Rafræn kennsla lögð til grundvallar í HÍ Sylvía Hall skrifar 20. ágúst 2020 10:38 Rafræn kennsla verður að stórum hluta við Háskóla Íslands en nemendur munu fá aðgang að byggingum skólans. Vísir/Vilhelm Nemendum og starfsfólki Háskóla Íslands hefur verið tilkynnt að rafræn kennsla verði lögð til grundvallar á komandi önn, þó með möguleika á staðkennslu ef aðstæður leyfa. Nýnemar verða þar í forgangi að því gefnu að slík kennsla uppfylli tilmæli sóttvarnalæknis og yfirvalda hverju sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Jóni Atla Benediktssyni rektor í gær. Þar útlistar hann helstu reglur varðandi fyrirkomulag kennslunnar á komandi önn sem taka mið af leiðbeiningum frá menntamálayfirvöldum. Höfuðáhersla er lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir og brýnt fyrir nemendum og starfsfólki að huga að handþvotti og nándarmörkum. Fólk sem á að vera í sóttkví eða einangrun skal ekki fara inn á svæði Háskólans og sama gildir um þá sem finna fyrir einkennum Covid-19. Grímuskylda þar sem ekki er hægt að viðhalda fjarlægð Nándarmörk innan veggja háskólans eru minnst einn metri í samræmi við tilmæli sóttvarnalæknis. Nemendum og starfsfólki ber að tryggja þau mörk í öllu starfi skólans en ekki mega fleiri en hundrað einstaklingar koma saman í hverju rými. Við kennslu þar sem ekki er hægt að framfylgja nándarreglunni skal nota andlitsgrímu sem hylur munn og nef. Þetta á við um verklega kennslu, listkennslu og klínískt nám. Þeir nemendur sem stunda klínískt nám á heilbrigðisstofnunum þurfa að framfylgja strangari reglum. Háskóli Íslands mun tryggja að sem minnst blöndun verði á milli svokallaðra smithólfa innan skólans. Vísir/Vilhelm Í byggingum þar sem fleiri en hundrað verða hverju sinni verða svokölluð hólf og skal tryggt eftir fremsta megni að enginn samgangur sé á milli hólfa. Er þetta gert til þess að auðvelda smitrakningu komi smit upp innan skólans. „Hvert hólf verður aðgreint og tryggt eftir fremsta megni að það hafi eigin inngang og útgang. Salerni verða aðgreind fyrir hvert hólf. Þar sem aðstæður leyfa ekki slíka aðgreiningu er heimilt að nýta ganga milli aðgreindra hólfa til að nemendur komist inn og út úr kennslustofum og á salerni. Í slíkum tilvikum verður auglýst rækilega að umræddir gangar séu einungis ferðarými og megi ekki nýta til annars.“ Færri viðburðir Gestagangur í Háskóla Íslands verður takmarkaður og verður brýnt fyrir gestum að huga að einstaklingsbundnum sóttvörnum og virða þær reglur sem gilda um þær. Þá er mælst til þess að viðburðir verði ekki á vettvangi skólans. „Á meðan á samkomubanni stendur mun Háskólinn takmarka viðburði sem starfsfólk sækir þvert á fræðasvið eða miðlægt,“ segir í leiðbeiningunum. Fari svo að samkomur verði haldnar innan veggja skólans verða allir að virða fjöldatakmarkanir og tryggja að minnst eins metra fjarlægð sé á milli gesta. „Ég minni á að núverandi ástand er tímabundið og með sameiginlegu átaki tryggjum við öflugt skólastarf og stöndum vörð um gæði náms og kennslu við Háskóla Íslands,“ skrifar Jón Atli að lokum. Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Eins metra reglan í skólum gerir það að verkum að HÍ og HR geta boðið nemendum upp á meira staðnám en útlit var fyrir Eins metra reglan í skólum gerir það að verkum að Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík geta boðið nemendum upp á aukið staðnám. Báðir skólar segjast þurfa fjárstuðning frá ríkinu. 13. ágúst 2020 20:00 Skólastjórnendur útfæra skólahald: Áhersla lögð á móttöku nýnema Útlit er fyrir að kennsla í framhalds- og háskólum verði að stórum hluta með rafrænum hætti í vetur. Rektor Háskóla Íslands leggur áherslu á aukinn fjárstuðning frá ríkinu ef breyttu skólahaldi fylgir aukinn kostnaður. 6. ágúst 2020 20:02 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
Nemendum og starfsfólki Háskóla Íslands hefur verið tilkynnt að rafræn kennsla verði lögð til grundvallar á komandi önn, þó með möguleika á staðkennslu ef aðstæður leyfa. Nýnemar verða þar í forgangi að því gefnu að slík kennsla uppfylli tilmæli sóttvarnalæknis og yfirvalda hverju sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Jóni Atla Benediktssyni rektor í gær. Þar útlistar hann helstu reglur varðandi fyrirkomulag kennslunnar á komandi önn sem taka mið af leiðbeiningum frá menntamálayfirvöldum. Höfuðáhersla er lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir og brýnt fyrir nemendum og starfsfólki að huga að handþvotti og nándarmörkum. Fólk sem á að vera í sóttkví eða einangrun skal ekki fara inn á svæði Háskólans og sama gildir um þá sem finna fyrir einkennum Covid-19. Grímuskylda þar sem ekki er hægt að viðhalda fjarlægð Nándarmörk innan veggja háskólans eru minnst einn metri í samræmi við tilmæli sóttvarnalæknis. Nemendum og starfsfólki ber að tryggja þau mörk í öllu starfi skólans en ekki mega fleiri en hundrað einstaklingar koma saman í hverju rými. Við kennslu þar sem ekki er hægt að framfylgja nándarreglunni skal nota andlitsgrímu sem hylur munn og nef. Þetta á við um verklega kennslu, listkennslu og klínískt nám. Þeir nemendur sem stunda klínískt nám á heilbrigðisstofnunum þurfa að framfylgja strangari reglum. Háskóli Íslands mun tryggja að sem minnst blöndun verði á milli svokallaðra smithólfa innan skólans. Vísir/Vilhelm Í byggingum þar sem fleiri en hundrað verða hverju sinni verða svokölluð hólf og skal tryggt eftir fremsta megni að enginn samgangur sé á milli hólfa. Er þetta gert til þess að auðvelda smitrakningu komi smit upp innan skólans. „Hvert hólf verður aðgreint og tryggt eftir fremsta megni að það hafi eigin inngang og útgang. Salerni verða aðgreind fyrir hvert hólf. Þar sem aðstæður leyfa ekki slíka aðgreiningu er heimilt að nýta ganga milli aðgreindra hólfa til að nemendur komist inn og út úr kennslustofum og á salerni. Í slíkum tilvikum verður auglýst rækilega að umræddir gangar séu einungis ferðarými og megi ekki nýta til annars.“ Færri viðburðir Gestagangur í Háskóla Íslands verður takmarkaður og verður brýnt fyrir gestum að huga að einstaklingsbundnum sóttvörnum og virða þær reglur sem gilda um þær. Þá er mælst til þess að viðburðir verði ekki á vettvangi skólans. „Á meðan á samkomubanni stendur mun Háskólinn takmarka viðburði sem starfsfólk sækir þvert á fræðasvið eða miðlægt,“ segir í leiðbeiningunum. Fari svo að samkomur verði haldnar innan veggja skólans verða allir að virða fjöldatakmarkanir og tryggja að minnst eins metra fjarlægð sé á milli gesta. „Ég minni á að núverandi ástand er tímabundið og með sameiginlegu átaki tryggjum við öflugt skólastarf og stöndum vörð um gæði náms og kennslu við Háskóla Íslands,“ skrifar Jón Atli að lokum.
Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Eins metra reglan í skólum gerir það að verkum að HÍ og HR geta boðið nemendum upp á meira staðnám en útlit var fyrir Eins metra reglan í skólum gerir það að verkum að Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík geta boðið nemendum upp á aukið staðnám. Báðir skólar segjast þurfa fjárstuðning frá ríkinu. 13. ágúst 2020 20:00 Skólastjórnendur útfæra skólahald: Áhersla lögð á móttöku nýnema Útlit er fyrir að kennsla í framhalds- og háskólum verði að stórum hluta með rafrænum hætti í vetur. Rektor Háskóla Íslands leggur áherslu á aukinn fjárstuðning frá ríkinu ef breyttu skólahaldi fylgir aukinn kostnaður. 6. ágúst 2020 20:02 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
Eins metra reglan í skólum gerir það að verkum að HÍ og HR geta boðið nemendum upp á meira staðnám en útlit var fyrir Eins metra reglan í skólum gerir það að verkum að Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík geta boðið nemendum upp á aukið staðnám. Báðir skólar segjast þurfa fjárstuðning frá ríkinu. 13. ágúst 2020 20:00
Skólastjórnendur útfæra skólahald: Áhersla lögð á móttöku nýnema Útlit er fyrir að kennsla í framhalds- og háskólum verði að stórum hluta með rafrænum hætti í vetur. Rektor Háskóla Íslands leggur áherslu á aukinn fjárstuðning frá ríkinu ef breyttu skólahaldi fylgir aukinn kostnaður. 6. ágúst 2020 20:02