Segir mikil verðmæti fólgin í daglegu lífi á Íslandi án veirunnar Birgir Olgeirsson skrifar 20. ágúst 2020 18:48 Dr. Michael Osterholm hefur lengi varað við því að heimsbyggðin væri ekki undirbúin undir næsta faraldur og hefur verið tíður álitsgjafi í fjölmiðlum vestanhafs í ár. Bandarískur farsóttarfræðingur segir Ísland í kjörstöðu til að verja sig fyrir kórónuveirunni með skimunum og sóttkví á landamærunum. Yfirvöld hafi tök á að veita Íslendingum afar verðmæta gjöf, sem sé daglegt líf án veirunnar. Dr. Michael Osterholm er bandarískur farsóttarfræðingur sem stofnaði farsóttarannsóknamiðstöð við háskólann í Minnesota sem nefnist CIDRAP. Hann hefur frá árinu 2005 varað við því að heimsbyggðin væri ekki búin undir næsta faraldur og fór nokkuð ítarlega yfir það í bókinni Deadliest Enemy: Our War Against Killer Germs sem kom út árið 2017. Hann hefur verið tíður álitsgjafi hjá fjölmiðlum vestanhafs í kórónuveirufaraldrinum. Rökrétt að herða tökin Fréttastofa fékk viðtal við Osterholm til að bera undir hann nokkur álitamál, þar á meðal hvort ákvörðunin að herða tökin á landamærum Íslands sé rétt. Nú þurfa allir sem koma til Íslands að gangast undir skimun, fimm daga sóttkví og skimun að henni lokinni. Ef þeir gangast ekki við því þurfa þeir að sæta fjórtán daga sóttkví. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagt að hennar megináhersla sé að geta haldið daglegu lífi Íslendinga gangandi í vetur, þar á meðal að skólar, íþróttastarf og menningarstarf geti farið fram. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði að til að halda skólastarfi hefðbundnu yrði að beita skimun, fimm daga sóttkví og skimun að henni lokinni, ef það ætti að takast. Sú leið varð að lokum fyrir valinu. Osterholm telur yfirvöld hafa valið rétt með þeirri ákvörðun. „Ísland hefur einstakt tækifæri til að verja sig fyrir veirunni með því að finna hvern þann sem gæti verið á leið með veiruna inn í landið. Mér finnst það vera fullkomlega rökrétt að setja einstaklinga í sóttkví við komuna til landsins og ganga úr skugga um að þeir séu ekki sýktir. Ég veit að það er fyrirhafnarmikið og kostnaðarsamt. En að búa yfir því að geta haldið uppi daglegu lífi án veirunnar er afar verðmætt,“ segir Osterholm. Verður að líta til aldurs barna Miklar deilur hafa verið í Bandaríkjunum um opnun skóla. Því hefur verið haldið fram að börn veikist síður alvarlega af veirunni og séu síður smitberar. Á Íslandi eru reglurnar þannig að börn yngri en fimmtán ára eru undanskilin samkomubanni og því megi þau mæta í grunnskóla og stunda íþróttir. Sóttvarnayfirvöld hér á landi hafa gengið út frá því frá því í vetur að börn veikist síður alvarlega og séu síður smitberar. Hér fyrir neðan má sjá Osterholm ræða við CNN um börn og unglinga í tengslum við kórónuveiruna Osterholm segir þetta vissulega rétt en hins vegar séu nýjar upplýsingar að koma fram á hverjum degi og þá sé mikilvægt að líta til þess á hvaða aldri börnin eru. Hann segir gögn í Bandaríkjunum benda til að táningar séu líklegir til að stuðla að útbreiðslu veirunnar. Líkurnar eru svo mun minni hjá börnum sem eru yngri en 9 ára. