Hertar reglur á landamærum hafi ekki áhrif á undirbúning hlutafjárútboðs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. ágúst 2020 20:00 Hertar reglur á landamærum hafa ekki áhrif á hlutafjárútboð og langtímaáætlun Icelandair að sögn forstjóra. Áætlað er að hagræðing vegna nýrra kjarasamninga við flugstéttir nemi hátt í fjórum milljörðum króna á ári. Félagið hyggst falla frá kaupum á fjórum af tíu Boeing MAX-flugvélum sem ekki var búið að afhenda. Icelandair birti ítarlega kynningu á vef Kauphallar í gær vegna fyrirhugaðs hlutafjárútboðs. Hluthafafundur hefur verið boðaður 9. september og stefnt er að því að hlutafjárútboð fari fram dagana fjórtánda og fimmtánda september. Markmiðið er að safna tuttugu milljörðum í nýtt hlutafé, og mögulega allt að þremur til viðbótar komi til umframeftirspurnar. „Við flugum aðeins meira í sumar heldur en við gerðum ráð fyrir í vor. Nú er það eitthvað að ganga til baka og uppleggið hefur verið að við svona setjum í gang næsta vor, tiltölulega hægt, en við verðum komin á sama stað 2024 og við vorum 2019. Það er svona þessi grunn sviðsmynd sem að við erum að kynna núna,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Töluverð hagræðing náist fram með nýjum kjarasamningum við flugstéttir. Hagræðing vegna samninga við flugmenn nemi allt að 25%, við flugfreyjur allt að 20% og allt að 10% vegna samninga við flugvirkja, að því er fram kemur í kynningunni. Samtals náist fram hagræðing sem nemur allt að 29 milljónum Bandaríkjadala, eða ríflega 3,96 milljörðum króna miðað við gengi í dag. Fjárhagsleg áhrif vegna samkomulags við flugvélaframleiðandann Boeing eru metin á 260 milljónir dollara, eða sem nemur um 35 milljörðum króna miðað við gengi í dag. Samkomulagið kveður einnig á um skaðabætur vegna kyrrsetningar Max-vélanna en trúnaður ríkir um fjárhæð bóta. Fallið verður frá kaupum á fjórum af þeim tíu Boeing 737-MAX flugvélum sem til stóð að kaupa en ekki var búið að afhenda. Þá fær Icelandair afslátt á þeim sex vélum sem eftir standa en stefnt er að því að þrjár verði afhentar á næsta ári og þrjár árið 2022. Sex vélar hafa þegar verið afhentar. Bogi kveðst ekki hafa áhyggjur af orðsporsáhættu MAX-vélanna fyrir flugfélagið. „Við teljum að þessar vélar verði góðar vélar fyrir okkar kerfi til framtíðar og við erum að sjá stór flugfélög í rauninni horfa til sömu þátta hvað þetta varðar. Ég held að það verði samt þannig að það taki einhverjar vikur eftir að vélarnar byrja að fljúga að það verði einhver viðkvæmni farþega og þessháttar sem verður bara skiljanlegt í ljósi þess sem gengið hefur á,“ segir Bogi. Jákvæðar og neikvæðar fréttir á víxl Hann segir nýjar reglur á landamærum ekki hafa áhrif á áform fyrirtækisins. „Það hefur ekki áhrif á þetta upplegg sem að við erum að kynna því að eins og ég sagði áðan þá höfum við gert ráð fyrir því frá því í vor að vera að fljúga tiltölulega lítið og undirbúið félagið undir þetta, að það komi jákvæðar og neikvæðar fréttir á víxl og við förum svo í gang hægt, tiltölulega, næsta vor,“ segir Bogi. „Þannig að það sem er að gerast núna hefur ekki áhrif á okkar langtímaplön og þessa mynd sem við erum að kynna núna en að sjálfsögðu hefur þetta mjög mikil áhrif til skamms tíma, það eru fáir ferðamenn sem koma til landsins í þessu ástandi.“ Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Hertar reglur á landamærum hafa ekki áhrif á hlutafjárútboð og langtímaáætlun Icelandair að sögn forstjóra. Áætlað er að hagræðing vegna nýrra kjarasamninga við flugstéttir nemi hátt í fjórum milljörðum króna á ári. Félagið hyggst falla frá kaupum á fjórum af tíu Boeing MAX-flugvélum sem ekki var búið að afhenda. Icelandair birti ítarlega kynningu á vef Kauphallar í gær vegna fyrirhugaðs hlutafjárútboðs. Hluthafafundur hefur verið boðaður 9. september og stefnt er að því að hlutafjárútboð fari fram dagana fjórtánda og fimmtánda september. Markmiðið er að safna tuttugu milljörðum í nýtt hlutafé, og mögulega allt að þremur til viðbótar komi til umframeftirspurnar. „Við flugum aðeins meira í sumar heldur en við gerðum ráð fyrir í vor. Nú er það eitthvað að ganga til baka og uppleggið hefur verið að við svona setjum í gang næsta vor, tiltölulega hægt, en við verðum komin á sama stað 2024 og við vorum 2019. Það er svona þessi grunn sviðsmynd sem að við erum að kynna núna,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Töluverð hagræðing náist fram með nýjum kjarasamningum við flugstéttir. Hagræðing vegna samninga við flugmenn nemi allt að 25%, við flugfreyjur allt að 20% og allt að 10% vegna samninga við flugvirkja, að því er fram kemur í kynningunni. Samtals náist fram hagræðing sem nemur allt að 29 milljónum Bandaríkjadala, eða ríflega 3,96 milljörðum króna miðað við gengi í dag. Fjárhagsleg áhrif vegna samkomulags við flugvélaframleiðandann Boeing eru metin á 260 milljónir dollara, eða sem nemur um 35 milljörðum króna miðað við gengi í dag. Samkomulagið kveður einnig á um skaðabætur vegna kyrrsetningar Max-vélanna en trúnaður ríkir um fjárhæð bóta. Fallið verður frá kaupum á fjórum af þeim tíu Boeing 737-MAX flugvélum sem til stóð að kaupa en ekki var búið að afhenda. Þá fær Icelandair afslátt á þeim sex vélum sem eftir standa en stefnt er að því að þrjár verði afhentar á næsta ári og þrjár árið 2022. Sex vélar hafa þegar verið afhentar. Bogi kveðst ekki hafa áhyggjur af orðsporsáhættu MAX-vélanna fyrir flugfélagið. „Við teljum að þessar vélar verði góðar vélar fyrir okkar kerfi til framtíðar og við erum að sjá stór flugfélög í rauninni horfa til sömu þátta hvað þetta varðar. Ég held að það verði samt þannig að það taki einhverjar vikur eftir að vélarnar byrja að fljúga að það verði einhver viðkvæmni farþega og þessháttar sem verður bara skiljanlegt í ljósi þess sem gengið hefur á,“ segir Bogi. Jákvæðar og neikvæðar fréttir á víxl Hann segir nýjar reglur á landamærum ekki hafa áhrif á áform fyrirtækisins. „Það hefur ekki áhrif á þetta upplegg sem að við erum að kynna því að eins og ég sagði áðan þá höfum við gert ráð fyrir því frá því í vor að vera að fljúga tiltölulega lítið og undirbúið félagið undir þetta, að það komi jákvæðar og neikvæðar fréttir á víxl og við förum svo í gang hægt, tiltölulega, næsta vor,“ segir Bogi. „Þannig að það sem er að gerast núna hefur ekki áhrif á okkar langtímaplön og þessa mynd sem við erum að kynna núna en að sjálfsögðu hefur þetta mjög mikil áhrif til skamms tíma, það eru fáir ferðamenn sem koma til landsins í þessu ástandi.“
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira