Vísa rússneskum erindreka úr landi vegna njósna Samúel Karl Ólason skrifar 19. ágúst 2020 11:32 Utanríkisráðuneyti Noregs í Osló. Vísir/Getty Utanríkisráðuneyti Noregs hefur ákveðið að vísa rússneskum erindreka úr landi. Sá hafði átt fundi með norskum manni sem handtekinn var um helgina og er grunaður um njósnir. Sendiherra Rússlands í Noregi hefur verið tilkynnt þessi ákvörðun en samkvæmt frá NRK starfaði erindrekinn í viðskiptadeild sendiráðsins. Tilkynningin mun hafa borist í gær og hefur viðkomandi erindreki þrjá sólarhringa frá þeim tímapunkti til að yfirgefa Noreg. Trude Maaseide, talskona ráðuneytisins, segir erindrekanum hafa verið vísað úr landi vegna þess að aðgerðir hans hafi ekki verið í takt við stöðu hans sem erindreka. Þeim sé skylt að fylgja reglum þeirra landa sem þeir starfa í og það hafi þessi ekki gert. Njósnarinn sjálfur, Harsharn Singh Tathgar, er upprunalega frá Indlandi en er norskur ríkisborgari. Hann hefur búið og starfað í Noregi frá 1997 og frá 2012 hefur hann unnið hjá orkufyrirtækinu DNV GL. Hann hefur aldrei haft heimild til að skoða ríkisleyndarmál. Ekki liggur fyrir hvaða leyndarmál hann færði Rússum eða hvaðan hann fékk þau. Handtekinn á fundi með erindrekanum Tathgar viðurkenndi við yfirheyrslur að hafa fært rússneskum erindreka ríkisleyndarmál og fengið greiðslu fyrir. Hann var handtekinn á laugardaginn þegar hann hitti viðkomandi erindreka á pítsuað í Osló. Norðmenn hafa þó nokkrum sinnum vísað rússneskum erindrekum úr landi í gegnum árin. Síðast í mars 2018, í kjölfar árásarinnar á Skripal feðginin. Þá var rússneskum erindrekum vísað frá fjölmörgum ríkjum í Evrópu og Norður-Ameríku. Árið 1998 var fimm rússneskum erindrekum vísað úr landi. Þeir voru sakaðir um að hafa reynt að fá norska stjórnmálamenn til að gerast útsendarar Leyniþjónustu Rússlands. Noregur Rússland Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Noregs hefur ákveðið að vísa rússneskum erindreka úr landi. Sá hafði átt fundi með norskum manni sem handtekinn var um helgina og er grunaður um njósnir. Sendiherra Rússlands í Noregi hefur verið tilkynnt þessi ákvörðun en samkvæmt frá NRK starfaði erindrekinn í viðskiptadeild sendiráðsins. Tilkynningin mun hafa borist í gær og hefur viðkomandi erindreki þrjá sólarhringa frá þeim tímapunkti til að yfirgefa Noreg. Trude Maaseide, talskona ráðuneytisins, segir erindrekanum hafa verið vísað úr landi vegna þess að aðgerðir hans hafi ekki verið í takt við stöðu hans sem erindreka. Þeim sé skylt að fylgja reglum þeirra landa sem þeir starfa í og það hafi þessi ekki gert. Njósnarinn sjálfur, Harsharn Singh Tathgar, er upprunalega frá Indlandi en er norskur ríkisborgari. Hann hefur búið og starfað í Noregi frá 1997 og frá 2012 hefur hann unnið hjá orkufyrirtækinu DNV GL. Hann hefur aldrei haft heimild til að skoða ríkisleyndarmál. Ekki liggur fyrir hvaða leyndarmál hann færði Rússum eða hvaðan hann fékk þau. Handtekinn á fundi með erindrekanum Tathgar viðurkenndi við yfirheyrslur að hafa fært rússneskum erindreka ríkisleyndarmál og fengið greiðslu fyrir. Hann var handtekinn á laugardaginn þegar hann hitti viðkomandi erindreka á pítsuað í Osló. Norðmenn hafa þó nokkrum sinnum vísað rússneskum erindrekum úr landi í gegnum árin. Síðast í mars 2018, í kjölfar árásarinnar á Skripal feðginin. Þá var rússneskum erindrekum vísað frá fjölmörgum ríkjum í Evrópu og Norður-Ameríku. Árið 1998 var fimm rússneskum erindrekum vísað úr landi. Þeir voru sakaðir um að hafa reynt að fá norska stjórnmálamenn til að gerast útsendarar Leyniþjónustu Rússlands.
Noregur Rússland Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent