða afstýra, að berist hingað til lands,“ segir einnig í 175. grein sem ríkissaksóknari vísar til. Í fyrirmælum embættisins er tekið eftirfarandi dæmi: „[A]ð sakborningur geri nokkurn hóp manna útsettan fyrir sýkingu eða sýki hóp manna af COVID-19 og enn alvarlegra ef um er að ræða að útsetja eða sýkja þá sem eru í sérstakri hættu vegna undirliggjandi sjúkdóma.“ Ef slíkt mál kæmi upp ætti lögreglan strax að upplýsa ríkissaksóknara og héraðssaksóknara um málið. Embættið óskar samhliða eftir því að lögreglustjórar landsins sendi ríkissaksóknara allar upplýsingar um ætluð brot á fjarlægðarmörkum og grímunotkun. Það sé nauðsynlegt til að tryggja yfirsýn og samræmi í afgreiðslum lögreglustjóra. Rétt er að taka fram að ekki er almenn grímuskylda í landinu. Við aðstæður þar sem ekki er hægt að hafa tveggja metra fjarlægð á hins vegar að nota hlífðargrímu sem hylur munn og nef. Nánar hér á vef Landlæknis. Sektirnar sem ríkissaksóknari tiltekur í nýju fyrirmælunum eru eftirfarandi: Brot gegn reglugerð heilbrigðisráðherra nr. 759/2020 um sóttkví, einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19: Brot gegn skyldu til að fara/vera í sóttkví, 1. og 3. mgr. 3. gr.Sekt ákvarðist eftir alvarleika brots kr. 50.000-250.000. Brot gegn skyldum þeirra sem eru í sóttkví, 5. gr.Sekt ákvarðist eftir alvarleika brots kr. 50.000-250.000. Brot á reglum um einangrun, 1. og 2. mgr. 9. gr.Sekt ákvarðist eftir alvarleika brots kr. 150.000-500.000. Sektarheimild nær einungis til fyrsta brots. Brot gegn reglum skv. auglýsingu heilbrigðisráðherra nr. 792/2020 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar: Brot á reglum um fjöldatakmörkun, 3. gr. Sekt einstaklings sem sækir samkomu kr. 50.000. Sekt forsvarsmanns/skipuleggjanda sem stendur fyrir samkomu kr. 250.000- 500.000. Sektarheimild nær einungis til fyrsta brots forsvarsmanns/skipuleggjanda. Brot gegn skyldu til að tryggja að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga sem ekki deila heimili, 1. mgr. 4. gr. Sekt forsvarsmanns/skipuleggjanda þeirrar starfsemi/samkomu sem um ræðir ákvarðist eftir alvarleika brots kr. 100.000-500.000. Sektarheimild nær einungis til fyrsta brots. Brot á reglum um notkun andlitsgrímu, 2. mgr. 4. gr. Sekt forsvarsmanns þeirrar starfsemi sem um ræðir ákvarðist eftir alvarleika brots kr. 100.000-500.000. Sekt einstaklings sem notar ekki andlitsgrímu ákvarðist eftir alvarleika brots kr. 10.000-100.000 Brot á reglum um lokun samkomustaða og starfsemi vegna sérstakrar smithættu, 1. mgr. 7. gr. Sekt ákvarðist eftir alvarleika brots kr. 100.000-500.000.
Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stór dropi getur klofnað í marga litla dropa sem svífa lengra sé gríma einungis úr einu lagi af efni Grímur sem eru aðeins úr einu lagi af efni geta verið varasamar þar sem stór dropi sem kemur úr öndunarvegi og fer í gegnum þunnt lag getur klofnað í marga litla dropa sem svífa lengra og snerta fleiri yfirborðsfleti en þeir stóru. 16. ágúst 2020 15:00 „Ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum“ Ávinningur er af því að nota grímur út í samfélaginu ef grímurnar eru rétt notaðar en ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar deildarlæknis á Landspítalanum. 6. ágúst 2020 11:30 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Sjá meira
Stór dropi getur klofnað í marga litla dropa sem svífa lengra sé gríma einungis úr einu lagi af efni Grímur sem eru aðeins úr einu lagi af efni geta verið varasamar þar sem stór dropi sem kemur úr öndunarvegi og fer í gegnum þunnt lag getur klofnað í marga litla dropa sem svífa lengra og snerta fleiri yfirborðsfleti en þeir stóru. 16. ágúst 2020 15:00
„Ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum“ Ávinningur er af því að nota grímur út í samfélaginu ef grímurnar eru rétt notaðar en ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar deildarlæknis á Landspítalanum. 6. ágúst 2020 11:30