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur birt skýrslu um hópsýkingu í sumarbúðum í Georgíu-ríki Bandaríkjanna og segir Osterholm að sýkingar hafi komið upp tengd íþróttaviðburðum ungmenna. „Ég held að það þurfi að koma fram við táninga eins og fullorðna þegar litið er útbreiðslu veirunnar. Þau veikjast hins vegar ekki jafn mikið og þeir fullorðnu, sem er gott,“ segir Osterholm. „Þegar rætt er um yngri börn sjáum við fá tilfelli sýkinga í okkar landi. Við vitum að sýkingar geta átt sér stað og þurfum því að huga að því. Hér í Minnesota höfum við haldið dagvistun barna sem eru fimm ára og yngri opinni í sumar og við höfum ekki þurft að bregðast við hópsýkingum. Nokkur tilfelli hafa komið upp þar sem fullorðnir einstaklingar báru veiruna inn á dagheimilin en úr varð ekki hópsýkingin,“ segir Osterholm. Litlar líkur á samfélagssmiti af völdum barna Hann telur rétt að halda því fram að líkurnar á samfélagssmiti af völdum barna séu lægri en hjá táningum. „Á þessum tímapunkti færi ég varlega í að draga mörkin við börn sem eru fimmtán ára og yngri en ef veiran er ekki til staðar í landinu þarf ekki að hafa miklar áhyggjur skólakerfinu,“ segir Osterholm. Fjarlægðartakmörk besta vörnin Á Íslandi skal nota andlitsgrímu sem hylur nef og munn þar sem tveggja metra fjarlægð milli einstaklinga verður ekki komið við. Eru hárgreiðslustofur, nuddstofur, almenningssamgöngur og heilbrigðisþjónusta tekin þar sem dæmi. Ekki er mælt með almennri grímunotkun umfram það. Osterholm segir allt tal um grímunotkun þurfa að miðast við hversu útbreidd veiran er í samfélaginu. „Ef Ísland sem eyja getur að stórum hluta kveðið veiruna niður þá þarf ekki að hafa svo miklar áhyggjur af sóttvarnaaðgerðum innanlands, hvort sem það eru fjarlægðartakmörk, grímunotkun eða jafnvel að takmarka þann tíma sem fólk dvelur á meðal almennings. Við mælum með grímum fyrir Bandaríkjamenn sem hluta af vörnum gegn veirunni en teljum ekki grímur mikilvægustu vörnina. Að halda fjarlægð er mikilvægasta vörnin á þessum tímapunkti. Ef þú ert nálægt fólki eða dvelur með því, sérstaklega innandyra, áttu hættu á að smitast ef veiran er þar. Minn skilningur er þó sá að Ísland hafi staðið sig merkilega vel í því að halda veirunni niðri,“ segir Osterholm. Bóluefni á næsta leiti Þegar talið berst að þróun bóluefnis segir hann mikla vinnu eiga sér stað víðs vegar um heiminn, í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. „Þið hafið væntanlega heyrt margt um rússneska bóluefnið nýverið sem ég held að sé verið að setja allt of hratt út því við vitum ekki hversu vel það virkar og hversu öruggt það er.“ Hann telur þó að bóluefni sé á næsta leiti. „Ég held að leyfisskylt bóluefni muni líta dagsins ljós á næstu mánuðum, hvort sem það er á þessu ári eða því næsta. Það mun hins vegar taka tíma að koma því í dreifingu. Í mörgum tilfellum mun fólk þurfa tvær bólusetningar, sem þýðir að við þurfum mikið magn af bóluefni fyrir þjóðir og það mun taka tíma að byggja upp varnir,“ segir Osterholm. Enn eigi þó eftir að sjá hversu vel það á eftir að virka, sérstaklega hjá þeim sem eru veikir fyrir sem mynda sjaldnar mótefni við að fá bóluefni. „Þegar kemur að inflúensu sjáum við að fólkið sem við viljum helst vernda eru oftast þau sem bregðast minnst við bóluefni. Við þurfum að komast til botns í því varðandi bóluefnið við kórónuveirunni. Við þurfum að ganga úr skugga um að bóluefnið sé öruggt og vitum ekki hve áhrifin munu vara lengi. Við höfum bara ekki tímann til að rannsaka næstu fimm árin hversu lengi bóluefnið virkar. Við þurfum því að gera þær rannsóknir eftir að bóluefninu hefur verið komið til almennings.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bandaríkin Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Bandarískur farsóttarfræðingur segir Ísland í kjörstöðu til að verja sig fyrir kórónuveirunni með skimunum og sóttkví á landamærunum. Yfirvöld hafi tök á að veita Íslendingum afar verðmæta gjöf, sem sé daglegt líf án veirunnar. Dr. Michael Osterholm er bandarískur farsóttarfræðingur sem stofnaði farsóttarannsóknamiðstöð við háskólann í Minnesota sem nefnist CIDRAP. Hann hefur frá árinu 2005 varað við því að heimsbyggðin væri ekki búin undir næsta faraldur og fór nokkuð ítarlega yfir það í bókinni Deadliest Enemy: Our War Against Killer Germs sem kom út árið 2017. Hann hefur verið tíður álitsgjafi hjá fjölmiðlum vestanhafs í kórónuveirufaraldrinum. Rökrétt að herða tökin Fréttastofa fékk viðtal við Osterholm til að bera undir hann nokkur álitamál, þar á meðal hvort ákvörðunin að herða tökin á landamærum Íslands sé rétt. Nú þurfa allir sem koma til Íslands að gangast undir skimun, fimm daga sóttkví og skimun að henni lokinni. Ef þeir gangast ekki við því þurfa þeir að sæta fjórtán daga sóttkví. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagt að hennar megináhersla sé að geta haldið daglegu lífi Íslendinga gangandi í vetur, þar á meðal að skólar, íþróttastarf og menningarstarf geti farið fram. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði að til að halda skólastarfi hefðbundnu yrði að beita skimun, fimm daga sóttkví og skimun að henni lokinni, ef það ætti að takast. Sú leið varð að lokum fyrir valinu. Osterholm telur yfirvöld hafa valið rétt með þeirri ákvörðun. „Ísland hefur einstakt tækifæri til að verja sig fyrir veirunni með því að finna hvern þann sem gæti verið á leið með veiruna inn í landið. Mér finnst það vera fullkomlega rökrétt að setja einstaklinga í sóttkví við komuna til landsins og ganga úr skugga um að þeir séu ekki sýktir. Ég veit að það er fyrirhafnarmikið og kostnaðarsamt. En að búa yfir því að geta haldið uppi daglegu lífi án veirunnar er afar verðmætt,“ segir Osterholm. Verður að líta til aldurs barna Miklar deilur hafa verið í Bandaríkjunum um opnun skóla. Því hefur verið haldið fram að börn veikist síður alvarlega af veirunni og séu síður smitberar. Á Íslandi eru reglurnar þannig að börn yngri en fimmtán ára eru undanskilin samkomubanni og því megi þau mæta í grunnskóla og stunda íþróttir. Sóttvarnayfirvöld hér á landi hafa gengið út frá því frá því í vetur að börn veikist síður alvarlega og séu síður smitberar. Hér fyrir neðan má sjá Osterholm ræða við CNN um börn og unglinga í tengslum við kórónuveiruna Osterholm segir þetta vissulega rétt en hins vegar séu nýjar upplýsingar að koma fram á hverjum degi og þá sé mikilvægt að líta til þess á hvaða aldri börnin eru. Hann segir gögn í Bandaríkjunum benda til að táningar séu líklegir til að stuðla að útbreiðslu veirunnar. Líkurnar eru svo mun minni hjá börnum sem eru yngri en 9 ára. