Það verða engir áhorfendur á leik Íslands og Englands í septembermánuði er liðin mætast í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli. Það gætu þó verið áhofendur á síðari leik liðanna ytra.
UEFA ákvað að það yrðu engir áhorfendur á landsleikjunum í september og þetta staðfesti Knattspyrnusambandið í gær á vef sínum.
Nokkur lönd voru tilbúin að hleypa fólki á völlinn í september en UEFA tók þá ákvörðun að allir leikirnir færu fram án áhorfenda.
Mark Bullingham, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins, skilur ákvörðunina en vonast til þess að það verði breytingar í október.
„Við vonum að í leikjunum þremur í október verði breytingar og við getum fengið að hafa áhorfendur á Wembley,“ sagði Mark.
„Við munum vinna það með UEFA og ríkisstjórninni. Við erum ekki að tala um fullan völl en að hleypa einhverjum inn á völlinn.“
England hopeful fans will be allowed into Wembley for their October games https://t.co/meoI6BHrl6
— MailOnline Sport (@MailSport) August 19, 2020
England spilar æfingarleik gegn Wales í október sem og Þjóðadeildarleiki gegn Belgíu og Danmörku.
Í nóvember er það svo síðari leikurinn gegn Íslandi á Wembley og útileikur gegn Belgíu.
„Það var pressa. Við viljum öll fá áhorfendur aftur til baka á völlinn. Þeir eru mikilvægir fyrir fótboltann og það voru miklar umræður um þetta.“
„Sum lönd eru í erfiðum aðstæðum. Þeim líður vel með að hleypa áhorfendum á leikina og eru með stuðning ríkisstjórnarinnar.“
„UEFA vildi gæta sanngirni í september og þannig var það. Þeirra sýn var bara að leikirnir gætu farið fram. Klárum þessal eiki í september og kíkjum á þetta í október.“
„Það gæti svo farið að þetta verði öðruvísi í október fyrir mismunandi lönd því veiran er svo erfið að spá fyrir um.“