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur birt skýrslu um hópsýkingu í sumarbúðum í Georgíu-ríki Bandaríkjanna og segir Osterholm að sýkingar hafi komið upp tengd íþróttaviðburðum ungmenna. „Ég held að það þurfi að koma fram við táninga eins og fullorðna þegar litið er útbreiðslu veirunnar. Þau veikjast hins vegar ekki jafn mikið og þeir fullorðnu, sem er gott,“ segir Osterholm. „Þegar rætt er um yngri börn sjáum við fá tilfelli sýkinga í okkar landi. Við vitum að sýkingar geta átt sér stað og þurfum því að huga að því. Hér í Minnesota höfum við haldið dagvistun barna sem eru fimm ára og yngri opinni í sumar og við höfum ekki þurft að bregðast við hópsýkingum. Nokkur tilfelli hafa komið upp þar sem fullorðnir einstaklingar báru veiruna inn á dagheimilin en úr varð ekki hópsýkingin,“ segir Osterholm. Litlar líkur á samfélagssmiti af völdum barna Hann telur rétt að halda því fram að líkurnar á samfélagssmiti af völdum barna séu lægri en hjá táningum. „Á þessum tímapunkti færi ég varlega í að draga mörkin við börn sem eru fimmtán ára og yngri en ef veiran er ekki til staðar í landinu þarf ekki að hafa miklar áhyggjur skólakerfinu,“ segir Osterholm. Fjarlægðartakmörk besta vörnin Á Íslandi skal nota andlitsgrímu sem hylur nef og munn þar sem tveggja metra fjarlægð milli einstaklinga verður ekki komið við. Eru hárgreiðslustofur, nuddstofur, almenningssamgöngur og heilbrigðisþjónusta tekin þar sem dæmi. Ekki er mælt með almennri grímunotkun umfram það. Osterholm segir allt tal um grímunotkun þurfa að miðast við hversu útbreidd veiran er í samfélaginu. „Ef Ísland sem eyja getur að stórum hluta kveðið veiruna niður þá þarf ekki að hafa svo miklar áhyggjur af sóttvarnaaðgerðum innanlands, hvort sem það eru fjarlægðartakmörk, grímunotkun eða jafnvel að takmarka þann tíma sem fólk dvelur á meðal almennings. Við mælum með grímum fyrir Bandaríkjamenn sem hluta af vörnum gegn veirunni en teljum ekki grímur mikilvægustu vörnina. Að halda fjarlægð er mikilvægasta vörnin á þessum tímapunkti. Ef þú ert nálægt fólki eða dvelur með því, sérstaklega innandyra, áttu hættu á að smitast ef veiran er þar. Minn skilningur er þó sá að Ísland hafi staðið sig merkilega vel í því að halda veirunni niðri,“ segir Osterholm. Bóluefni á næsta leiti Þegar talið berst að þróun bóluefnis segir hann mikla vinnu eiga sér stað víðs vegar um heiminn, í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu. „Þið hafið væntanlega heyrt margt um rússneska bóluefnið nýverið sem ég held að sé verið að setja allt of hratt út því við vitum ekki hversu vel það virkar og hversu öruggt það er.“ Hann telur þó að bóluefni sé á næsta leiti. „Ég held að leyfisskylt bóluefni muni líta dagsins ljós á næstu mánuðum, hvort sem það er á þessu ári eða því næsta. Það mun hins vegar taka tíma að koma því í dreifingu. Í mörgum tilfellum mun fólk þurfa tvær bólusetningar, sem þýðir að við þurfum mikið magn af bóluefni fyrir þjóðir og það mun taka tíma að byggja upp varnir,“ segir Osterholm. Enn eigi þó eftir að sjá hversu vel það á eftir að virka, sérstaklega hjá þeim sem eru veikir fyrir sem mynda sjaldnar mótefni við að fá bóluefni. „Þegar kemur að inflúensu sjáum við að fólkið sem við viljum helst vernda eru oftast þau sem bregðast minnst við bóluefni. Við þurfum að komast til botns í því varðandi bóluefnið við kórónuveirunni. Við þurfum að ganga úr skugga um að bóluefnið sé öruggt og vitum ekki hve áhrifin munu vara lengi. Við höfum bara ekki tímann til að rannsaka næstu fimm árin hversu lengi bóluefnið virkar. Við þurfum því að gera þær rannsóknir eftir að bóluefninu hefur verið komið til almennings.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bandaríkin Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira